Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 38
Efling stéttarfélag auglýsir eftir sviðsstjóra þjónustusviðs. Á þjónustusviði starfa um 20
starfsmenn sem annast afgreiðslu umsókna í sjúkrasjóð, fræðslusjóð og orlofssjóð auk
þess að taka við almennum erindum félagsmanna. Sviðsstjóri þjónustusviðs hefur einnig
yfirumsjón með móttökufulltrúum, VIRK ráðgjöfum og starfsstöð Eflingar í Hveragerði.
SVIÐSSTJÓRI ÞJÓNUSTUSVIÐS
Helstu verkefni
• Yfirumsjón með þjónustu við félagsmenn
Eflingar
• Umbótavinna og eftirfylgni með gæðum
þjónustu Eflingar
• Yfirumsjón og skipulagning á starfsemi
og verklagi innan sviðsins
• Gerð þjónustustefnu og innleiðing hennar
• Utanumhald og þróun á
upplýsingatæknikerfum
• Önnur verkefni í samstarfi við starfsfólk
á sviðinu og aðra stjórnendur
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
• Reynsla af þjónustustjórnun og
breytingastjórnun æskileg
• Rík samskipta- og skipulagshæfni
• Drifkraftur og umbótahugsun
• Góð almenn tölvufærni
• Góð tök á íslensku og ensku í töluðu og rituðu
máli
Efling stéttarfélag er vinnustaður þar sem
lögð er áhersla á þjónustu við félagsmenn,
fagmennsku og metnað í starfi, gagnkvæma
virðingu, menningarlæsi og fordómalaus
samskipti. Efling býður upp á vinnuumhverfi
sem stuðlar að velferð starfsmanna,
heilbrigðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs,
jafnrétti og umbótahugsun. Á skrifstofu
Eflingar starfa um 60 manns og eru
starfsstöðvar í Reykjavík og Hveragerði.
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug
Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur
Við leitum að kröftugum aðila til að stýra málningardeild og ljósa- og rafmagnsdeild
BAUHAUS. Deildarstjóri ber meðal annars ábyrgð á mannaráðningum, pöntunum og
fylgist með nýjungum á markaði. Um fjölbreytt og spennandi starf er að ræða í öruggu
umhverfi.
DEILDARSTJÓRI MÁLNINGAR-,
LJÓSA- OG RAFMAGNSDEILDAR
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á öllu því sem viðkemur deildunum
• Umsjón með framtíðarvöruvali og þjónustu
• Virk þátttaka í að veita framúrskarandi
ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina
• Umsjón með starfsmannahaldi, ráðningum,
starfslokaviðtölum og þjálfun starfsmanna
• Tryggja gott upplýsingaflæði til starfsfólks
og viðskiptavina
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
• Reynsla af sambærilegu starfi
• Iðnmenntun og/eða reynsla af málningarvinnu
er mikill kostur
• Hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
• Sjálfstæð vinnubrögð, skipulag og frumkvæði
• Góð almenn tölvuþekking
• Gott vald á íslensku og ensku
BAUHAUS er vaxandi fyrirtæki í verslun
og þjónustu á Íslandi og leggur sig
fram við að skapa gott umhverfi fyrir
starfsfólkið. Markmið BAUHAUS er að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval,
faglega þekkingu og góða þjónustu. Í 22.000
m2 vöruhúsi í Reykjavík býður BAUHAUS
upp á margskonar þjónustu undir einu þaki.
Umsóknum fylgi starfsferilskrá. Umsóknir
óskast fylltar út á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefanía
Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is
2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R