Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 36
 Ég reyni að kom- ast eins oft og mögulegt er yfir vetrar- mánuðina og fer síðan enn meira á sumrin Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Aron Frank Leópoldsson er einn þeirra sem hefur ein-staka ánægju af því að fara í jeppaferðir á fjöll yfir vetrar- tímann. Hann er með tvo jeppa sem hann notar í slíkar ferðir, Ford F-350 46“ og Nissan Navara 38“. Jepparnir eru sérútbúnir til að aka í snjó og eru á stórum og breiðum dekkjum auk læsingar og annarra sérvaldra aukahluta. Aron segist hafa verið um það bil fimmtán ára þegar áhugi hans á sportinu vaknaði. „Ég fékk að fara í ferð á Langjökul á jeppa með frænda mínum. Það dugði til þess að ég varð alveg húkkt,“ eins og hann segir. „Mér finnst alveg meiri háttar skemmtilegt að njóta þess að ferðast um náttúru Íslands með góðu fólki og á skemmtilegum farartækjum. Ég reyni að komast eins oft og mögulegt er yfir vetrar- mánuðina og fer síðan enn meira á sumrin,“ segir hann. Þegar Aron er spurður hvort hann hafi lent í einhverjum ævin- týrum á fjöllum, svarar hann játandi en bætir við að ekkert hafi þó verið alvarlegt. „Það fylgir svona ferðum að lenda í ævintýr- um. Ég ákvað að vera yfir áramótin 2019–2020 í skála við Landmanna- helli. Þá rigndi svo svakalega að svæðið fór allt í kaf, vatnið var um þriggja metra djúpt svo við urðum að lengja dvöl okkar á svæðinu enda allt orðið ófært. Þetta fór þó vel,“ segir hann. Aron segir að það sé ólíkt að ferðast um íslenska náttúru að vetri eða sumri. Það er alveg ein- stakt að aka um í tveggja metra snjó á fjöllum, jafnvel á svæðum sem maður gæti aldrei ekið að sumarlagi. Maður nýtur svo sannarlega útsýnisins á þessum árstíma sem er einstakt. Ég dvel oft mikið í skála í Landmanna- helli á sumrin sem mér finnst stórkostlegt. Við erum hópur sem ferðumst mikið saman en ég er einnig í Ferðaklúbbnum 4x4 en þeir standa reglulega fyrir skipu- lögðum ferðum yfir veturinn.“ Aron segir að jeppaferðir á veturna séu ekki hættulegar en engu að síður þurfi menn að hafa varann á, vera í góðum fatnaði, vera með góðan fjarskiptabúnað og í rauninni að búa sig alltaf undir það versta. Þegar hann er spurður um uppá- haldsstaðinn, svarar hann: „Það er frekar erfitt að svara þessari spurningu en ég er mikið á Fjalla- baki og þá helst inni í Landmanna- helli og á svæðinu þar í kring. Þar líður mér eiginlega alltaf best,“ segir Aron, sem er búinn að fara nokkrar ferðir í vetur. Landmannahellir er áfangastað- ur á Landmannaafrétti. Staðurinn dregur nafn sitt af helli sem þarna er og var nýttur um aldir fyrir bæði menn og hross. Margt athyglis- verðra staða er í nágrenninu, t.d. Hekla, Valagjá, Landmannalaugar og íshellar í Reykjadölum svo eitthvað sé nefnt. Vinsælt skála- svæði er við Landmannahelli og margir gönguhópar koma þar við á sumrin. Þekkt gönguleið, Hellis- mannaleið, liggur um svæðið. Jeppaævintýri á fjöllum Jeppaferð upp um fjöll og firnindi að vetri til er stórkostlegt ævintýri þar sem ferðamönnum gefst kostur á að njóta stórfenglegs útsýnis og ógleymanlegrar lífsreynslu á fáförnum slóðum. Aron Frank við Landmannahelli sæll á svip enda eru jeppaferðir á fjalli hans helsta áhugamál. Hér er hann við Nissan sem er sérútbúinn fyrir snjó. Góð aðstaða er við Land- mannahelli og þar eru nokkrir góðir skálar. Bíllinn tekur sig vel út á fjöllum með breiðum dekkjum. MYNDIR/AÐSENDAR 4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U RVETRARSPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.