Vinnan - 01.03.1995, Blaðsíða 10
Hvers vegna eru launin svona lág?
Höfum sérhæft okkur
í láglaunagreinum
íslendingar eru lítil þjóð sem á stóra auðlind. Á því
hafa háar þjóðartekjur byggst. Framleiðslugreinar
okkar eru hins vegar hefðbundnar láglaunagreinar. í
sjávarútvegi hefur áherslan verið lögð á að moka
sem mestum afla í gegn á sem skemmstum tíma og
gífurleg fjárfesting miðuð við það. í hugum íslend-
inga er það aflakóngurinn, veiðimaðurinn sjálfur, sem
sækir björg í þjóðarbúið á meðan landvinnslan -
sköpun verðmæta úr hráefninu nýtur minni virðingar.
Til að skapa störf og verðmæti sem duga íslending-
um í alþjóðlegri samkeppni í framtíðinni þarf ef til vill
að hugsa þetta dæmi á annan hátt.
Þegar litið er á íslenskt efna-
hagslíf vekur athygli að þrátt
fyrir háar þjóðartekjur á hvern
íbúa eru launin hér lág. Gylfi
Arnbjörnsson, hagfræðingur
ASI, segir tímakaupið vera
með því lægsta sem þekkist í
hinum vestræna heimi. Þor-
valdur Gylfason, prófessor í
hagfræði við Háskóla Islands,
heldur því fram að ef ekki
komi til róttækar breytingar á
næstu árum - þar sem ráðist
verði gegn offjárfestingu og ó-
hagkvæmni - muni Islending-
ar dragast enn meira aftur úr
öðrum þjóðum.
Því heyrist stundum fleygt í
þessari umræðu að við Islend-
ingar búum í stóru og harð-
býlu landi, það kosti einfald-
lega sitt og við því verði ekk-
ert gert. Gylfi Arnbjörnsson
gefur ekki mikið fyrir þessa
skýringu:
— Við höfum verið lagnir
við það Islendingar að telja
okkur trú um að landið sé svo
stórt. En ef við lítum til ann-
arra landa sjáum við að yfir-
leitt vex landsvæði af þessari
stærð mönnum ekki meira í
augum en svo að eitt sam-
göngukerfi er látið duga. Við
Islendingar höldum hins vegar
uppi þreföldu samgöngukerfi
hér; á landi, sjó og í lofti.
Gylfi telur að hinna raun-
verulegu skýringa sé að leita
annars staðar.
Lítil framleiðni
— láglaunagreinar
— Þetta láglaunavandamál
hangir saman við verðmæta-
sköpun í fyrirtækjunum sem er
miklu lægri á hverja klukku-
stund hérlendis en í okkar
helstu viðskiptalöndum innan
OECD, segir Gylfi. Verð-
mætasköpunin er á bilinu 12
til 14 bandaríkjadalir á hverja
klukkustund hér samanborið
við 36 til 40 dali víða annars
staðar.
Gylfi bendir líka á að ís-
lenskt atvinnulíf eigi að sumu
leyti í erfiðri samkeppni þar
sem mikið er um ríkisstyrki í
meginatvinnugreinum okkar
erlendis og á það bæði við um
iðnaðinn og sjávarútveginn.
íslenskur sjávarútvegur keppir
við ríkisstyrktan útveg erlend-
is og íslenskur landbúnaður
Guðmundsson
við gífurlegar niðurgreiðslur
annarra ríkja. En Gylfi telur
meginástæðuna vera þá að
stoðir íslensks atvinnulífs séu
hefðbundnar láglaunagreinar á
heimsmælikvarða, vinnsla hrá-
efna til matvælaframleiðslu.
— Hér er mjög lítið um
sértækan málmiðnað, plastiðn-
að eða rafeindaiðnað. Þetta
eru allt hálaunagreinar. Við
framleiðum lítið af dýrum
neysluvörum eða sérhæfðum
iðnvarningi. Sé hagkerfi lagt á
ímyndaðan kvarða fram-
leiðsluferlis sem nær frá hrá-
efnisöflun til fullbúinnar vöru
til neytandans er íslenska hag-
I sjávarútvegi
hefur áherslan
verið lögð á að
moka sem
mestum afla í
gegn á sem
skemmstum
tíma. Myndin er
tekin á
kaifaveiðum.
kerfi mjög tengt hráefninu. Á
það hefur verið bent, meðal
annars í nýrri skýrslu sem
Vigdís Bogason hefur unnið,
að íslenskt hagkerfi hafi öll
einkenni þróunarlands hvað
þetta varðar.
Samkeppnisstaða Islend-
inga mótast því mjög af frum-
forsendum, svo sem hráefni og
launum, segir Gylfi.
Það er varla hægt að saka
atvinnurekendur um að raka til
sín gróðanum því hann hefur
ekki verið mikill. Þjóðartekjur
hafa verið háar þrátt fyrir þá
verðlitlu afurð sem við byggj-
um á því við eigum svo mikið
af henni. Hún krefst líka mik-
illar vinnu sem leiðir til mik-
illar atvinnuþátttöku hérlendis.
En meðan við erum sérhæfð í
láglaunagreinum á borð við
slíka hráefnisframleiðslu batn-
ar ekki samkeppnisstaða Is-
lendinga á heimsmarkaði.
Gylfi bendir einnig á að
þetta hafi í för með sér að
verðsveiflur á hráefnismarkaði
valdi gífurlegum hagsveiflum
í íslensku hagkerfi. Hann segir
að nánast ekkert geti stöðvað
slíkar hagstærðasveiflur og
bendir á áhrif heimsmarkaðs-
verðs á sykur og kaffi á efna-
hagslíf Kúbu og Brasilíu.
— Við ættum ekki að hlæja
að þeim, segir Gylfi.
Röng fjárfesting
í atvinnustefnu ASÍ er bent á
að þrátt fyrir þokkalegan hag-
vöxt hérlendis og batnandi
framleiðni hafi kaupmáttur
minnkað um 5% frá 1973.
Þetta er rakið til offjárfesting-
ar og rangra áherslna í at-
vinnuþróun. Um og upp úr
10
VINNAN - TÍMARIT ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS