Fréttablaðið - 13.02.2021, Qupperneq 16
FÓTBOLTI Þrátt fyrir allar tilraunir
helstu af la knattspyrnuheimsins
virðist vera erfitt að stoppa netníð í
garð leikmanna. Á tæplega tveggja
vikna tímabili hefur enska knatt-
spyrnusambandið þrisvar þurft
að senda út yfirlýsingu þess efnis
að sambandið fordæmi netníð sem
leikmenn verða fyrir á samskipta-
miðlum. Margir af fremstu knatt-
spyrnumönnum heims hafa greint
frá kynþáttafordómum frá nafn-
lausum aðilum á samskiptamiðlum
undanfarnar vikur.
Þá hafa þjálfarar og leikmenn
komið Mike Dean til varnar und-
anfarna daga eftir að Dean og fjöl-
skyldu hans bárust líf látshótanir
eftir að hafa dæmt leik West Ham
og Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Slík mál hafa komið upp á Íslandi en
þá hafa skilaboðin komið erlendis
frá og yfirleitt tengst veðmálum.
Viðmælendur innan KSÍ sem Frétta-
blaðið ræddi við mundu ekki eftir
dæmi um að netníð í garð leik-
manns frá Íslendingi hefði ratað
inn á sitt borð.
„Ég man ekki eftir máli þar sem
athugasemdir á samskiptamiðlum
í garð leikmanns hafa verið tekin
fyrir. Ekki það sem kallast netníð
frá Íslendingi. Við vitum hins
vegar af samskiptum þar sem for-
ráðamenn og leikmenn félaga hafa
fengið reiðipistil utan úr heimi þar
sem háar fjárhæðir voru undir í veð-
málum,“ segir Haukur Hinriksson,
yfirlögfræðingur KSÍ, sem sér meðal
annars um aga- og kærumál fyrir
Knattspyrnusamband Íslands.
„Það hafa mál ratað inn á borð
aganefndar þar sem köll frá áhorf-
endum eða samskipti milli leik-
manna eru tekin fyrir. Þá er þetta
unnið út frá skýrslu dómarans en
þetta er sem betur fer sjaldgæft á
Íslandi. Ef komist er að niðurstöðu
um brot þá leiðir það yfirleitt til
refsingar í garð félags þess sem í hlut
á og/eða leikmannsins.“
Í öðrum málum eða atvikum sem
eiga sér stað utan kappleikja þá
segir Haukur að það sé takmarkað
hversu langt lögsaga KSÍ geti náð.
Sé um að ræða brot einstaklinga
sem ekki séu innan lögsögu KSÍ,
þá sé einfaldlega um að ræða lög-
reglumál.
„Þar kemur það inn að lögsaga
okkar hjá KSÍ nær aðeins ákveðið
langt, til leikmanna, þjálfara, for-
ráðamanna, starfsmanna og jafn-
vel stuðningsmanna félaganna. Ef
um er að ræða brot þessara ein-
staklinga á leikstað eða á annan
hátt í tengslum við kappleik, þá
geta félögin verið gerð ábyrg fyrir
brotum í þessum fáu málum sem
hafa komið upp. Sé um að ræða
brot sem ekki verður rakið til þess-
ara einstaklinga þá er eina úrræðið
að leita með málið til lögreglunnar.
Við höfum hvorki lögsögu né burði
til fylgja slíku máli eftir en þá
værum við komin fram hjá laga-
heimildum okkar. Við höfum ekki
lögsögu yfir einstaklingum úti í
samfélaginu sem hvorki starfa né
sinna öðrum hlutverkum í knatt-
spyrnuhreyfingunni og myndum
því í slíkum tilvikum beina gögn-
um til lögreglunnar.“
Hann segir ekkert eiginlegt reglu-
verk vera til staðar fyrir netníðsmál
sérstaklega innan KSÍ, en tók undir
að það gæti verið gott skref í ljósi
tíðinda af slíku netníði erlendis.
„Það þarf kannski að skýra betur
hvert skal leitað ef svona mál kemur
upp fyrir leikmönnum, þegar fólk
verður fyrir þessu. Það hefur komið
upp umræða um einhvers konar
leiðbeiningar fyrir samfélagsmiðla
og þar væri hægt að hafa leiðbein-
ingar um hvar væri hægt að til-
kynna slík brot. Það gæti verið skref
sem væri vert að skoða.“
Í aðdraganda leikja í stærstu
deildum álfunnar er iðulega leikin
auglýsing UEFA gegn kynþáttafor-
dómum þar sem skærustu stjörnur
knattspyrnuheimsins minna á að
knattspyrna sé leikur án fordóma.
Skilaboð auglýsingarinnar virðast
ekki rata út fyrir völlinn því for-
ráðamenn enska knattspyrnusam-
bandsins í samstarfi við félög lands-
ins sendu framkvæmdastjórum
Twitter og Facebook, tveimur af
stærstu samskiptamiðlum heims,
áminningu um stöðu mála í vik-
unni. Þrátt fyrir notagildi forritsins
fyrir félög og leikmenn sé þarna að
finna svæði þar sem einstaklingar
komist upp með að segja hvað sem
þeir vilja án afleiðinga. Yfirlýsingin
kom degi eftir að Instagram til-
kynnti hertar aðgerðir í garð þeirra
sem væru staðnir að kynþáttafor-
dómum gagnvart leikmönnum.
kristinnpall@frettabladid.is
Ekki til regluverk um netníð hjá KSÍ
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kallað eftir aðstoð samskiptamiðla við að stöðva netníð í garð leikmanna. KSÍ hefur ekki enn
þurft að taka á slíku máli og er fyrir vikið ekki með eiginlega aðgerðaáætlun ef slíkt mál kæmi inn á borð sambandsins.
Anthony Martial og Marcus Rashford hafa orðið fyrir netníði í formi kynþáttafordóma nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Við höfum ekki
lögsögu yfir ein-
staklingum úti í samfélag-
inu sem hvorki starfa né
sinna öðrum hlutverkum í
knattspyrnuhreyfingunni
og myndum því í slíkum
tilvikum beina gögnum til
lögreglunnar.
Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur
KSÍ
NBA LeBron James nær þeim merka
áfanga síðar á þessu ári að verða
sjötti íþróttamaðurinn í sögunni
sem nær að rjúfa milljarð talna
múrinn í tekjum. Með því kemst
LeBron í f lokk með knattspyrnu-
mönnunum Cristiano Ronaldo og
Lionel Messi, hnefaleikakappanum
Floyd Mayweather, kylfingnum
Tiger Woods og körfuboltamann-
inum Michael Jordan, en stór hluti
tekna Jordan kom eftir að leik-
mannaferlinum lauk.
Í samantekt sem Forbes tók
saman á dögunum kom fram að
LeBron þéni um 95,4 milljónir dala
á þessu ári, þar af 64 milljónir með
auglýsingasamningum, sem ýtir
honum yfir milljarð dollara þrösk-
uldinn síðar á þessu ári. LeBron á
tvö ár til viðbótar eftir af samningi
sínum við Los Angeles Lakers,
sem ætti að færa honum 85 millj-
ónir dala til viðbótar, en á þessu ári
þarf hann, líkt og aðrir leikmenn
deildarinnar, að gefa eftir tuttugu
prósent launa sinna vegna áhrifa
kórónaveirufaraldursins á tekju-
streymi félaganna í NBA-deildinni.
Tæp sjö ár eru síðan LeBron tjáði
sig fyrst um að hafa það að mark-
miði að verða milljarðamæringur í
samtali við GQ og nokkrum árum
síðar greindi einn helsti viðskiptafé-
lagi LeBrons, Maverick Carter, frá
áhuga körfuboltamannsins að eign-
ast einn daginn lið í NBA-deildinni.
Á þessum sjö árum sem liðin eru frá
ummælum körfuboltamannsins
um markmiðin að verða milljarða-
mæringur hefur LeBron verið tekju-
hæsti leikmaður deildarinnar öll sjö
árin.
Þar eiga veglegir auglýsingasamn-
ingar sinn þátt en fyrir sex árum
síðan samdi LeBron til lífstíðar við
íþróttavöruframleiðandann Nike
sem gæti fært honum allt að millj-
arð dollara. Þá er hann með samn-
inga við AT&T, Beats, Kia, Walmart
og nýlegan samning við Pepsi eftir
átján ára samstarf við Coca Cola.
Þá hefur LeBron verið duglegur í
fjárfestingum með góðum árangri
utan vallar. Hlutdeild hans í enska
knattspyrnuliðinu Liverpool hefur
margfaldast á stuttum tíma líkt og
hlutur hans í skyndibitakeðjunni
Blaze Pizza. – kpt
LeBron rífur milljarðamúrinn í ár
Það er ekkert að hægjast á LeBron á átjánda tímabilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT