Fréttablaðið - 13.02.2021, Síða 84
Það er létt yfir Kristínu Einarsdóttur Mäntylä í Leipzig. Tónlistarhá-skólinn hennar hefur haldið dampi, þrátt fyrir COVID. „Ég er í
bóklegum tímum á netinu en einka-
tímum í söng í skólanum,“ lýsir hún
og kveðst búa í göngufæri frá skól-
anum, í sambúð með kærasta sem er
söngvari, danskur og bandarískur.
„Hann er uppalinn hér í Þýskalandi
og var í söngnámi þegar ég kom.
Hann hefur hjálpað mér með málið
og fleira og við stutt hvort annað.“
Kristín útskrifaðist úr Söng-
skólanum í Reykjavík hjá Höllu
Harðardóttur. „Nú hef ég tekið
einsöngvara- og söngkennarapróf
til BA-gráðu og ætla að útskrifast
í sumar með MA-gráðu í óperu-
söng. Þegar ég kom hingað fannst
mér óhugsandi að vera fjögur heil
ár á sama stað en þetta er sjöunda
árið mitt og ég að verða rótgróin!
Man líka tilfinninguna þegar ég sá
öll húsin sem merkt voru þekktum
tónskáldum. Nú fæ ég stundum að
syngja í stofunum þeirra. Það gefur
tónlistinni aukna dýpt.“
Var á flakki með Björk
Spurð hvort hún hafi alltaf verið
syngjandi svarar Kristín: „Já, lík-
lega. Ég var líka alltaf í fótbolta þar
til ég kom hingað út en söngurinn
hefur verið rauður þráður gegnum
lífið. Ég ólst upp í Svíþjóð og söng
sænsk lög út í eitt eftir að ég f lutti
heim. Einu sinni vorum við í strætó
á Menningarnótt þegar þrjár
stelpur komu, syngjandi sænsk lög,
mamma spurði hvar þær æfðu sig
og þær sögðust vera í kór hjá Jóni
Stefánssyni í Langholtskirkju. Eftir
það fór ég þangað og það var mikil
gæfa að fá að vera í því umhverfi.
Eitt það allra besta sem hefur komið
fyrir mig, því fyrir utan lærdóminn
eignaðist ég mína bestu vini í kór-
starfinu. Ég fór með Graduale Nobili
á f lakk um allan heim með Björk í
hátt í þrjú ár, með hléum. Við erum
búnar að syngja mikið saman síðan,
taka þátt í keppnum og ýmsu.“
Þjóðverjar gáttaðir
Kristín segir mikið tónlistarlíf í
Leipzig og nálægum borgum og
kveðst heppin að hafa víða fengið
að syngja. „Við erum sjö Íslendingar
í þessum háskóla. Þjóðverjar eru
alveg gáttaðir á hvað Íslendingar
eiga marga góða söngvara, það er
sama hvar maður kemur, alls staðar
hafa Íslendingar verið og hafa gott
orð á sér. Þjóðverjar hafa á tilfinn-
ingunni að hálf íslenska þjóðin sé
syngjandi!“
Er að verða rótgróin í Leipzig
Kristín Einarsdóttir Mäntylä er á lokaspretti í meistaranámi
í óperusöng við tónlistarháskólann í Leipzig í Þýskalandi.
Kristín utan við Alríkisdómstólinn, rétt við heimili sitt. MYND/AÐSEND
TÓNLIST
Einleikari: Xavier de Maistre.
Stjórnandi: Eva Ollikainen.
Verk eftir Ginastera, Schubert og
Þuríði Jónsdóttur.
Eldborg í Hörpu
fimmtudaginn 4. febrúar
Leið svo veturinn og bar ekkert til tíðinda.“ Þennan frasa er að finna í Íslendingasögum, ef
minnið svíkur mig ekki. Hann má
yfirfæra á líf Albertos Ginastera,
sem var argentínskt tónskáld á 20.
öld. Samkvæmt Wikipediu fæddist
hann 1916, lærði músík í tilteknum
skóla, kenndi síðar við aðra skóla,
og svo dó hann. Með greininni er
mynd af manni sem er þungbúinn
á svipinn. Það er eins og hann horfi
fram á veginn og hugsi: „Það mun
ekkert bera til tíðinda í lífi mínu.
Og svo dey ég.“
Hörpukonsertinn eftir Ginas-
tera, sem f luttur var á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
fimmtudagskvöldið, var samt allt
annað en viðburðalítill. Einleikari
var Xavier de Maistre, sem var áður
fastur starfsmaður í Vínarfílharm-
óníunni.
Sjálfsagt hefur honum fundist
það óskaplega leiðinlegt, enda tak-
markað svigrúm fyrir persónulega
tjáningu, þótt upphefðin hafi verið
mikil.
Dans og fjör
Greinilegt var að einleikarinn
skemmti sér konunglega. Hann
réði öllu. Stjórnandinn, Eva Ollika-
inen, fylgdi honum eins og skugg-
inn. Tónlistin var spennandi og
gædd óvæntum uppákomum. Til
dæmis var hægur miðkaf linn eitt
risavaxið, hugleiðslukennt sóló,
en hinir þættirnir fullir af eggjandi
danstakti og spennandi framvindu.
Gárungar hafa sagt að harpan
sé bara píanó eftir skatta. Það er
búið að fjarlægja hamrana, kass-
ann, lappirnar og lokið; harpan
ein stendur eftir, nakin í allri sinni
dýrð. Þarna fékk hún að njóta sín til
fulls, því de Maistre var hreint og
beint göldróttur. Fingrafimin var
fullkomin, tónmyndunin dásam-
leg. Útkoman var f lugeldasýning
sem lengi verður í minnum höfð.
Bjöguð heildarmynd
Hin svokallaða Ófullgerða sinfónía
eftir Schubert var næst á dagskrá.
Hún er aðeins í tveimur köf lum,
ekki þessum venjulegu f jórum.
Ekki er vitað af hverju. Kannski tók
skatturinn hina kaf lana.
Hljómsveitin spilaði prýðilega
undir öruggri stjórn Evu Ollika-
inen. Samhljómurinn var þéttur
og góður, túlkunin þrungin til-
finningum. Uppröðun hljóðfæra-
leikaranna á sviðinu var þó kynleg.
Sellóleikararnir voru furðu aftar-
lega, fyrir miðju, og mikilvægt stef
sem þeir léku hljómaði óþarf lega
hæverskt. Fyrir bragðið voru hlut-
föllin á milli ólíkra radda ekki alveg
í jafnvægi, og heildarmyndin var
því ekki sannfærandi.
Á röngum stað
Ekki var heldur heppilegt að setja
verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Flow
and Fusion, á eftir Schubert. Þur-
íður hefur samið margt f lott og
magnað, en þessi drungalega og
fremur einstrengingslega tón-
smíð passaði engan veginn þarna.
Áheyrendum var sagt að klappa
ekki á eftir Schubert, svo Þuríður
myndi byrja í beinu framhaldi. Átti
hún að vera þriðji og fjórði kaf linn
í Ófullgerðu sinfóníunni?
Varla. Fátt gerðist í tónlistinni,
annað en að óræður tónavefur varð
smám saman þykkari og skugga-
legri. Vissulega hefði hann verið
áhugaverður undir réttu kringum-
stæðunum, enda tónlistin hagan-
lega skrifuð. Hér var hins vegar
Schubert bara skotinn niður, og það
var ekki alveg málið.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Glæsilegur hörpu-
konsert, en Schubert virkaði ekki
alveg og Þuríður Jónsdóttir var
seint rúsínan í pylsuendanum.
Byrjaði vel, endaði illa
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
SÖNGURINN HEFUR
VERIÐ RAUÐUR
ÞRÁÐUR GEGNUM LÍFIÐ.
List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um
listviðburði eða verkefni á svið barnamenningar
fyrir grunnskólabörn
List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum mennta- og menningar-
málaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um
land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og
vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Starfandi listamenn sem og stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu
á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2021.
MAT Á UMSÓKNUM
Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla
að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviðburðir og verkefni skulu í
öllum tilvikum unnin af metnaði og af fagfólki. Við mat á umsóknum er valnefnd
heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf.
Ákvörðun úthlutunar mun liggja fyrir eigi síðar en 21. maí 2021.
Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu
List fyrir alla, www.listfyriralla.is
1 3 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING