Vinnan


Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 15
 i t !) fullunninn. Nú eru hins vegar upp hugmyndir um að vinna karfann meira hér á landi og nýta hann um leið fyrir aðra markaði. Þannig er hugsanlegt að aukið magn af karfa vegi upp á móti minnkandi þorsk- magni. — íslendingar hafa fram að þessu stillt markaðskerfinu upp til að sinna veiðinni. Við verð- um hins vegar að átta okkur á gildi markaðarins og þjóna honum. Þróunin á liðnum árum hefur leitt af sér betri nýtingu á þorski og öðrum bolfiski en við getum ekki endalaust nýtt fisk- inn betur. Islenskar sjávaraf- urðir er markaðsarmur fram- leiðenda og telur Sæmundur að fyrirtækið hafi um það bil 40% íslenskra framleiðenda á bak við sig, sem á annað borð eru í sölusamtökum, á móti Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna með um 60% framleiðenda á bak við sig. Flestir framleiðendur eru hluthafar og eiga þeir sam- eiginlega stærstan hlut í IS. Meginmarkaðir íslenskra sjáv- arafurða eru Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Þýskaland og Japan en viðskipti við þá síð- astnefndu vega sífellt meira Loðnuævintýrið er skýrt dæmi um það hve Japansmark- aður er að verða mikilvægur fyrir íslenskar sjávarafurðir. Starfsemi söluskrifstofa ÍS er mikilvægur liður í heildarstarf- semi fyrirtækisins en starfsfólk þeirra vinnur ötullega í helstu markaðslöndunum. Leitað er inn á markaðina með sölu á nýjum afurðum og tekið er við fyrirspurnum frá kaupendum um breytta og bætta vöru. Þró- unarsetur IS er rekið sem sér- stök deild sem sérhæfir sig í vöruþróun og tilraunavinnslu með þarfir markaðarins í huga. Samhæfó vinnsla Sæmundur segir að fram- leiðsla og fullvinnsla sé sam- hæfð frá höfuðstöðvum IS á Kirkjusandi auk þess sem skrif- stofur ÍS veita ýmiss konar þjónustu til framleiðenda, svo sem um stöðu samninga, verð, afkomumöguleika tiltekinnar framleiðslu og pakkninga. Al- þjóðadeild er einnig starfrækt innan fyrirtækisins og á hennar vegum er reynt að efla við- skipti víða erlendis. Nýlega voru menn meðal annars í Rússlandi og Víetnam að hlúa að þeirri starfsemi sem komin er á og skoða möguleika á frekara samstarfi. — Það er stöðugt samband á milli okkar héma og frystihús- anna því við erum náttúrlega að selja afurðir þeirra og því alltaf að leita að bestu sölumöguleik- unum. Fiskvinnslufyrirtækin sérhæfa sig upp að vissu marki og sinna mismunandi verkefn- um. Það er samkomulagsatriði hvert tiltekin fiskvinnslu- verkefni fara á hverjum tíma, húsin eru ekki endilega að gera það sama. Sölusamningum er því deilt niður á húsin. Sæ- mundur segir slíkar ákvarðanir Sœmundur Guðmundsson, framkvœmdastjóri sölu- og markaðssviðs Islenskra sjávarafurða: Islendingar hafafram að þessu stillt markaðskerfinu upp til að sinna veiðinni. Við verðum hins vegar að átta okkur á gildi markaðarins og þjóna honum. teknar með hliðsjón af hráefni og afkastagetu fyrirtækjanna. — Það er hægt að fullvinna meira hér heima en gert hefur verið og við erum að vinna í því, segir Sæmundur. Hann er sama sinnis og aðrir viðmæl- endur Vinnunnar að meiri full- vinnsla hafi aukið aflaverðmæti landsmanna á undanförnum árum. — Fullvinnsla er hins vegar skilgreiningaratriði því mörg skref eru stigin eftir að íslensk- ir sjómenn draga fisk úr sjó þar til hinn útlendi neytandi horfir á hann girndaraugum eldaðan eftir kúnstarinnar reglum á borðinu fyrir framan sig. Sér- pakkningar geta verið með ýmum hætti. Veitingahúsakeðj- ur fá til dæmis notendapakkn- ingar sem eru alla jafna stærri en neytendapakkningar. Fiskur í neytendapakkningum er mis- mikið niðurskorinn og mis- þungur. Bein- og roðlaus flökin geta verið í raspi eða sósum og ef þau eru í raspi geta þau einnig verið forsteikt. Hugtak- ið fullvinnsla segir okkur næsta lítið eitt og sér. Meira af góðri vöru — Akveðið vinnslustig hentar einfaldlega ekki hér heima vegna fjarlægðar frá markaði. Við erum ekki í stakk búnir til að standa undir ýmiss konar framleiðslu sem er í sam- keppni við stærstu fiskvinnslu- og matvælafyrirtækin erlendis. Hvað framtíðina varðar telur Sæmundur aukið sölu-, mark- aðs- og þróunarstarf vera lykil- inn að aukinni arðsemi ís- lenskra sjávarafurða. Við erum með góða vöru undir höndum, það þarf bara að framleiða meira af henni. Framleiðendur hafa fjárfest mikið og eru um þessar mundir að fjárfesta í framleiðslu- og pökkunartækj- um og það gefur góð fyrirheit. VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS 15

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.