Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 20

Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 20
konar þjónusta við einstaklinginn frá vöggu til grafar. Einstaklingurinn fæðist e.t.v. í Fæðing- arheirnili Reykjavíkur, eftir að móðir hans er búin að heimsækja mæðradeildina í Heilsu- verndarstöðinni í nokkur skipti, og hann er Iagður til hinztu hvíldar í kirkjugarði Reykja- víkur eftir kveðjuathöfn í kirkju, sem byggð er með aðstoð kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur. I 10. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 58 frá 1961 eru talin verkefni sveitarfélaga og undir bók- stafslið A er rætt um þau hlutverk, sem sveitar- félagi er skylt aS annast: I fyrsta lagi að annast fjárreiður og reikn- ingshald sitt. í þessu ákvæði felst, að sveitar- stjórn ber að sjá um, að undirbúin sé og gerð fjárhagsáætlun, henni sé fylgt, reikningar sveit- arfélagsins séu gerðir og endurskoðaðir. Enn fremur felst í þessu, að sveitarstjórn ber að sjá um, að greiddar séu á réttum gjalddögum skuld- ir sveitarfélagsins, en tekjur innheimtar svo sem lög gera ráð fyrir. í greininni er sérstaklega bent á greiðslu framlaga til almannatrygginga, atvinnuleysistrygginga, Byggingarsjóðs verka- manna o.s.frv. Hér eru að mörgu leyti hæg heimatökin, því að ríkissjóður á að1 greiða sveitarfélögunum hluta af söluskatti og hefur rétt til að skulda- jafna eftir því, sem hann kann að hrökkva til, auk annarra framlaga til sveitarfélaganna, sem a.m.k. stundum er hægt að nota í því skyni. I öðru lagi aS annast framfœrslumál. Hér er komið elzta viðfangsefni íslenzkra sveitarfélaga og raunar aðalviðfangsefni allt fram á þessa öld. Almannatryggingar hafa að vísu breytt framkvæmd framfærslumála að nokkru leyti, en á hinn bóginn eru enn mikil útgjöld sveitarfé- laga bundin framfærslumálum. Má í þessu sam- bandi sérstaklega geta um ábyrgð sveitarfélaga á greiðslum barnsmeðlaga vegna barna, skilget- inna og þó einkum óskilgetinna. / þriSja lagi aS annasl barnavernd, en sér- stök lög gilda um hana, lög nr. 29/1947. — Er þar kveðið á um skipun sérstakrar nefnd- ar, að minnsta kosti í öllum kaupstöðum, er hafi með höndum eftirlit með aðbúð barna og unglinga, eftirlit með háttsemi þeirra, eftirlit með uppeldisstofnunum og börnum, sem þar dveljast, ráðstöfun í fóstur o.s.frv. Hér er að sjálfsögðu mikið verk að Vinna og nauðsynlegt. í mörgum kaupstöðum og þá ekki sízt í Reykja- vík, hefur verið á síðustu árum unnið markvisst að ýmis konar æskulýðsstarfsemi, starfsemi, sem ætlað er að hafa fyrst og fremst fyrirbyggjandi áhrif, ,,preventiv“ áhrif, þ.e. að búa svo að börnum og unglingum, að minna reyni á þá löggæzlustarfsemi, sem lögin um barnavernd fela í sér. / fjórSa lagi aS annast vinnumiSlun. Á ár- unum fyrir s.l. heimsstyrjöld var mikið at- vinnuleysi í kaupstöðum landsins og þá ekki sízt í Reykjavík. Var þá tekin upp í vaxandi rnæli svo kölluð atvinnubótavinna. Árið 1934 var sett á stofn Ráðningarstofa Rekjavíkurbæjar til þess að annast miðlun á þessari vinnu og alls konar vinnuráðningar aðrar. Stjórn Her- manns Jónassonar, sem tók við völdum um þær mundir, setti Iög um vinnumiðlun, þar sem ákveðið var að sett skyldi á fót önnur vinnu- miðlunarskrifstofa í Reykjavík og lúta stjórn þeirra stjórnarsinna, en bæjarsjóður borga hluta kostnaðar. Fyrir tæpum ártug var lögunum þó breytt loksins, og vinnumiðlunarskrifstofa ríkisins lögð niður. Ráðningarskrifstofa Reykja- víkur annast nú almenna vinnumiðlun og þjón- ustu þar að lútandi, skýrslusöfnun um atvinnu- ástand og auk þess ráðningar fyrir borgarstofn- anir. / fimmta lagi aS annast fræSslumál. Fram á þessa öld var fræðslustarfsemin í landinu, þeg- ar sleppt er fáeinum sérskólum, fyrst og fremst talin mál heimilannna. Samfelld barnafræðsla hefur staðið í Reykjavík heila öld nú á þessu 18 STKFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.