Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 34
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Við erum með gott úrval af fjalla­ skíðum og síðustu ár höfum við líka lagt mikla áherslu á að bjóða gott úrval af göngu­ skíðum, bæði brauta­ skíðum og stálkanta­ eða ferðaskíðum. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT Skíðadeild Útilífs var nýlega færð í Smáralindina. Þar er frábært úrval af vönduðum vörum fyrir skíða- og snjóbretta- iðkun og sérstök áhersla lögð á gott úrval af gönguskíðum. Reynt starfsfólk getur aðstoðað fólk við að finna vörurnar sem henta og það er 20% afsláttur ef fólk kaupir pakka með skóm, bindingum og skíðum eða bretti. Einnig er hægt að fá viðgerðir fyrir allan búnað. „Við höfum verið með þessa deild lengi. Hún var áður í Glæsibæ og þetta er elsta skíðadeild í Reykjavík, svo hún byggir á göml- um grunni og hér er mikil reynsla, en við erum samanlagt með yfir 40 ára reynslu af sölu skíðabúnaðar,“ segir Örn Hjálmarsson, starfs- maður skíða- og útivistardeildar Útilífs. „Við vorum mjög stórir í Glæsibæ en það hefur gengið mjög vel að koma upp skíðadeild hérna á nýjum stað í Smáralindinni.“ Vita hvað hentar á Íslandi „Við bjóðum upp á þekkt merki sem eru Rossignol skíði og skíða- skór, Blizzard skíði, Tecnica fjallaskíðaskór og Nordica skíða- skór. Við erum líka með úrval af skíðafötum frá The North Face og Rossignol. Það er mikill stöðug- leiki í úrvalinu hjá okkur, því við þykjumst vita hvað þarf og hvað hentar best fyrir íslenskar aðstæð- ur,“ segir Örn. „Við erum með gott úrval af fjallaskíðum og síðustu ár höfum við líka lagt mikla áherslu á að bjóða gott úrval af göngu- skíðum, bæði brautaskíðum og stálkanta- eða ferðaskíðum. „Við seljum líka snjóbretti frá Rossignol, Drake og North Wave. Þau eru yfirleitt vinsælli en skíðin hjá yngri kynslóðinni,“ segir Gauti Sigurpálsson, vörustjóri skíða- og útivistardeildar. „Við bjóðum upp á pakka- afslætti fyrir bæði bretti og göngu- skíði, þannig að ef fólk kaupir skó, bindingar og skíði eða bretti er alltaf 20% afsláttur,“ segir Örn. Viðgerðir í boði „Við erum einnig með verkstæði til að sinna viðgerðum og í mörg ár var þetta eina starfandi skíða- verkstæðið. Við getum sinnt viðgerðum á bæði skíðum og snjó- brettum og gerum við kantana, vöxum og gerum þetta eins og nýtt,“ segir Örn. „Þetta hefur verið mjög vinsæl þjónusta hjá okkur og það er hægt að koma með búnað til viðgerðar hjá okkur þó að hann hafi ekki verið keyptur hér.“ Gönguskíði aldrei vinsælli „Gönguskíði eru orðin miklu vin- sælli en þau voru fyrir 3–4 árum. Það hefur orðið sprenging í vin- sældum þeirra,“ segir Gauti. „Það er svakaleg gönguskíðavakning hjá landanum og við höfum aldrei selt eins mikið.“ „Það er meira úrval og fólk hefur meiri þekkingu, þannig að það veit betur hvað það vill, enda hafa margir farið á námskeið,“ segir Örn. „Það er meiri klassi yfir þessu, fólk er að gera þetta betur og það er betur staðið að öllu varðandi þetta en áður. Við erum að verða eins og Norð- menn, allir á gönguskíðum. Maður hefði aldrei trúað að þetta myndi vaxa svona mikið svona hratt, áhuginn er ótrúlegur,“ segir Örn. „En það eru margir orðnir leiðir á göngutúrum og það er búið að vera lokað í ræktinni.“ „Ég held líka að þessi áhugi sé kominn til að vera,“ segir Gauti. „Það eru margir komnir á bragðið núna sem höfðu ekki prófað þetta áður og það er hægara sagt en gert að hætta þegar fólk er byrjað í svona skemmtilegri hreyfingu.“ Skinnskíði eru vinsælust „Stærsti kúnnahópurinn okkar eru konur sem eru saman í hlaupahópum sem stunda útivist og margs konar hreyfingu og taka þátt í verkefnum eins og t.d. Landvættum. Það er mikið um 10–20 manna hópa að gera þetta saman og þær fara jafnvel saman á námskeið úti á landi,“ segir Gauti. „Karlar eru líka duglegir í þessu, en hóparnir eru yfirleitt minni. Gönguskíði eru málið í dag og sportið fer ört stækkandi,“ segir Gauti. „Það allra vinsælasta núna eru brautaskíði með skinni, svo- kölluð skinnskíði. Þau eru léttari og hljóðlátari og það er auðveldara að skíða á þeim. Áður voru mest seldu gönguskíðin riffluð fyrir grip en núna er komið skinn í staðinn, sem hentar fleiri aðstæðum. Svo hefur fjallaskíðahlutinn líka stækkað mjög mikið síðasta árið, síðan veiran kom og skíðalyftum var lokað,“ segir Gauti. „Þá fór fólk að kaupa sér fjallaskíðabúnað til að geta haft frelsi til að skíða hvar sem er.“ Skíða- og útivistardeild Útilífs er að finna í versluninni í Smáralind. Hægt er að skoða úrvalið á heima- síðunni: www.utilif.is. Örn og Gauti segja að vin- sælustu göngu- skíðin núna séu brautaskíði með skinni, svokölluð skinnskíði. Þau eru léttari og hljóðlátari, það er auðveldara að skíða á þeim og þau henta fleiri aðstæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGURARI Það hefur orðið mikil sprenging í vinsældum gönguskíða á síðustu árum og heimsfaraldurinn ýtti enn frekar undir vinsældir þeirra. MYND/AÐSEND Pakkar með skóm, bindingum og skíðum eða bretti eru á 20% afslætti. Stærsti kúnnahópurinn eru konur sem eru saman í hlaupahópum. Eftir að heimsfaraldurinn hófst hafa margir keypt fjallaskíðabúnað til að hafa frelsi til að skíða hvar sem er. Skíðadeild Útilífs er elsta skíðadeild í Reykjavík, svo þar er mikil reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.