Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 28
okkur sagt að þar sem við vær-
um verktakar skiptu RSI-taxt-
arnir ekki máli. Okkur var því
borgað rétt undir þeim töxtum.
Það kom síðan í ljós að þetta
var ekki rétt því þótt við séum
verktakar mega vinnuveitendur
ekki borga undir töxtum, segir
Vignir.
Bjóða eingreibslu
En hver eru viðbrögð vinnu-
veitenda við þessum ásökun-
um?
— Þeir hafa boðið okkur
eingreiðslu fyrir alla van-
greidda vinnu. Jón Axel Olafs-
son, yfirmaður myndlyklaverk-
efnisins, hefur tilkynnt að nú sé
boltinn hjá okkur, þeir séu bún-
ir að bjóða greiðslu.
Þegar þetta viðtal er skrifað
er verið að reyna að koma á
fundi milli ASÍ. RSÍ og ÍÚ til
að ræða málin nánar.
Vignir segir að sexmenning-
arnir séu staðráðnir í að standa
saman í þessari baráttu. Annars
vegar vilja þeir leiðréttingu á
samningsbroti við launþega en
hins vegar eru þeir ekki sáttir
við að vera ráðnir sem verktak-
ar í vinnu sem ætti í raun að
vera launþegavinna
— Við viljum vinna okkar
vinnu á sömu kjörum og aðrir
sem eru í sömu störfum og með
sömu menntun. Þótt verkefnið
vegna myndlyklanna sé tíma-
bundið er ljóst að Stöð 2 heldur
áfram að einhverju leyti að
veita þá þjónustu sem þeir hafa
séð um. Ef ekkert verður gert
verða þeir sem eftir koma líka
ráðnir á verktakasamning. Mér
var aldrei lofað vinnu lengur en
út marsmánuð og því er ekki
um áframhaldandi vinnu að
ræða hjá mér. Það er hins vegar
slæmt ef lög er brotin og ég vil
gjarnan koma í veg fyrir að
aðrir lendi í sömu stöðu og við
höfum verið í. Það sem er
kannski grátbroslegast við þetta
mál er að ef ÍÚ hefði ekki farið
að brjóta á launþegunum hefð-
um við sem erum verktakar
ekki farið að skoða stöðu okk-
ar, segir Vignir Hjámarsson að
lokum.
Verktaki eða launþegi?
— nokkrar vísbendingar sem
hægt er að stybjast vib
1. Ef sá sem verk vinnur er í samtökum vinnuveitenda er
sennilega um verktaka að ræða en ef viðkomandi er í
stéttarfélagi er líklegra að um launþega sé að ræða.
2. Ef viðkomandi er óheimilt að fela öðrum að vinna fyrir
sig eða ráða sér aðstoðarmann gefur það til kynna að
hann sé launþegi fremur en verktaki.
3. Verktakar fá yfirleitt greitt ákveðið fyrir verk og byggist
greiðslan á árangri. Launþegar eru oftast á tíma-
kaupi.
4. Ef sá er verkið vinnur leggur til verkfæri og vélar
bendir það gjarnan til að um verktaka sé að ræða,
einkum ef um stór og dýr tæki er að ræða.
5. Ef viðkomandi verk krefst samkvæmt lögum að það
sé unnið af mönnum sem hafa löggildingu eða sér-
leyfi og sá sem verkið vinnur fullnægir þeim skilyrðum
getur það bent til þess að um verktakasamning sé að
ræða.
Heimild: Páll Sigurðsson. 1991.
Verksamningar. Bókaútgáfa Orators: Reykjavík
Með morgunverði, sem eftirréttur,eða