Stefnir - 01.05.1962, Page 9
istaflokksins — Sameiningarflokks Alþýðu, en
það var í Keflavík. Hlutu þeir 83 af 1804
greiddum atkvæðum.
Af skýrslum um kjörsókn 1958 má sjá hvar
kosningaáhuginn var mestur. Meðalkjörsókn var
82,9%. I kaupstöðunum var hún mest á Sauð-
árkróki eða 93,2% en minnst á Húsavík 85%.
I öllum 14 kaupstöðunum var meðalkjörsókn
90%. I kauptúnum var hún mest í Ólafsvík
eða 94,9%, þar næst í Borgarnesi 93,6% en
minnst í Hrísey eða 34,5%.
Til þess að geta séð, hvort kjósendur hafa
sömu pólitísku viðhorf til sveitarstjórnarmála
og landsmálanna hefði ég m.a. þurft að gera
samanburð á kjörfylgi hinna einstöku flokka,
þar sem boðið var „hreint“ fram, við sveitar-
stjórnarkosningarnar og kosningar til Alþingis,
en til þess hafði ég ekki möguleika né tíma, þótt
fróðlegt hefði verið að fá það atriði hér fram.
En eins og ég tók fram hér að framan, mun
það vera meginreglan, að þar sem menn hafna
1 stjórnmálaflokki, annað hvort vegna eigin
skoðana og sannfæringu eða vegna áhrifa ann-
arra, þar heldur hann sig einnig þegar hann
greiðir atkvæði sitt við sveitarstjórnakosningu,
jafnvel í hinum minnstu hreppum, þar sem
raunverulegur ágreiningur um sveitarstjórnar-
málin á sér ekki stað. Þó er það svo, að fylgi
sumra flokka er meira við bæjarstjórnarkosning-
ar en við Alþingiskosningarnar og öfugt. Má
nota Reykjavík sem dæmi. Af 35.094 atkvæðum
sem greidd voru þar við bæjarstjórnarkosning-
arnar 1958, fékk Sjálfstæðisflokkurinn 20.027
atkvæði, en við Alþingiskosningarnar 1959
(haust) fékk hann 16.474 atkvæði af 35.799
greiddum atkvæðum.
Hins vegar má geta þess, að fyrir kjördæma-
breytinguna var fylgi Sjálfstæðisflokksins í
Gullbringu- og Kjósarsýslu mun meira, en það
reyndist hjá flokknum við bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningarnar. Réði þar um að sjálfsögðu
hið gífurlega persónufylgi frambjóðanda flokks-
ins, Ólafs Thors.
Því er ekki að neita, að þróunin í landsmál-
unum og viðhorfið til þeirra gætir mjög mikið
í sveitarfélögunum og ráða þau oft úrslitum í
kosningum til sveitar- og bæjarstjórna. T. d.
mun lítill vafi vera á því, að óvinsældir þær
sem vinstri stjórnin bakaði sér með úrræðaleysi
sínu og fálmkenndu stjórnarfari hafði mjög
mikil áhrif í bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
unum 1958, og afhroð það, sem vinstri flokk-
arnir guldu í þeim kosningum, og hinn glæsi-
legi sigur Sjálfstæðisflokksins —• eina stjórn-
arandstöðuflokksins — átti rætur sínar að rekja
til vinstri stjórnarinnar og þeim ófarnaði, sem
hún á flestum sviðum leiddi yfir þjóðina.
Eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hafa
flokkarnir tekið upp samvinnu um stjórn bæja-
og kauptúna og hefur sú samvinna þá ekki allt-
af farið eftir því, hvernig ríkisstjórnin er skipuð
eða hvernig samstarfi er háttað á Alþingi eða
í ríkisstjórn. Þó virðist reynslan vera sú, að
tryggari er samvinnan heima fyrir milli stjórn-
arflokka heldur en milli eins stjórnarflokks og
eins eða fleiri stjórnarandstöðuflokka. Gætir
þar oft áhrifa frá samstöðuflokki eða flokkum
ríkisstjórnarinnar hverju sinni.
Eins og ég sagði í upphafi, getur þetta efni,
„sveitarfélögin og stjórnmálin“, verið svo víð-
tækt og margþætt, að erfitt er að ákveða hvað
skuli tekið og hvað skuli eftir liggja, þegar taka
þarf það í samanþjöppuðu formi í takmörkuSu
erindi. Hefði ég viljað gera efni þessu miklu
betri skil, en ég hef nú gert, en til þess vannst
ekki tími, og bið ég menn virða viljan fyrir
verkið og læt því staðar numið.