Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 33

Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 33
eign ríkisins. Annars hafa verið veitt til þeirra lán úr raforkusjóði. Leggi ríkið eitthvað af mörkum vegna fram- kvæmda sveitarfélaga leiðir það af sér íhlutunar- rétt þess varðandi viðkomandi mannvirki. I hafn- arlögum er það t.d. tekið fram í 8. gr. að óheim- ilt sé án samþykkis ráðuneytis að selja eða veð- setja fasteignir hafnar- eða lendingarbótar, og í 8. gr. sjúkrahúslaga að ríkið geti krafizt end- urgreiðslu á styrk ef sjúkrahús er lagt niður. Svipuð ákvæði eru í 24 gr. íþróttalaga frá 1956. Hinar almennu lánastofnanir þjóðarinnar veita sveitarfélögunum margvíslega fyrirgreiðslu vegna fjárfestingaþarfar þeirraj Eftirtaldar stofnanir telja það meðal annars innan verkahrings síns að veita sveitarfélögum lán. a) Tryggingastofnun ríkisins lánar til heilbrigð- isstofnanna eins og ég hef getið um. í henn- ar vörzlum er erfðarfjársjóður, sem lánar til vinnuheimila og elliheimila. b) Atvinnuleysistryggingarsjóður sbr. lög nr. 29 1946 lánar sveitarfélögum til margvíslegra framkvæmda, en þó sérstaklega til hafnar- gerðar. Sjóðurinn mun nú eiga um 300 millj. kr., þar af í útlánum um 100 millj. c) Kíkið lánar sveitarfélögum til ýmissa fram- framkvæmda af atvinnuaukningarfé, sem veitt hefur verið á fjárlögum. Atvinnuaukn- ingarféð mun nú vera samtals um 100 millj. kr. Á síðasta þingi var samþykkt löggjöf fyrir sjóðinn. d) Brunabótaf. Islands, sbr. lög nr. 9 1955. Til- gangur félagsins er m.a. að lána til vatns- veitna, hitaveitna og sjóveitna eftir því sem aðstæður félagsins leyfa. e) Bjargráðasj. íslands, sbr. lög nr. 8 1961, lán- ar einnig sveitarfélögum undir sérstökum kringumstæðum. Á undanförnuni árum hafa sveitarfélög fengið samþykki ríkisstjórnarinnar til erlendra lántaka vegna ákveðinna framkvæmda eins og t.d. Akranes til hafnarframkvæmda. Þá hefur ríkis- stjórnin einnig í mörgum tilfellum útvegað er- lend lán, sem hún hefur þá endurlánað til sveit- arfélaganna. Hafa þessi lán oft verið veitt fyrir milligöngu Framkvæmdabankans. STEFNIK 31

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.