Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.02.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 13.02.2021, Qupperneq 2
Lognið á undan bolludeginum Bakarar hjá Reyni bakara í Kópavogi undirbúa bolludaginn. Þeir munu baka tuttugu þúsund bollur í ár og segjast vera meðal fárra bakaría sem gera vatnsdeigið frá grunni, soðið upp á gamla mátann. Landsmenn er hvattir til að útbúa bolluvendina í ár í tveggja metra lengd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR TÓNLIST Könnun meðal norrænna kvikmyndatónskálda sýnir heldur dökka stöðu þeirra. Í könnuninni kemur fram að um helmingur aðspurðra tónskálda hefur verið beðinn um að gefa eftir hluta af höf- undarrétti sínum til framleiðslu- fyrirtækja og ríf lega þriðjungur hreinlega missti verkefnið þar sem fólkið sætti sig ekki við slíka skil- mála. Innkoma streymisveitna eins og Netflix hefur haft mikil áhrif á þetta samningsumhverfi. Fjallað verður um könnunina á Norrænu kvikmyndatónlistar- verðlaunahátíðinni sem fer fram í næstu viku en hún nefnist Harpa og hafa íslensk tónskáld verið einkar sigursæl á hátíðinni á undanförnum árum. Tónlistin í kvikmyndunum Kona fer í stríð, Undir trénu og Hrútum hefur unnið verðlaunin sem  voru sett á laggirnar árið 2009. STEF kom að mótun könnunar- innar og segir Guðrún Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs að þetta sé í fyrsta sinn sem svona könnun sé gerð. Hún veiti nýjar upplýsingar. „Við höfum orðið vitni að þess- ari þróun og STEF sendi sérstaka áskorun fyrir skömmu til Sam- bands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda um að gæta betur að rétt- indum tónhöfunda á framsali eða sölu til streymisveitna eins og Net- flix. Þetta er stórt hagsmunamál og hefur verið töluvert í umræðunni því það þarf að gæta betur að rétt- indum kvikmyndatónskálda,“ segir Guðrún. Streymisveiturnar, eins og Net- f lix, hafa verið að reyna að koma með ameríska starfshætti inn í Evrópu með það sem mætti kalla uppkaupssamningum. Þá kaupir streymisveitan öll réttindi myndar- innar og höfundur fær eingreiðslu í byrjun en síðan ekki söguna meir. „Það þýðir að sama hversu vel myndinni gengur og hversu mikið henni er streymt þá nýtur höf- undurinn ekki góðs af því. Fær bara þessa einu greiðslu í upphafi og þá er búið að aftengja árangur mynd- arinnar og laun,“ segir Guðrún. Hún bendir á að það séu ekki góðar fréttir að þriðjungur tón- skálda hafi misst verkefni fyrir það eitt að standa á sínum réttindum. „Það sem kemur þarna fram er svo- lítið sjokkerandi. Við höfum vitað að þetta sé vaxandi en þetta sýnir hversu algengt þetta er.“ Ráðstefnan í ár fer fram á netinu vegna aðstæðna en verðlaunin verða af hent á fimmtudag. Í ár er hljómsveitin Hugar tilnefnd af hálfu Íslands fyrir tónlist sína við heimildarmyndina The Vasulka Effect. Þeir Bergur Þórisson og Pétur Jónsson mynda Huga. „Í tengslum við verðlaunahátíðina er ráðstefna og boðið upp á spjall við höfunda og myndirnar jafnvel sýndar. Það verða fleiri fyrirlestrar í boði en um þessa könnun, eins og ýmsa þætti sem snúa að kvikmyndatónlist.“ benediktboas@frettabladid.is Streymisveitur vilja hirða verk tónskálda Helmingur tónskálda á Norðurlöndum hefur verið beðinn um að gefa eftir hluta af höfundarrétti til framleiðslufyrirtækja. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar. Þriðjungur hefur misst verkefni vegna höfnunar slíkra skilmála. Hildur Guðnadóttir tók við Emmy verðlaunum í fyrra, en það ár rakaði hún til sín öllum helstu verðlaunum fyrir kvikmyndatónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Við höfum vitað að þetta sé vaxandi en þetta sýnir hversu algengt þetta er. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmda- stjóri Stefs STJÓRNMÁL Guðmundi Inga Þór- oddssyni, formanni Afstöðu, verður ekki boðið sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Ástæðuna segir hann meinta óvissu um kjörgengi hans. „Ég skil afstöðu uppstillingar- nefndar þótt ég sé algerlega ósam- mála ályktun hennar um kjörgeng- ið,“ segir Guðmundur, sem losnaði við ökklaband í ágúst í fyrra eftir afplánun í fangelsi. Óflekkað mann- orð er skilyrði kjörgengis, en Guð- mundur segir lögin ekki skýr um lok afplánunar. Hugtökum um reynslu- lausn og reynslutíma sé ruglað saman en sjálfur lýkur Guðmundur reynslutíma eftir rúm tvö ár. Hann telur sig hafa lokið afplánun. „Það eru mikilvæg mannréttindi einstaklinga í lýðræðisríki að bjóða sig fram í kosningum. Takmarkanir á þeim rétti þurfa að vera málefna- legar, skýrar og afdráttarlausar,“ segir Guðmundur. Hann segist þó alveg halda ró sinni. „Ég ætla ekki að vera með neinn uppsteyt, eins og annað og virðulegra fólk í flokknum hefur leyft sér undanfarna daga, þótt þetta valdi mér auðvitað vonbrigðum,“ segir Guðmundur og telur betrunar- starf sitt hafa komið að miklu gagni að undanförnu. „Ég hef ekki upplifað svona andrúmsloft síðan ég losnaði af Hrauninu fyrir mörgum árum.“ Guðmundur naut töluverðrar hylli í skoðanakönnun meðal f lokks- manna fyrir skömmu og var einn þriggja karlmanna meðal tíu vin- sælustu frambjóðenda. Hann segist ekki hafa tekið ákvarðanir lengra fram í tímann en um mætingu á fund flokksfélagsins í Reykjavík eftir hádegi í dag, þar sem framboðslistar í Reykjavík verða bornir upp til sam- þykktar. – atv Guðmundur fær ekki sæti á lista Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu LEIT OG BJÖRGUN Pakistanska hernum hefur tekist að rekja síðustu GPS-stað setningu fjallgöngumann- anna Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og JP Mohr, sem eru týndir á K2. Pakistanski miðillinn ARY News greindi frá þessu í gær. Líkt og Fréttablaðið greindi frá nýtir leitarliðið ýmsa tækni við leit- ina að þremenningunum, sem ekk- ert hefur spurst til síðan 5. febrúar. Hitamyndavélar og herflugvélar eru meðal annars notaðar við leitina, en í umfjöllun ARY News kemur fram að gervihnattarmyndir frá Síle og Geimvísinda- og tækniskrifstofu Íslands, af K2-svæðinu, hafi verið nýttar til að kortleggja leitarsvæðið. Vitað sé nákvæmlega hvar GPS-sam- band þremenninganna rofnaði. Þegar hefur komið fram að yfir- völd í Pakistan hafa ákveðið að leitin að John Snorra og sam ferða mönnum hans muni halda áfram næstu 60 daga en búðir þeirra á K2 verða að teknar niður í dag. – aá Vitað hvar GPS- samband Johns Snorra rofnaði Leitað verður á K2 næstu sextíu daga að sögn pakistanska hersins. Undirbúningsstyrkir Styrkir til sýningaverkefna Útgáfu-, rannsóknastyrkir og aðrir styrkir M yn dl is ta rs jó ðu r Veittir verða styrkir allt að 3.000.000 kr. Umsóknafrestur er til miðnættis 18. febrúar 2021 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar- reglur ásamt leiðbeiningum má finna á vefsíðu myndlistarsjóðs myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í marsmánuði. Um er að ræða fyrri úthlutun úr sjóðnum árið 2021. Umsóknarfrestur í myndlistarsjóð rennur út 18. febrúar 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.