Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 20
Ma rg rét Gna r r er eini Íslend-ingurinn sem komist hef ur á a t v i n n u -mannasamning í módelfitness og vann heimsmeist- aratitilinn í greininni árið 2013. En þó hún hafi verið heimsmeistari í að líta vel út, eins og hún sjálf orðar það, var sjálfið brotið. Hún glímdi við sjálfsniðurrif og óraun- hæfar væntingar sem mögnuðu upp átraskanir sem hún sjálf telur sig hafa byrjað að þróa með sér aðeins sex ára. „Ég held ég hafi verið farin að þróa með mér einhvers konar brenglað hugarfar í tengslum við líkamsmynd þegar ég var aðeins sex ára. Ég var óánægð með útlit mitt enda voru krakkar alltaf að stríða mér, aðallega strákar sem gerðu grín að mér fyrir að vera með rautt hár og freknur. Ég fór að biðja guð að dekkja hár mitt og taka burt freknurnar,“ segir Margrét sem seg- ist hafa verið mjög trúuð en þó hafi ekkert gerst í þessum efnum. „Þetta einkenndi mína skóla- göngu og þó ég hafi skipt um skóla í kringum 10 ára aldurinn var ég orðin virkilega brotin og í mikilli vörn gagnvart krökkunum.“ Hvað er að sjá þig stelpa! Margrét segir kynþroskaskeiðið hafa reynst erfitt enda hafi hún þá bætt á sig eins og f leiri. „Ég þyngd- ist upp í einhver 70 kíló sem þá var talið yfir kjörþyngd,“ segir hún og hlær. Hæðarmæling og vigtun sem fram fór hjá skólahjúkrunar- fræðingi í kringum 14 ára aldurinn er henni sérlega minnisstæð enda voru nokkrar stelpur þar mældar saman í hóp. „Þegar ég steig á vigt- ina sagði hjúkrunarfræðingurinn: „Hvað er að sjá þig stelpa – veistu ekki að þú ert yfir kjörþyngd?““ útskýrir Margrét og segir hinar stelpurnar þá hafa flissað. „Ég skammaðist mín gríðarlega eftir þetta og hætti eiginlega að mæta í skólann. Ég hafði æft list- dans á skautum af metnaði og þó mér þætti gaman fannst mér ég ekki eins góð og hinar stelpurnar, fannst ég ekki verðug þess að vera í kringum þær. Svo uppgötvaði ég taekwondo þar sem ég fann mig algjörlega. Varnarveggir mínir hrundu strax á fyrstu æfingu enda snýst íþróttin mikið um gagn- kvæma virðingu og þar var enginn vondur við mig.“ Margrét sýndi strax mikla hæfi- leika í taekwondo og fékk að æfa með bæði byrjenda- og framhalds- hóp. „Ég æfði þrisvar í viku í fjórar til fimm klukkustundir í senn. Svo bauðst mér að æfa líka hjá félagi í Hafnarfirði. Þar var sama sagan, ég æfði með öllum flokkum og var þar aðra þrjá daga vikunnar. Ef ég svo átti ekki fyrir strætó fór ég úr Austurbænum til Hafnarfjarðar á línuskautum í öllum veðrum.“ Margrét viðurkennir að þarna hafi strax verið komin hættumerki, hún hafi verið að æfa allt of mikið og haft lítinn tíma til að nærast. „Ég var samt ekkert að spá í að grennast þarna á þessum tíma, mér bara leið svo vel á æfingum. En skyndilega fór fólk að taka eftir því að ég hefði grennst og hrósa mér fyrir það. Mér fannst það æðislegt enda mundi ég ekki eftir því að neinn hafi hrósað útliti mínu frá því ég var barn. Það var svo auðvelt fyrir mig að borða lítið sem ekkert enda svo upptekin og ég fór að tengja þetta saman, að borða lítið, æfa mikið og líta svona vel út. Ef ég gat komist í gegnum heilan dag án þess að borða fannst mér það sigur,“ segir Margrét, sem náði því markmiði oft og náði að fela sveltið fyrir sínum nánustu með því að vera mikið fjarverandi vegna æfinga. „Eftir svona eitt og hálft ár af þessu var ég orðin hættulega grönn og nánast hætt að geta æft vegna orkuleysis. Þarna var ég orðin hrædd Svo á einni æfingunni kastaði ég upp og það leið yfir mig inni á kló- setti. Þarna var ég orðin hrædd og sagði þjálfaranum að ég héldi að þetta væri orðið vandamál.“ Þá fór ferli í gang og rætt var við foreldra Margrétar og hún send á fund sálfræðings. „Ég var samt ekki tilbúin til að ná bata því ég óttaðist það enn að þyngjast.“ Næstu árin einkenndust af sveiflum þar sem Margrét reyndi að ná bata þegar hún fann að hún var farin að veikjast en um leið og hún þyngdist kom upp ótti og átrösk- unin lét aftur á sér kræla. „Ég var með lystarstol sem er hættulegasta átröskunin en á meðal átröskunarsjúklinga er hæsta dánartíðni allra þeirra sem þjást af geðsjúkdómum. Ég var farin að finna fyrir hjartsláttartruf lunum og missti stundum andann vegna þeirra og það hræddi mig. Ég vissi að hjartastopp væri raunveruleg hætta.“ Það var eftir afmæli í fjölskyld- unni sem Margrét, þá 22 ára, áttaði sig á hversu alvarlegur vandinn var og tók skrefin sem þurfti til að ná bata frá lystarstoli. „Ég var mjög veik á þessum tíma en ákvað að mæta í afmæli hjá litla bróður mínum. Þegar ég mætti sá ég ótt- ann í augum fjölskyldunnar og heyrði eftir á að yngri systir mín hefði hreinlega brotnað saman af áhyggjum. Þetta varð mér hvatning til að reyna allt til að ná bata enda vildi ég vera henni fyrirmynd. Ég fór að mæta í ræktina, styrkja og byggja upp vöðvamassa án þess að vera að gera það fyrir útlitið.“ Margrét hafði aldrei áður verið í ræktinni en þar vöktu stelpur sem voru að undirbúa sig fyrir módel fit- ness keppni athygli hennar. „Mér fannst þær líta út fyrir að vera heilbrigðar. Þær voru stæltar og ég vissi að ég ætti auðvelt með að bæta á mig vöðvamassa, sem ég hafði aldrei fílað á meðan ég var veik. Mér datt í hug að ég gæti prófað þetta og það gæti hjálpað mér að halda mér í bata.“ Það kom f ljótt í ljós að þetta lá vel fyrir Margréti sem þyngdist hratt. „Þá fór fólk líka að hrósa mér og spyrja mig hvernig ég hafi náð að byggja upp vöðvamassa svona hratt og svo framvegis. Margrét ákvað að prófa að keppa í módelfit- ness og réði sér þjálfara, þar fann hún sig f ljótt og lenti í þriðja sæti á sínu fyrsta móti. „Dómararnir vildu ekki að keppendur væru of lágir í fituprósentu og ekki sjá í æðar. Þeir vildu sjá heilbrigt, íþróttalegt og kvenlegt útlit. Þráhyggjan að verða best í heimi Árið 2013 keppti Margrét í annað sinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að hafa verið í seinasta sæti árið á undan dreymdi Margréti um að komast í topp fimmtán en gerði mun betur og sigraði mótið. Yfir hana rigndi hamingjuóskum og hvatning um að gera enn betur. „Það voru allir að segja mér að ég gæti unnið Ms. Olympia sem er stærsta mót heims í módelfitness.“ Hélt hún gæti ekki eignast börn Líkaminn sem Margrét Gnarr refsaði áður, svelti og beitti óbærilegu álagi gaf henni soninn Elías Dag, sem hún telur jafnvel kraftaverk, enda hafði líkaminn lengi ekki starfað sem skyldi og hún hélt barneignir útilokaðar. Margrét Gnarr segist að einhverju leyti hafa þurft að syrgja gömlu Möggu, hún sé ekki lengur hún. Nú segist hún þó vita betur hver hún í raun er og nú sé hún til staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ÞEGAR ÉG MÆTTI SÁ ÉG ÓTTANN Í AUGUM FJÖL- SKYLDUNNAR OG HEYRÐI EFTIR Á AÐ YNGRI SYSTIR MÍN HEFÐI HREINLEGA BROTNAÐ SAMAN AF ÁHYGGJUM. 1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.