Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 8
minni hreppar. Við síðustu sveitar- og bæjar-
stjórnarkosningar í janúar og í júní 1958, voru
kjósendur í þessum sveitarfélögum samtals
93.940 að tölu, eða 56,3% af heildaríbúatölu
landsins þá.
í hreppum voru kjósendur 32.117, en í kaup-
stöðum samtals 61.823, þar af í Reykjavík
einni 38.803, eða töluvert meira en helmingur
allra hinna 13 kaupstaðanna til samans. Kjós-
endur í öllum 14 kaupstöðunum voru aftur á
móti nálega % allra kjósenda í landinu.
I þessum kosningum voru samtals kosnir 1146
bæjar- og hreppsnefndarfulltrúar. í 14 kaup-
stöðum voru kosnir 124 bæjarfulltrúar, í 18
kauptúnahreppum 96 hreppsnefndarmenn og í
196 öðrum hreppum 926 hreppsnefndarmenn.
Af 124 bæjarfulltrúum kosnum 1958 fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 54 fulltrúa, og af 96 hrepps-
nefndarmönnum í 18 kauptúnahreppum 37 full-
trúa eða af alls 220 fulltrúum kosnum fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 91 fulltrúa kjörinn. Hinir
fulltrúarnir skiptust milli hinna þriggja stjórn-
málaflokkanna og annarra flokksbrota eða
flokkasamsteypa, sem víða áttu sér stað.
Við sveitar- og bæjarstjórnarkosningar eru
hinar pólitísku línur hreinni í kaupstöðunum
en í hreppunum, þ.e.a.s., að hinir viðurkenndu
stjórnmálaflokkar bjóða þar í flestum tilfell-
um fram í eigin nafni. Ekki er þetta þó ein-
hlítt. Andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins hafa
ýmsan hátt á sínum framboðum til bæjar- og
sveitarstjórnarkosninga og bregða þeir sér þá
í ýms líki. Annað' hvort breiða þeir yfir „nafn
og númer“ og velja sér annað nafn en síns
eigin flokks, ef það er álitið heppilegra og væn-
legra til fanga, eða þeir í svokallaðri „vinstri
samvinnu“ velja sér sameiginlegt framboðsheiti
og er það algengara.
Hins vegar er það mjög athyglisvert og
bendir til hins mikla styrkleika Sjálfstæðisflokks-
ins og samstöðu þá, sem ríkir innan flokksins,
að hann bauð einn fram í öllum kaupstöðum
landsins án samvinnu við að'ra flokka. Hinir
flokkarnir hræða sig venjulega saman í bæjar-
og sveitarstjórnarkosningum, ýmist allir 3 sam-
an eða 2, Alþýðuflokksmenn og Framsóknar-
menn.
I kauptúnahreppunum og öðrum hreppum
eru hinar pólitísku línur óskýrari en í kaupstöð-
unum og þar eru sameiningarlistar mjög tíðir
og framboð oft óplitísk, einkum í minni hrepp-
um. Þó er það eftirtektarvert, að einnig þar er
Sjálfstæðisflokkurinn sá flokkur, sem í lang-
flestum tilfellum er sjálfur sér nógur. Af 18
kauptúnum (yfir 300 íb.) bauð Sjálfstæðis-
flokkur fram einn í 14 kauptúnum, 2 bauð
hann fram í samvinnu við aðra flokka t.d. á
Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði, en í 2 var sjálf-
kjörið — Seltjarnarnesi og Dalvík — þar sem
aðeins einn listi kom fram á hvorum stað.
Af 14 kauptúnum, sem eftir verða af 18, þeg-
ar frá eru taldir þessir 2, sem sjálfkj örið var í
og þeir 2, sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram
með öðrum flokkum, þá voru sameiningarlistar
í 8 kauptúnum gegn Sjálfstæðisflokknum þ.e.
í Grindavík, Sandgerði, Njarðvík, Borgarnesi,
Stykkishólmi, Bolungarvík, Bíldudal og Sel-
fossi.
Þrátt fyrir sambræðsluna gegn Sjálfstæðis-
flokknum á þessum stöðum vann hann glæsi-
legan sigur í 3 kauptúnum, Njarðvík, Stykkis-
hólmi og Bolungarvík, en í Borgarnesi munaði
aðeins 18 atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn
fengi þar meirihluta.
Við þessi bandalög „vinstri“-flokkanna gegn
Sjálfstæðisflokknum skreyta þeir sig með ýms-
um nöfnum, sem ekkert eiga skylt við flokkana
sjálfa eða áhugamál þeirra. Heita þeir þá Frjáls-
lyndir, Framfarasinnar, Sjómenn og verkamenn,
Samvinnumenn og verkamenn, Óháðir borgarar
og svo framvegis. Á einum stað á öllu landinu
buðu kommúnistar fram í eigin nafni, þ.e. Sósíal-
6 STEFNIR