Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 18
Grilluð eða djúpsteikt
loðna er lostæti
Þaö hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með fréttum
að íslenskir sjómenn hafa dregið loðnu úr sjó undanfarna daga og vikur. í mörgum
tilfellum er annarri vinnslu ýtt til hliðar og fiskvinnsluhúsin lögð undir loðnuvinnsl-
una. Fjárfestingar í loðnuútgerð og vinnslu hafa aukist töluvert frá því í fyrra og al-
mennt má segja að mikils taugatitrings hafi gætt meðal útgerðarmanna vegna loðn-
unnar. Menn eru jafnvel að tala um loðnuævintýri á sama hátt og síldarævintýri þó
svo að formerki séu flest með ólíkum hætti.
Meitillinn í Þorlákshöfn er
eitt þeirra fyrirtækja sem ýtt
hafa annarri vinnslu til hliðar
meðan á loðnuveiðum og
-vinnslu stendur.
Ævar Agnarsson, fram-
leiðslustjóri Meitilsins, segir
loðnuna vera leiðinlega smáa
miðað við í fyrra og því erfitt
að flokka hænginn frá hrygn-
unni. Stærðin virðist vera 50-55
stykki í kíló (en í fyrra var hlut-
fallið 40-45 stykki) og hrogna-
innihald hleypur á 14-17%.
Smærri loðna hefur í för með
sér verri nýtingu og því þarf
meira hráefni til að ná sama ár-
angri og hagnaði og í fyrra.
— Við erum tæpri vikur á
eftir Austfirðingum sem hafa
haft loðnuna við þröskuldinn
hjá sér. Við getum ekki siglt í
tæpan sólarhring á miðin fyrir
austan og svo annan sólarhring
heim í hús því vinnslutíminn er
stuttur, það kæmi niður á fersk-
leika loðnunnar. Því verðum
við að bíða þangað til gangan
berst hingað. Nú er hún veidd
af „syðra svæðinu“ svokallaða
vestan við Ingólfshöfða.
— Það er komin önnur
ganga fyrir austan með lægra
hrognainnihaldi sem þýðir
lengri endingu. Þegar hún berst
lengra í vestur í heitari sjó
eykst hrognainnihaldið um allt
að 1/2% á sólarhring en í fyrra
gerðist það að þegar gangan var
komin fyrir Reykjanesið fylltist
loðnan af átu en í því ástandi er
hún ekki frystingarhæf.
Lo&nuvinnsla ótrygg
Ævar segir að loðnuveiði og
-vinnsla sé mjög ótrygg. Við
getum stundað veiðar í fyrri
göngunni í 6-7 sólarhringa og
vonandi kemur önnur ganga
með annað eins. Tvær vikur í
allt væri gott og allt umfram
það, upp undir tuttugu dagar,
væri draumur!
Forsvarsmenn Meitilsins
hafa að sögn ekki fjárfest mikið
vegna loðnu til frystingar. Pétur
Olgeirsson framkvæmdarstjóri
segir að tveimur nýjum frysti-
tækjum hafi verið bætt við og
gömlum flokkara verið skipt út
fyrir nýjan. Hins vegar er ætl-
unin að vinna hrogn úr loðn-
unni í fyrsta skipti hjá fyrirtæk-
inu nú um mánaðamótin febrú-
ar/mars. Ný vinnsla útheimtir
alltaf einhver fjárútlát.
I lægri kantinum
— Við höfum þurft að fjár-
festa en ég held að við séum í
lægri kantinum í samanburði
við önnur fiskvinnslufyrirtæki.
Það líður venjulega um vika
til tíu dagar frá því að loðnan er
fryst þar til hrognataka hefst en
hún stendur í hálfan til einn
mánuð. Pétur segir hrognatök-
una ekki vera samvinnuverk-
efni Meitilsins og ÍS heldur sé
hér verið að fylgja eftir eðli-
legri þróun í fiskvinnslu og
sinna kröfum markaðarins.
Hjá Granda hf. er loðnu-
vinnsla einnig í fullum gangi
og er önnur framleiðsla látin
víkja á meðan. Brynjólfur
Bjarnason framkvæmdastjóri
segir gífurlegan virðisauka fel-
ast í frystingu og hrognavinnslu
loðnunnar.
— Japanar trúa því að
hrognin auki kyngetu þeirra og
því eru þeir reiðubúnir að borga
hátt verð fyrir bæði frysta
loðnu og loðnuhrogn. Það er
auðvitað óskaplega gaman til
þess að hugsa að öll fyrirhöfn
Islendinga í þessu loðnuævin-
týri skili sér með svo ánægju-
legum hætti til Japana og um
Ingigerður Tómasdóttir, gœðastjóri hjá Meitlinum: Ég mundi nú
ekki vilja vinna í loðnu árið út og inn.
leið í buddu landans. Brynjólf-
ur segir þó að tilraunir hér-
lendra með neyslu loðnuhrogna
styðji ekki reynslu Japana á
þessu sviði.
Loðnuvinnsla er þríþætt; í
fyrsta lagi er það bræðsla en
hængurinn er sendur í bræðslu
vegna þess að Japanar vilja að-
eins kvenfiskinn, hrygnuna,
vegna hrognanna. I öðru lagi
er hrygnan fryst fersk og í
18
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS