Fréttablaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 72
Það hefur mikið geng-ið á í rekstri sjón-varpsstöðva á Íslandi á síðustu áratugum – og má hæglega skipta tímabilunum
í þrennt, frá því ríkið einokaði
markaðinn, þar til einkastöðv-
arnar eignuðust sviðið, uns ríkið
sogaði til sín súrefnið á nýjan leik.
Augnablikin á þessu tímaskeiði
er mörg hver ógleymanleg.
Förum fyrst aftur til 1985. Ríkis-
sjónvarpið réðst í upptöku á fyrstu
dægurmálaþáttaröðinni í beinni
útsendingu sem skyldi vera
send út á miðvikudagskvöldum,
deginum fyrir sjónvarpslausa
daginn. Goðsögnin Ómar
Ragnarsson var fengin til að
sjá um þáttinn sem fékk
nafnið Á líðandi stundu og
hafði heimild dagskrárstjór-
ans, Hrafns Gunnlaugssonar,
til að ráða tvo ákafa blaðamenn
í búskapinn, allsendis óreynda
framan við friðlausar myndavél-
arnar, þau Agnesi Bragadóttur
af Morgunblaðinu og annan til
af Helgarpóstinum, en sá hinn
sami skrifar þessa grein.
Skemmst er frá því að segja
að fyrsti þátturinn sló áhorfsmet,
87 prósent landsmanna voru límd
við skjáinn. Þykku ullarjakka-
fötin mín úr Flónni með gerðar-
legu herðapúðunum vöktu þjóð-
arathygli, alltof heitfeng náttúrlega
undir f lóði kastljósanna, sem
skrifast á byrjendamistök – og eins
hefur í seinni tíð þótt grunsamlegt
hvað ég var mjór á myndunum, svo
stappar nærri ræfildómi.
Á þessum tíma var eitt sjónvarp,
eitt útvarp. Engin samkeppni. Ekk-
ert til að bregðast við eða kippa sér
upp við. Ríkið átti sviðið – og ef þú
vannst þar varðstu þjóðfrægur.
Svo tók löggjafinn upp á því að
afnema einokun ríkisins
á rekstri ljósvakamiðla,
vonum seinna að mörg-
um fannst, án þess raun-
ar að gera ráð fyrir jöfnum
leik á markaðnum. Má það heita ein
óvenjulegasta lagasetning Alþingis.
Að leyfa frjálsræði án jafnræðis. Að
ætla frjálsum stöðvum að olnboga
sig í óbreyttum ríkisrekstri. Altso,
ekkert fyrirtæki í samkeppnis-
rekstri hefur fyrr eða síðar notið
jafnmikillar meðgjafar ríkissjóðs
og risi hins opinbera fjölmiðils.
En kannski varð allur sá fjar-
stæðukenndi fáránleiki til þess að
leysa úr læðingi nýja og næstum
óvænta sköpunargleði á sviði sjón-
varpsframleiðslu. Frjálsir miðlar
gáfu ríkinu langt nef. Sjálfur mið-
illinn var ekki lengur á hátíðlegum
stalli og hætti að taka sig alvarlega.
Það mátti loksins f lissa á skjánum,
f lírulega og f leipurslega.
Svo opnum örmum tók almenn-
ing u r ef ni Stöðvar 2, f y rst u
eink arek nu sjónvar psstöðvar
landsmanna, að líkja verður við
lang varandi ástarsamband. Á
örfáum misserum urðu áskrifendur
hennar yfir 40 þúsund talsins og vel
það, sem merkir að næstum þrír
fjórðu heimila landsins urðu sér
úti um afruglara sem voru f luttir
hingað til lands í skipsförmum.
Og senurnar á fyrstu árum Stöðv-
ar 2 voru í anda alls þessa. Eilíf
veisla. Fleiri hugmyndir voru fram-
kvæmdar en fólkið fékk. Skemmti-
legasti og litríkasti vinnustaður
landsins gerði einfaldlega það sem
honum sýndist. Hratt og vel. Ríkið
vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið.
Tapaði áttum.
Man eftir Jóni Óttari, höfuð-
paurnum sjálfum, í einu ofvirknis-
kastinu. Hann stoppaði mig á
ganginum, ég gæti gleymt því að
fara út í bæ á eftir einhverri frétt-
inni, hann vantaði viðmælanda,
ég hefði gefið út ljóðabækur, eitt
skáldanna í einum margra menn-
ingarþátta hans hefði forfallast, í
smink með mig strax, þaðan í sett-
ið, þátturinn byrjaði – og ég man
hvað sessunautar mínir, skáldjöfrar
tveir, hlustuðu af mikilli íhygli á
Jón Óttar fjalla um eina bók mína
af upptendruðu og ydduðu orðfæri,
án þess nokkru sinni að hafa séð
hana, hvað þá vitað nafnið á henni,
en hann gæfi henni fjórar stjörnur.
Grínlaust var það svo að einka-
framtakið ruddi brautina til nýrra
tíma á öldum ljósvakans. Það varð
leiðandi á öllum sviðum, í tals-
máta, tónlistarvali, talsettu barna-
efni, leikþáttum, landsbyggðarum-
fjöllun og setti á laggirnar fyrsta
alvör u f rétt ask ý r ingaþáttinn,
síðar fyrstu fréttastöðina sem var
skrautleg tilraun og alveg í anda
atorkunnar sem einkenndi einka-
stöðvarnar frá fyrstu tíð, það átti
að prófa allt, engar hugmyndir voru
of stórar. Og ríkið skrölti á eftir, allt
frá því umrótið hófst haustið 1986,
næsta ringlað neyddist það til að
fara að senda út efni á fimmtu-
dögum og jafnvel líka í sjónvarps-
lausa mánuðinum júlí – og batnaði
að miklum mun eftir því sem árin
liðu, af því að það hafði allt í einu
fengið samkeppni, varð að lokum
stórgott..
Á meðan því vatt fram þraut
einkaframtakið fjármagn. Og tók
jafnvel heilu bankana niður í fall-
inu. Hver eigandinn af öðrum gafst
upp. Og við tóku sameiningar og
sundurlyndi, hjaðningavígin og
óvinafagnaðurinn – og meira að
segja f lokkspólitískt hatur á stöku
miðlum, sjálfsagt vegna þess að
öðru fólki en útvöldu var farið að
vegna vel. Alltof vel.
Gullöld einkamiðlanna varði í
fimmtán ár eða svo. Hún er liðin.
Hún kemur ekki aftur. Fyrir því eru
pólitískar og tæknilegar ástæður.
Pólitíkin hefur aldrei haft áhuga
á því að jafna hlut einkastöðva og
opinbers miðils á Íslandi. Hvorki
hægrið né vinstrið. Þvert á móti
hefur hún greitt fyrir þenslu ríkis-
ins í fjölmiðlun, ekki síst í auglýs-
ingasölu sem stunduð er á sterum,
en stefnumiðið í þeim efnum hefur
verið að hirða allan markaðinn,
leggja stein í götu minni miðla.
Eina hjáróma svar ið innan
stjórnsýslunnar í þessum efnum
er að gera einkarekna miðla háða
ríkinu í sporslum og spesíum
fremur en að haga málum eins og
aðrar þjóðir gera í kringum Ísland,
að draga eitthvað eða alveg úr ægi-
valdi hins opinbera á auglýsinga-
markaði.
En pólitíkin er hrædd. Hún um
það.
Á meðan mun íslensk menning-
arumfjöllun og þjóðmálaumræða
laskast af mannavöldum. Frétta-
stofur munu lyppast niður eða
loka. Og íslensk dagskrárgerð mun
að mestu verða einnar rásar ein-
okun á ný.
En og gott og vel; leyfum ríkinu
áfram að vera öf lugur miðill, ekki
mun af veita, en gefum öðrum
stöðvum svigrúm og andrými, með
álíka mörg spil á hendi, þótt ekki
verði til annars en að verjast yfir-
ganginum að utan.
Og það þarf viðspyrnu í því
tæknilega samfélagsumróti sem nú
fer sem landskjálfti um allar jarðir.
Þróunin er nefnilega augljós – og
gerist hraðar en ella ef ekki reynist
nokkur áhugi á að halda uppi vörn-
um: Sjónvarpsefni á Íslandi verður
að miklu leyti, jafnvel að mestu
marki, reitt fram af erlendum efnis-
veitum í framtíðinni, líka íslenska
efnið, það leikna, mælt úr munni
enskumælandi leikara.
Einkastöðvarnar á Íslandi verða
sumsé útlenskar veitur. Og svo
þessi ríkisrekna, án innlendrar
samkeppni. Í þægilegri bómull.
Eins og hlaut að verða.
Út fyrir kassann
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Höfundur er
sjónvarpsstjóri
Hringbrautar,
sem rekin er af
Torgi, sem jafn-
framt gefur út
Fréttablaðið.
Sjónvarp þá og nú
ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ
MUN AÐ MESTU VERÐA
EINNAR RÁSAR EINOKUN
Á NÝ.
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð