Fréttablaðið - 13.02.2021, Qupperneq 28
heima við sé kannski bara frekar
málið,“ segir Halla Bára og bendir
á að fólk sé farið að gefa heimilinu
dýrmætan tíma og endurhugsa
hlutina. Þannig átti það sig betur á
hvað megi losa sig við, hvað skipti
máli og hverju gæti verið gaman og
gott að bæta við og breyta.
„Flestir hafa fundið fyrir miklu
dýpri tengslum við heimilið sitt.
Virkilega áttað sig á því að það
er sá staður sem skiptir máli, þar
sem við erum við sjálf, f innum
fyrir öryggi og hefur haldið utan
um okkur. Heimilið nánast greip
fólk sem fannst það í lausu lofti við
þessar miklu breytingar sem allir
hafa upplifað á einu ári. Það varð að
virkilegu heimili en ekki bara íveru-
stað margra sem alltaf voru á ferð og
f lugi og stöldruðu lítið við. Margir
hafa aldrei verið jafnmikið heima
hjá sér og undanfarna mánuði og
það er full ástæða til að gera ráð
fyrir að umgjörð um heimilið muni
hafa tekið varanlegum breytingum
hjá flestum.“
Nostalgía fram undan
Halla Bára vill meina að flest heimili
muni koma breytt út úr heimsfar-
aldri enda sæki fólk frekar í einfald-
leika þegar óvissa steðji að.
„Ætli ákveðin nostalgía einkenni
ekki komandi árstíðir, strauma og
stefnur. Það er sótt í það sem við
þekkjum og við vitum að hefur stað-
ist tímans tönn,“ segir Halla Bára
og bendir á setningu sem innihaldi
mikinn sannleika: „Það þarf ekki
alltaf að finna upp á einhverju nýju,
það þarf miklu frekar að sýna kjark
og framsýni í að nota það besta úr
gömlum hugmyndum.“
Hún segir fólk nú sækja í mýkt og
hlýju, náttúruleg efni, vandaðan
textíl, allt sem gott er að snerta og
vefja um sig, þægilega lýsingu og
húsgögn sem fara vel með okkur.
„Margir hafa farið vel í gegnum
dótið sitt, áttað sig á því hvað skiptir
máli, hvað segir sögu og felur í sér
minningar.“
Halla Bára segir að, að hennar
mati hafi tískustraumar, „trend“,
verið háværir síðustu ár en þó megi
ekki vanmeta mátt þess sem við
köllum tísku.
„Tískan er tíðarandinn, hún er
drifkraftur, en á aldrei að leiða útlit
og yfirbragð í innanhússhönnun og
arkitektúr. Tískan veitir innblástur
en það góða er að hún ætti líka að
fá fólk til að hugsa um hvað það á,
hvað það elskar af sínu dóti, hvað
er skemmtilegt að gera í kringum
sig og hvernig tískan má spila þarna
inn með. En þá skulum við líka
spyrja okkur hvort það sem okkur
langar í geri eitthvað fyrir heimil-
ið, fyrir okkur, mun það endast og
eldast vel inni í okkar umgjörð. Eða
eins og Terence Conran, stofnandi
Habitat hafði svo staðfasta trú á,
að ef við umvefjum okkur hlutum
sem skipta okkur máli, þá sé það
ákveðin útgáfa af sköpunargáfu
sem skili sér út í umhverfið og
margir hagnist á.“
Jarðtengdir litir
Halla Bára er rög við að spá fyrir um
tískustrauma í innanhússhönnun
fyrir árið 2021 og vill frekar að
fólk fylgi eigin sannfæringu í þeim
efnum.
„Það má samt ekki gerast að ef þú
virkilega elskar bleikt, ætlar að gera
upp baðherbergið þitt og langar að
hafa það bleikt, að þú hættir við að
gera það bleikt af því að bleikt er
búið að vera vinsælt! Það má alls
ekki stoppa fólk en ég heyri slíkt
allt of oft.“
Hún segir marga tengja liti við
tískustrauma en þeir séu mjög jarð-
tengdir um þessar mundir. „Það er
sérstaklega vegna þess hve náttúran
og mikilvægi hennar spilar stóran
þátt í lífi fólks nú um stundir.“
Hún segir þá liti sem nú einkenni
litakortin séu svolítið í anda átt-
unda áratugarins. „Litir sem ekkert
endilega hafa verið vinsælir síðustu
ár en fólk kann að meta í dag. En ég
ítreka það sem ég hef nefnt, að ef
þú hefur málað alla íbúðina þína í
gráum tóni, og þér finnst allir segja
að grátt sé ekki lengur í tísku og þú
finnur ekki litinn á litaspjaldi, þá
máttu samt vera ánægður með gráa
litinn sem þú valdir og standa með
þínu vali.“
Mjúkar línur og mörg lög
Þægindi og vellíðan munu hafa
betur gagnvart húsgögnum og hlut-
um sem ekki sinna sínu hlutverki
að mati Höllu Báru. „Umhverfisvit-
und er lykilatriði, minni úrgangur
og það sem frá fellur. Hlutir skulu
eldast vel og endast vel. Nostalgía
í litum og litasamsetningum.
Náttúran f læðir inn. Geymslu-
pláss hefur forgang. Pláss notað til
hins ítrasta. Leitað í heiðarlega og
sanna umgjörð fyrir heimilið sem
lýsir fólkinu sem þar býr. Áhugi á
gömlum hlutum og notuðum og að
dót öðlist nýtt líf. Hlutir skulu hafa
margþætt gildi og meira notagildi
en hefur tíðkast,“ segir hún og spáir
því jafnframt að vandað handverk
og hönnun styrkist í sessi.
Halla Bára talar um mýkri línur,
mýkri efni og f leiri lög. „Eitt lag er
kannski gólfefni, svo kemur motta,
sófi, púðar, teppi, gardínur og fleira.
Lagskipting er að miklu leyti tengd
textíl og áferð og að bæta í þann
hluta heimilisins. Það er einmitt
textíll og áferðir sem kalla fram
hlýju sem fólk sækist eftir.“
Fólk gefur sér tíma til að bæta
Mikið hefur verið fjallað um að fólk
sé að taka til hendinni heima fyrir
í þeim samkomutakmörkunum
sem eru við lýði og segist Halla Bára
vissulega hafa tekið eftir stækkandi
röð í Sorpu með fulla bíla og kerrur
af dóti sem til fellur á heimilum
landsmanna.
„Mér finnst alltaf gott og gilt að
fólk sé að taka til í kringum sig og
einfalda líf sitt. Margt af þessu sem
fólk er að henda er auðvitað týpískt
drasl og dót en það er líka margt
sem er það alls ekki. Ég veit að fólk
hefur þurft að fleygja húsgögnum í
stað þess að koma þeim í nytjagám
en það hefur þá viljað gefa þau í
stað þess að henda í ruslið. Starfs-
menn Sorpu bentu á í þessu tilfelli
að það vildi enginn svona og því
skyldi mublunni f leygt. Þannig að
það er ljóst að mikið hefur verið af
gömlu og svo líka alls ekki gömlu
dóti í Sorpu. Þetta þýðir samt alls
ekki að allir séu að kaupa sér nýtt,
bara frekar að losa geymsluna og
skúrinn,“ segir Halla Bára en vill
þó meina að endurnýting sé komin
sterkt inn í huga fólks.
„Það sem hins vegar er áberandi
er að fólk er virkilega að breyta og
bæta heima við. Allt frá því að gera
eldhúsið sitt upp frá grunni í það að
mála og færa til. Fólk er ekki vant
því að eyða svona miklum tíma
heima og við það hefur það gefið
gaum ýmsum hlutum sem það velti
kannski ekki svo mikið fyrir sér
áður, hvað þá lét þá angra sig. Og þar
sem fólk er miklu meira heima, þá
gefur það sér líka tímann sem þarf
til að breyta og bæta og gera það
af alúð og ástríðu. Heimilið á það
aldeilis skilið eftir að hafa sannað
gildi sitt síðustu mánuði,“ segir hún
að lokum.
Halla Bára segir fólk nú sækja í mýkt, náttúruleg efni og húsgögn sem fara vel með okkur. MYND/HOUSE DOCTOR
Hlýjan er framkölluð á ýmsan hátt.
Náttúran spilar stórt hlutverk.
Þægindi og
vellíðan skipta
jafnvel enn
meira máli en
áður og nefnir
Halla Bára
mýkri línur,
mýkri efni og
fleiri lög. MYND/
HOUSE DOCTOR
FLESTIR HAFA ÞURFT AÐ
HUGSA FYRIR ÞVÍ AÐ FÁ
SEM MEST ÚT ÚR HEIMILI
SÍNU OG UMHVERFI ÞESS
OG ÞÆR ÞARFIR SEM HEIM-
ILIÐ ALMENNT SINNIR
HAFA MARGFALDAST Í UM-
FANGI.
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð