Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 11
heilbrigðismál vernda barnið í uppvexti þess.
Sveitarfélagið leggur því til menntun í sam-
vinnu við ríkisvaldið.
Er námi lýkur, stofna menn ef til vill heim-
ib. Þá koma oft til reglur sveitarfélagsins um
byggingarmál og skipulag o.fl. Stofnanir sveit-
arfélaganna, svo sem vatnsveita og rafmagns-
veita, eiga þar og mikinn hlut að máli.
Þá verða menn og varir við sveitarfélögin á
áhrifaríkan, stundum dramatískan hátt, er þeir
kynnast útsvörunum í sveitarsjóð. En um það
munu aðrir fjalla hér. En svona má lengi telja.
Afskiptum sveitarfélaganna lýkur svo ekki af
i lífi okkar og högum, fyrr en nokkuð seint,
þar eð skylt er að skrá sérhvert mannslát innan
sveitarfélagsins í sérstakar bækur.
Aður en lengra er haldið, er rétt að! vekja
athygli á því, að þróun sveitarstjórnarmála hér-
lendis helzt með vissum hætti í hendur við hag-
ræna og aðra félagslega þróun hér á landi.
Segja má að frumstig búskaparhátta hérlendis
hafi verið heimilisbúskapurinn. En fjölskyldan
var sér þá nóg um flesta þá hluti, er hún þarfn-
aðist. Framleiddi m.a. sjálf matvæli, klæðnað
og annað, sem með þurfti. En hún var jafn-
framt handhafi valds þess, sem síðar svarar til
sveitarstj órnavalds.
Síðan kemur héraðsbúskapurinn, þar sem hin
viðskipta- og félagslega heild er hreppurinn eða
héraðið. Þá hafa einstaklingarnir eða heimilin
myndað samtök um tiltekin málefni. Oft er það
í fyrstu ættin, sem stendur að baki samtakanna
um myndun valds. Loks kemur svo ríkisbúskap-
urinn.
Þróun um meðferð hins opinbera valds, þar
a meðal sveitarstjórnarmála, breytist síðan í
kjölfar breytinganna í þjóðarbúskapnum.
Eins og ég drap á áðan, telst meðferð sveitar-
stjórnarmála til framkvæmdarvaldsins. Er þá
stundum greint milli hins beina framkvæmdar-
valds ríkisins og hins óbeina, staðbundna fram-
kvæmdarvalds, sem falið er sveitarfélögum í
lögum. Stjórnarskráin frá 17. júní 1944 ákveð-
ur rétt sveitarfélaganna til þess að ráða sjálf
málefnum sínum. Er þar lagður grundvöllur að
skipulagi þessara mála. Fjallar 76. gr. stj.skr.
um þann rétt. Þessi grein hefur í för með sér,
að borgurunum í sérstökum sveitarfélögum er
fenginn réttur til þess að ráða sjálfir ýmsum
málaflokkum, sem þó heyra til framkvæmda-
valdsins. Sú hugsun, sem fram kemur í 76.
gr. stjórnarskrárinnar, er án efa byggð á því,
að mann- og staðarþekking sé á stundum svo
nauðsynleg, að eðlilegt sé að færa vald yfir
staðarmálefnum ekki á brott.
Þetta ákvæði stjórnarskrárinnar er þó fremur
óákveðið og hefur ekki beina hagnýta þýðingu
til annars en þess, að vera vörn um sjálfstjórn
sveitarfélaganna. Þannig myndu t.d. lög, sem
ekki virtu þetta ákvæði, verða talin stjórnar-
skrárbrot. Þess er þó rétt að geta, að þrátt
fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar er ekki unnt
að líta svo á, að það sé óbreytanlegt, hvaða mál
heyri undir vald sveitarfélaganna. Löggjafar-
valdið ræður því, hvaða mál skuli lúta stjórn
sveitarfélaganna og getur breytt því, er henta
'þykir. \
Starfsemi sveitarfélaganna á sér auðvitað
miklu lengri aldur en frá því, er Islendingar
fengu stjórnarskrá.
Hið sanna er það, að löggjöf um sveitarstjórn
á íslandi er nálega jafngömul byggð landsins.
Það voru að vísu í fyrstu óskráð lög, eins og
menn vita. Lög var ekki tekið að skrá hér fyrr
en á 12. öld og er talið að hið fyrsta, sem
skráS var hérlendis, hafi einmitt verið lög. F.r
það álit fróðra manna að það hafi gerzt vetur-
inn 1117—1118. :
Hin fyrsta og upprunalega sveitarstjórnar-
eining, ef svo má að orði kveða, eru hrepparnir.
Unnt er að rekja uppruna þeirra til miðrar
tíundu aldar.
STEFNIR 9