Vinnan


Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 6
Þáttur ríkisstjórnar í kjarabótum Verðtrygging fjárskuldbindinga miðast framvegis við vísitölu framfærslukostnaðar í stað launavísitölu. Tvísköttun lífeyrisiðgjalda, sem var sett á þegar staðgreiðsla skatta var tekin uppA árið 1988, verður afnumin í áföngum,- Þessi tvö atriði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana hafa beinlínis áhrif á kaupmátt launa. í yfirlýsingunni eru alls 17 atriði, sem flest fela í sér fyrir- heit um leiðréttingar og úrbæt- ur á ýmsum sviðum. Af því sem kemur einstaklingum beinlínis til góða eru fyrirheit um breytingar á skattlagningu hlunninda vegna aksturs til og frá vinnu, frádrætti vegna dag- peninga, jöfnun húshitunar- kostnaðar og breytingar á end- urgreiðslum á kostnaði vegna ferða- og dvalarkostnaðar. Breytingu á verðtryggingu fjárskuldbindinga verður hrundið í framkvæmd á næst- unni. Hún þýðir beina kjarabót til þeirra sem skulda mikið. Samkvæmt útreikningum hag- deildar ASI má ætla að fram- færsluvísitalan hækki urn 5,2% frá upphafi til loka samningstímabilsins. Gamla lánskjaravísitalan hefði hins vegar hækkað um að minnsta kosti 6,2% á sama tíma. Fjög- urra milljóna króna skuld sem stæði óhreyfð mundi þannig hækka um 208 þúsund krónur miðað við framfærsluvísitölu, en að minnsta kosti 248 þús- und miðað við þá lánskjara- vísitölu sem nú gildir. Þetta þýðir að greiðslubyrði nefndr- ar skuldar lækkar um 40 þús- und krónur. Þetta var ein meginkrafa formanna lands- og svæða- sambanda innan ASI, og ríkis- stjórnin gekk að henni að fullu. Lífeyrissjó&si&gjöld frádróttarbær frá skatti Frá 1. apríl í ár má launafólk draga helming af fjögurra pró- senta framlagi sínu í lífeyris- sjóði frá við álagningu skatta, og frá sama tíma verður tekið tillit til þess við staðgreiðslu skatta. Frá 1. júlí næsta ár verður heimilt að draga þrjá fjórðu hluta iðgjaldsins frá skatti og 1. júlí 1997 verður allt fjögurra prósenta iðgjaldið skattfrjálst. Með þessari breyt- ingu hækkar skattleysismörkin vegna þess að launafólki verð- ur heimilt að draga 4% frá tekjum, eftir 1. júlí 1997, áður en til skattlagningar kemur. Þessu til nánari skýringar má taka sem dæmi mann með 90 þúsund króna mánaðarlaun. Eftir 1. apríl í ár mun tekju- skattur þessa manns reiknast af 88.200 kr. í stað 90.000 kr. í dag. Þetta eykur ráðstöfunar- tekjur hans um 1%. Eftir 1. júlí 1996 reiknast tekjuskattur- inn af 87.300 og ráðstöfunar- tekjur aukast um 0,50%. Þeg- ar heimilt verður að draga öll fjögur prósentin frá reiknast tekjuskattur hans af 86.400 krónum í stað 90.000 kr. nú og ráðstöfunartekjur hans hafa þá aukist um 2%. Þar sem greiðslur í lífeyrissjóði er á- kveðið hlutfall af tekjum launafólks, þannig að þeir tekjuhærri greiða meira í líf- eyrissjóði en þeir tekjulægri, kemur þessi skattalækkun mis- munandi fram í krónum talið. í rauninni má líkja þessari leið við það að tekjuskattsprósent- an hefði verið lækkuð um 1,7%. Það er mikilvægt að hafa það í huga að markmiðið með þessari kröfu formanna lands- og svæðasambanda innan ASÍ var ekki hefðbundin tekjujöfn- unarkrafa, þeirri tekjujöfnun var náð með sjálfri launabreyt- ingunni, heldur að afnema það gegndarlausa óréttmæti að skattleggja sömu tekjurnar tvisvar. Þessi breyting er enn- fremur hvati til þess að fólk greiði í lífeyrissjóði og ætti sömuleiðis að letja fólk til gerviverktöku. Afnám tvísköttunar lífeyris- greiðslna hefur verið ein mik- ilvægasta krafa verkalýðs- hreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum frá því stað- greiðsla skatt var tekin upp, árið 1988. Hér hefur því náðst mikilvægt samkomulag um að þessari tvísköttun verði hætt. Eingreiöslur, skattsvik og dagpeningar í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því einnig lofað að ein- greiðslur í almanna- og at- vinnuleysistryggingum verði inntar af hendi í samræmi við ákvæði um eingreiðslur í kjarasamningum. Miklar deil- ur hafa verið um það milli ASÍ og stjórnvalda á undanfömum árum um hvernig skuli farið með umsamdar eingreiðslur, til dæmis launabætur og or- lofs- og desemberuppbætur gagnvart atvinnulausum og elli- og örorkulífeyrisþegum. Við fjárlagaafgreiðslu í des- ember 1994 var ákveðið að þessum greiðslum skyldi hætt, en þeirri ákvörðun hefur nú verið hrundið. Ríkisstjórnin stefnir að því að efla enn aðgerðir til að draga úr skattsvikum, en þær hafa verið auknar mikið á síð- ustu árum. Stefnt var að því að afgreiða á nýafstöðnu þingi þrjú frumvörp sem snerta þessi mál. Breytingar á skattareglum og -lögum eru væntanlegar, því samkvæmt yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar er að vænta lagabreytinga í þá veru að flutningur starfsmanna í og úr vinnu í hópferðabifreiðum sem atvinnurekandi rekur teljist ekki skattskyld hlunnindi þeirra. Einnig eru fyrirheit um að skattareglum um frádrátt vegna ferða á vegum atvinnu- rekenda, án tillits til fjölda ferða á ári, verði breytt til fyrra horfs. Sú regla var ný- lega tekin upp að skattleggja skyldi dagpeningagreiðslur vegna ferða sem eru umfram 30 daga á ári; þessari reglu verður sem sé hætt að beita. Hundrað milljónir króna verða lagðar fram til að jafna húshitunarkostnað í landinu í því skyni að minnka fram- færslukostnað á landsbyggð- inni og jafna hann gagnvart höfðuborgarsvæðinu. Helm- ingur þessa fjár kemur frá ríki en helmingur frá orkufyrir- tækjum. Reglur um endurskoðun á kostnaði vegna ferða- og dval- arkostnaðar íbúa á lands- byggðinni vegna heimsókna til sérfræðinga og til að leggjast inn á sjúkrahús verða endur- skoðaðar. Ríkisstjómin áform- ar að skipa nefnd til að finna leiðir til að lækka framfærslu- kostnað heimilanna og henni verður sérstaklega ætlað að Ráðsíafunartekjur fólks aukast um 2% þegar heimilt verður að draga allt lífeyris- sjóðsiðgjaldið frá skatti 6 VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.