Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 48

Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 48
kopavogur.is Sálfræðingur óskast við skólaþjónustu leikskóla Kópavogsbær óskar eftir að ráða sálfræðing í 50% stöðu við leikskóla bæjarins. Helstu verkefni: · Sálfræðilegar athuganir og greiningar vegna sérþarfa barna. · Ráðgjöf við foreldra og starfsmenn leikskóla. · Virk þátttaka í stefnumótun um málefni barna með sérþarfir í leikskólum. · Þverfaglegt starf og teymisvinna með leikskólum bæjarins. Menntunar- og hæfniskröfur: · Löggiltur sálfræðingur á Íslandi. · Þekking á þroska og þroskafrávikum barna. · Reynsla af sálfræðilegri greiningu og ráðgjöf vegna barna. · Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. · Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2021. Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2021 eða eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Kópavogsbæjar undir auglýst störf. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsjónar- og eftirlitsmaður á Austursvæði Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Vegagerðin auglýsir eftir umsjónar- og eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi á Austursvæði. Um er að ræða fullt starf á svæðisskrifstofunni á Reyðarfirði. Menntunar- og hæfniskröfur → Verk- eða tæknifræðimenntun er kostur → Reynsla af ámóta störfum er kostur → Reynsla af umsjónar- og eftirlitsverkefnum er kostur → Góð hæfni í mannlegum samskiptum → Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu → Frumkvæði og faglegur metnaður → Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi → Góð tölvukunnátta → Góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2021. Starfssvið → Við erum að leita eftir umsjónar- og eftirlitsmanni sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni. → Umsjón- og eftirlit með framkvæmda- og viðhaldsverkefnum. → Áætlanagerð, tæknilegur undirbúningur og eftirfylgni með framkvæmdum. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Austursvæðis, í síma 522 1000 og tölvupósti, netfang svs@ vegagerdin.is. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.