Stefnir - 01.05.1962, Side 21
ári, og er svo komið nú, að fáir útgjaldaliðir
eru hærri en fræðslumálin. Hér er fyrst og fremst
um að ræða kostnað við byggingu skóla, barna-
og gagnfræðaskóla, en jiann kostnað endur-
greiðir ríkissjóður að hluta, venjulega að hálfu.
Auk þess er geysilegur rekstrarkostnaður skól-
anna, og er þá fyrst um að ræða laun kennar-
anna, sem að vísu þykja Iág, en nema þó álit-
Iegri upphæð, þegar allt er lagt saman. Ríkis-
sjóur tekur mikinn þátt í þeim kostnaði,
sem og öðrum kostnaði. Auk þess, sem sveitar-
félög hera kostnað af lögákveðnu skyldunámi,
bera þau mörg ýmislegan kostnað af annarri
fræðslustarfsemi.
I sjötta lagi aS annast skipulags- og bygging-
annál. Þar sem Islendingar bjuggu nær allir
í dreifbýli allt fram á þessa öld og höfðust lang-
flestir við í torfbæjum, voru skipulags- og bygg-
ingarmál ekki vandamál til skamms tíma, á við
það sem nú er.
Sveitarstjórnarlögin geta þó um þennan mála-
flokk sérstaklega, þótt skipulagsmálin séu raun-
ar enn skv. lögum í höndum ríkisvaldsins að
öllu leyti. Eigi að síður hefur Reykjavík þó um
langt skeið annast sín skipulagsmál sjálf, en í
náinni samvinnu við skipulagsnefnd ríkisins.
Hér er um að ræða málefni, sem sýna verður
stóraukinn áhuga á næstu árum, ]jví að fá mis-
tök geta verið jafn kostnaðarsöm eins og mistök
í skipulagsmálum. Nátengd jjeim eru bvggingar-
málin og er þá átt við eftirlit með gerð mann-
virkja, svo að mannvirkin verði í samræmi við
skipulag og gerð svo vönduð sem not þeirra
krefjast.
/ sjöunda lagi afi annast hreinlœtis- og he.il-
brigðismál. Undir þennan málaflokk falla fyrst
og fremst almennar þrifnaðarráðstafanir, svo
sem sorphreinsun, gatnahreinsun, lóðahreinsun
og annað slíkt. Hér má einnig nefna gerð vatns-
veitu og holræsa, jjótt jjau séu sérstaklega nefnd
í B-lið 10. gr. sveitarstjórnarlaganna. Þá niá
líka nefna þau verkefni, sem heyra undir heil-
brigðisnefndir, t.d. eftirlit með meðferð mat-
væla, matvinnslustöðum, verzlunum, veitingastöð-
um, vinnustöðum o.s.frv. Undir heilbrigðismál
má heimfæra t.d. byggingu og rekstur heilsu-
verndarstöðvar, sem ríkissjóður og sjúkrasam-
lög eiga að styrkja að 1/3 hvort. Ef sveitarfélög
reisa og reka sjúkrahús eiga þau rétt á tiltekn-
um stuðningi úr ríkissjóði. Þá má nefna t.d.
dæmi frá Reykjavík, bygging og rekstur fæð-
igarheimilis og framlög til sjúkrahúsbygginga,
einkaaðila eða rekstrarstuðning við þau.
/ áttunda lagi aS annast eldvarnir og önnur
brunamál. Eldvarnir eru eins og áður er vikið
að eitt að elztu viðfangsefnum bæjarfélaga.
Ákveðnar skyldur eru í lögum lagðar á kaup-
staði og stærri kauptún um ráðstafanir til eld-
varna. Þá má í þessu sambandi og benda á
skyldur sveitarfélaga til þess að hafa húseignir
allar vátryggðar hjá löggiltu vátrggingarfélagi.
/ níunda Iagi aS annast lögreglumál. — Lög-
regla í sveitarfélögum lýtur þó ekki sveitar-
stjórninni sem slíkri. Yfirmaður lögreglunnar,
lögreglustjórinn, er ríkisembættismaður, en hins
vegar bera sveitarfélögin 5/6 hluta kostnaðar
við lögregluna, og er þá ekki aðeins átt við laun
lögreglumanna, heldur og útbúnað allan. Þá bera
sveitarfélög einnig helming kostnaðar af bygg-
ingu og rekstri héraðsfangelsa.
/ tíundalagi má minnast á ýmis verkefni, sem
sérstaklega eru tengd landbúnáSi, eins og t.d.
forðagæzlu, þ.e. eftirlit með ásetningi búfjár,
ýmiss konar verk varðandi fjallskil, t.d. réttar-
bvggingar. Enn fremur ber sveitarfélögum að
sjá um sauðfjárbaðanir. Loks má geta þess, að
þau bera tiltekinn hluta af kostnaði við evðing
refa og minka.
Nú hafa verið talin í aðalatriðum þau verk-
efni, sem beinlínis eru greind í A-lið 10. gr.
sveitarstjórnarlaganna og sveitarfélögunum er
talið skylt að annast.
STEFNIR 19