Vinnan


Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 30

Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 30
Lára V. Júlíusdóttir: „Reyndi að koma í veg fyrir þessar breytingar" — Málið er ekki svo einfalt að einhver einn starfsmaður Alþýðusambandsins hafi orðið til þess að svipta heilan hóp starfs- manna einhverjum réttindum sem þeir áttu, enda er af og frá að slfkt geti gerst. Mín persóna skipti engu máli í þessu samhengi nema hvað ég var málsvari þess- ara vörubílstjóra og reyndi að koma í veg fyrir þessar breytingar, tefja þær, þrjóskast við og streitast á móti. Þetta eru viðbrögð Láru V. Júlíusdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra ASI, við þeirri fullyrðingu Guðmundar Magnússon- ar, formanns vörubílstjórafélagsins Þróttar, í síðasta tölublaði Vinnunnar að fyrir til- stuðlan hennar og „fleiri góðra manna og kvenna þar“ (í ASÍ) hafi vörubílstjórar tap- að rétti til atvinnuleysisbóta. •SS6í**í"- Mo-o Upt>'V - Þeir vita það manna best sjálfir hvemig þetta var í pottinn búið. Staða vörubílstjóra var alveg einstök því þeir nutu þeirrar sérstöðu meðal bílstjóra að hafa einir aðgang að atvinnuleys- isbótakerfinu. Þegar farið var að end- urskoða reglur um atvinnuleysisbæt- ur, með það fyrir augum að veita sjálfstætt starfandi mönnum rétt til greiðslna úr sjóðnum, var óhjá- kvæmilegt að flokka vörubílstjóra sem atvinnurekendur en ekki launþega eins og aðra bílstjóra. Því ættu þeir að njóta réttar til greiðslu atvinnuleysisbóta sem slíkir, en réttur atvinnurekenda til bóta er töluvert þrengri en sá réttur sem vörubflstjórar höfðu ýSKSS’r?* verið látnir njóta, segir Lára í ;S»”'ríí"' samtali við Vinnuna. Áður en reglunum var breytt var réttur vörubflstjóra sá að á veturna þegar lítið var að gera, ef til vill aðeins einn túr yfir daginn, gátu þeir skráð sig atvinnulausa, jafnvel hluta úr degi. Ef meira var að gera næsta dag voru færri tímar í atvinnuleysi en ef ekkert var að gera þriðja daginn voru þeir skráðir at- vinnulausir allan þann dag. Lára segir að þveröfugt við það sem Guðmundur segir í viðtalinu við Vinnuna hafi hún leitast við að koma í veg fyrir að réttur þeirra skertist frá því sem var, og lagabreytingin sem slfk hafi alls ekki fjall- að sérstaklega um vörubifreiðastjóra. En þegar komi að skilgreiningu á því í lögun- um hverjir teljast launþegar og hverjir at- vinnurekendur sé farið eftir opinberum skilgreiningum sem tengjast skattskilum en ekki skilgreiningu á því hvort viðkom- andi er félagsmaður í stéttarfélagi eða ekki. _ Það skiptir því ekki máli hvort menn greiða til stéttarfélaga eða ekki. Séu menn virðisaukaskattskyldir og greiða sjálfir skatta og skyldur af atvinnurekstri sínum teljast þeir vera atvinnurekendur. Við þetta má bæta, sem fram kemur í síðasta tölublaði Vinnunnar, að í haust var lögum um atvinnuleysistryggingar breytt þannig að nú geta vörubílstjórar fengið at- vinnuleysisbætur án þess að selja bílinn, eins og upphaflega var skilyrði, en þurfa þó að sæta nokkrum afarkostum, eins og Helgi Stefánsson, formaður Landssam- bands vörubílstjóra, orðaði það í samtali við Vinnuna. - * I li lli ÍI p iti mÆk. - kóte/ SELFOSS Eyrarvegi 2, sími 98-22500 Leigjum út, allt að 400 manna sali fyrir ráðstefnur, fundi og árshátíðir. Aðstaðan er fyrsta flokks og við leggjum metnað okkar í góðan mat og lipra þjónustu. 30 VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.