Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 22
í B-liö er komizt svo að orði, að „Mutverk“ sveit-
arfélaganna sé enn fremur það að vinna að sam-
eiginlegum velferðarmálum þegna sinna og í
því sambandi talin upp sem dæmi nokkur verk-
efni, sem raunar gerast æ tímafrekari og mikil-
vægari í starfi sveitarfélaga. eftir því sem tím-
ar líða fram.
Vegagerfi. I því efni er mjög misskipt með
sveitarfélögum landsins. Frá sumum koma harla
litlar tekjur í ríkissjóð af samgöngutækjum, en
þau fá hins vegar nær alla vegagerð fram-
kvæmda sér að kostnaðarlausu. Onnur leggja
fram miklar fúlgur í ríkissjóð í sambandi við
samgöngutæki sín, en verða að kosta alla gatna-
gerð sjálf. SenniLega eru gatnagerðarmál bæj-
anna einhver þýðingarmestu verkefnin, sem
framundan eru. Hér er bæði um að ræða verk-
efni, er hefur mikla fjárhagslega þýðingu, en
er auk þess brýnt hreinlætis- og hollustumál,
svo að ekki sé minnzt á þægindin, sem eru að
góðum götum. Ohjákvæmilegt er að finna nú
þegar fastan tekjustofn fyrir sveitarfélögin,
tekjustofn, sem staðið getur undir miklu átaki
í þessu efni.
Hajna.rger&ir. Til skamms tíma voru öll þorp
og bæir hér á landi við sjávarsíðuna og út-
gerð þar aðalatvinnuvegur. Liggur því í augum
uppi, að það hefur verið hið mesta nauðsynja-
mál þessum stöðum að skapa sæmilega aðstöðu
fyrir útgerðina. Nú er liðin rúmlega öld frá því
fyrst var farið að hugsa fyrir hafnargerð í
Reykjavík, og var þá sett á fót sérstök hafnar-
nefnd. Hafnargerðin hófst í byrjun fyrri heims-
styrjaldarinnar og var fyrsta áfanga lokið 1917.
I lögum nr. 29 frá 1946, um þátttöku ríkisins
í kostnaði við haínargerðir, er ríkissjóði ætl-
að að greiða ýmist 2/5 af kostnaði eða helming
kostnaðar, en um þátttöku ríkissjóðs í hafnar-
gerð í Reykjavík hefur ekki verið að ræða, svo
að heitið geti.
Vatnsveiluframkvœmdir og holrœsafram-
lcvœmdir hafa áður verið nefndar í sambandi
við heilbrigðis- og hreinlætismál. Vatnsveitan
er fyrsta þjónustufyrirtækið, sem Reykjavíkur-
borg setti á stofn, og er orðin rúmlega hálfrar
aldar gömuh
Rafveitur. Seyðfirðingar og Hafnfirðingar
urðu á undan Reykvíkingum í rafmagnsmálum,
en rafveita tók til starfa í Reykjavík árið 1921.
Nú er það ýmist svo, að sveitarfélögin sjálf
eiga að reka rafveiturnar og sjá um dreifingu
orkunnar innan sveitarfélagsins, eins og Raf-
magnsveita Reykjavíkur, sem dreifir einnig raf-
magni í næstu sveitarfélögum, eða Rafmagns-
veitur ríkisins hafa þetta verkefni með hönd-
um. — Víðast hefur þróunin orðið sú, að ríkis-
valdið hefur meira látið til sín taka við sjálfa
raforkuframleiðsluna, byggingu orkuvera. Þess
má þó geta, að Rafmagnsveita Reykjavíkur á
þó t.d. sjálf orkuverin við Elliðaárnar, bæði
vatnsaflstöðina og varastöðina, en hins vegar er
Sogsvirkjunin sameign Reykjavíkur og ríkisins.
Hitaveitur. Hitaveitan er áreiðanlega sérstæð-
asta fyrirtæki Reykvíkinga. Það var kringum
1930, sem fyrsta hitaveitan tók til starfa, en
frá þeim tíma hefur verið unnið stöðugt að
stækkun þessa merka mannvirkis, og eru nú all-
ar horfur á því, að hitaveitan verði komin í öll
skipulögð hverfi Reykjavíkur árið 1966. —
Svo mikið hefur verið um gildi þessa mannvirkis
rætt og ritað, að ekki er ástæða til að fjölyrða
um það hér, enda munu allir sammála
um það, að ekki muni til öllu meira þjóðþrifa-
fyrirtæki. — Ymis önnur sveitarfélög, sem að-
gang eiga að jarðhita, hafa líka fetað í fótspor
Reykjavíkur, og má vænta þess, að fleiri korni
á eftir.
Leikvallager'S er dæmi um verkefni sveitar-
félaga, sem þéttbýli nú á dögum hefur í för með
sér. Hefur töluvert verið gert í þessum málum,
ekki sízt í Reykjavík, þar sem nú eru tugir vel-
búinna leikvalla, og þar af margir, þar sem
20 STEFNIR