Stefnir - 01.05.1962, Page 14
af öllum kosningabærum mönnum í sveitarfé-
laginu, leynilegum, almennum kosningum. Þann-
ig er um hnútana búið, að kosningar í hrepp-
um eru ekki alls staðar framkvæmdar eins.
Sú regla gildir nefnilega, að í þeim hrepp-
um, þar sem 3/4 hluti þegnanna býr í kaup-
túni, skal kjósa hlutfallskosningu. I öðrum
hreppum eru kosningar óhlutbundnar, nema
nema samkvæmt sérstakri kröfu studdri nægi-
legum fjölda kjósenda. Er einnig annar kjör-
dagur í þeim hreppum, sem eru kauptún, en í
sveitahreppum. Þannig verður t.d. kosið í sveit-
arstjórn hér í Borgarnesi hinn 27. maí n.k., en
í öllum öðrum hreppum lögsagnarumdæmisins
verður kosið 24. júní.
Kosningar fara í aðalatriðum fram eftir lög-
um um kosningar til Alþingis. Þó eru í sérstök-
um lögum nokkur atriði, sem einvörðungu
varða kosningar til sveitarstjórna.
Þess má geta að kjörskrárnar fyrir sveitar-
stjórnarkosningar eru nú allar samdar af Hag-
stofu Islands.
Fomaður hreppsnefndar nefnist oddviti eftir
nýju lögunum einnig formaður sveitarstjórnar,
og heíur hann með höndum framkvæmd hrepps-
málefna allra, nema annað sé berlega tekið
fram í lögum. >
Annar ræðumaður mun hér á eftir gera grein
fyrir störfum formanna sveitarstjórna. Hér
verður því einungis á það drepið1, að hver
sveitarstjórnarmaður er auk setu í hreppsnefnd-
inni skyldur til þess að taka sæti í nefndum og
framkvæma önnur þau störf, sem sveitarstjórn
felur honum í hendur.
Fram að þessu hafa hreppsnefndarstörf ekki
verið launuð, önnur en oddvitastörf, en nú
hefur verið heimilað í hinum nýju lögum að
greiða hreppsnefnd þóknun fyrir störf sín.
Hreppsnefnd er skyld að halda a.m.k. tvo
fundi árlega og aukafundi eftir þörfum. Enginn
fundur er lögmætur nema meira en helmingur
sveitarstjórnarfulltrúa sé viðstaddur á fundi.
Áður gilti sú regla, að ef atkvæði voru jöfn
á fundi, réði atkvæði oddvita úrslitum. Nú hef-
ur verið tekin upp ný regla, sem betur er í
samræmi við viðteknar reglur um lýðræðisleg
fundarsköp, að tillaga fellur á jöfnum atkvæð-
um.
Svo verður og að líta á, að ályktun hrepps-
nefndar sé gild, þótt hún fái ekki meira en
helming atkvæða viðstaddra fundarmanna, ef
þeir sem ekki greiða atkvæði, eiga kost á þátt-
töku í atkvæðagreiðslunni.
Sem dæmi um þetta má nefna það, sem gerð-
ist hér í sýslunni fyrir nokkrum vikum, er
hreppsnefnd greiddi atkvæði um, hvort hún
ætti að nota sér forkaupsrétt að jörð. Einn
hreppsnefndarmanna greiddi atkvæði með því,
tveir gegn því og tveir sátu hjá. Þetta var þó
lögmæt afgreiðsla, og var tillagan fallin af því
að hún fékk ekki nægan stuðning.
Eins og sagt var eru sveitarfélögin tvenns
konar: Hreppar og kaupstaðir.
Vegna yfirlitsins ætla ég :að fara hér nokkr-
um orðum um skipulag á stjórn kaupstaðanna
og reyna þá að lýsa í senn þeim þáttum sveitar-
stjórnarmála, sem sameiginleg eru báðum teg-
undum sveitarfélaga, eftir því sem við á, en
víkja síð'an að sýslufélögum.
Með sama hætti og lögbundið er, að hrepps-
nefnd skuli vera í hverjum hrepp, er bæjar-
stjórn í kaupstöðunum.
I Reykjavík er svo ákveðið í lögum frá 1961,
að þar skuli vera 15—27 bæjarfulltrúar. Þeir
eru nú 15 og hefur sá fjöldi bæjarfulltrúa verið
frá 1908.
Hreppur með 500 íbúum eða fleiri getur með
sama hætti kosið sérstakan sveitarstjóra til að
annast framkvæmdarstjórn.
Af þeim nefndum, sem bæjarstjórnir kjósa,
eru bæjarráðin þýðingarmest. Þau eru oftast
skipuð 3 eða 5 bæjarfulltrúum. í bæjarráði
12 STEFNIR