Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 50

Fréttablaðið - 13.02.2021, Page 50
Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd mál. Hjá PFS starfa 30 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, við- skiptalegra og lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar. Helstu verkefni og ábyrgð • Fulltrúi í rekstrardeild kemur að flestum verkefnum sem snúa að daglegum rekstri stoð- þjónustu, s.s. reikningagerð, áætlanagerð, uppgjöri, starfsmannahaldi og öðru því sem þarf að sinna í rekstrardeild. • Hlutverk fulltrúa er að hafa umsjón og eftirlit með útsendingu álagningarseðla vegna gjalda hjá PFS. Einnig að hafa umsjón með bókun reikninga, innkaupakortum, gerð ferðapantana og greiðslu dagpeninga. Daglegur rekstur skrifstofu og umsjón með grænu bókhaldi er einnig á ábyrgðarsviði fulltrúa. Fulltrúi sér ásamt öðrum starfsmönnum Rd um afgreiðslu og þjónustu við ytri og innri viðskipta- vini PFS. • Leitað er að ábyrgum aðila sem býr yfir jákvæðu viðmóti og sveigjanleika og getur unnið sjálf- stætt. Starfshlutfall er 50% og samið verður um sveigjanlegan vinnutíma eftir álagi á vinnustað og þörfum starfsmanns. Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði viðskiptafræði • Stúdentspróf af viðskiptabraut, eða annað sérhæft nám sem nýtist í starfi og haldgóð reynsla af skyldum störfum gæti verið metið í staðinn. • Góð almenn tölvukunnátta (m.a. Excel, Word, Outlook) • Reynsla af eða skilningur á færslu bókhalds • Reynsla af notkun Oracle fjárhagskerfi ríkisins er kostur • Góð íslensku- og enskukunnátta • Nákvæmni og vandvirkni • Áreiðanleiki og heiðarleiki og sveigjanleiki • Sjálfstæði, samstarfshæfni og jákvæðni Fulltrúi í rekstrardeild Póst- og fjarskiptastofnun leitar að nýjum liðsmanni í rekstrardeild, en starf fulltrúa er laust til umsóknar. Starfshlutfall er áætlað 50% og vinnutími getur verið sveigjanlegur. Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, vinnu við bókhaldskerfi, aðstoð við áætlanagerð, þjónustu við innri og ytri viðskiptavini og fleira sem fylgir starfsemi rekstrardeildar. Meginverkefni rekstrardeildar eru; Fjármál, rekstur og skrifstofuhald, mannauður, gæðamál og gæðaferlar, kynningarmál og almannatengsl, upplýsingatækni, upplýsingakerfi og innra öryggi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. PFS hvetur alla sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um laus störf, óháð kyni. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar nk. Umsjón með starfinu hefur Hrefna Ingólfsdóttir, forstöðumaður rekstrardeildar. Netfang hrefna@pfs.is Umsóknir óskast fylltar út á Starfatorgi. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Póst- og fjarskiptastofnun lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. SUMAR STÖRF Reykjavíkurborg leitar að öflugu og jákvæðu fólki í fjölbreytt og skemmtileg afleysinga- og sumarstörf. Hægt er að sækja um margskonar störf sem snerta daglegt líf borgarbúa með ýmsum hætti með það að leiðarljósi að gera Reykjavík að lifandi og fallegri borg. Stefna Reykjavíkurborgar er að vera einn vinnustaður í öllum sínum fjölbreytileika og hafa aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk sem vinnur í þágu borgarbúa. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Kynntu þér störfin sem eru í boði á vefsíðu Reykjavíkurborgar: reykjavik.is/sumarstorf Umsóknarfrestur er til og með 4. mars. Fjölbreytt sumarstörf í Reykjavík Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, óskar eftir að ráða ráðgjafa í fullt starf út þetta ár, með möguleika á lengri ráðningu. Starfið felur í sér óháða ráðgjöf og stuðning við foreldra þar sem þarfir fjölskyldunnar eru hafðar að leiðarljósi. Það felur meðal annars í sér að veita foreldrum upp- lýsingar um rétt til stuðnings vegna þarfa fjölskyldunnar og aðstoða við að fylgja þeim rétti eftir. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði félags-, mennta- eða heilbrigðisþjónustu eða önnur sambærileg sérmenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af starfi með fjölskyldum barna með sérþarfir skilyrði. • Staðgóð þekking á úrræðum í málefnum barna með sérþarfir og fjölskyldna þeirra skilyrði. • Geta til að starfa sjálfstætt en jafnframt færni í samstarfi. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Annað: Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfsemi Sjónarhóls er að finna á heimasíðunni www.sjonarholl.is. Frekari upplýsingar veitir Elísabet Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri í síma 5351900. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar ses. á Háaleitisbraut 11-13 fyrir 23. febrúar nk. eða á netfangið elisabet@sjonarholl.is Ráðgjafi óskast 14 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 3 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.