Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 18

Stefnir - 01.05.1962, Blaðsíða 18
GEIR HALLGRÍMSSON, borgarstjóri: VERKEFNI SVEITARFÉLAGA i. I íslenzkum lögum mun ekki vera til skil- greining á hugtakinu sveitarfélag. Hins vegar mun vera nokkuð samróma álit manna að skil- greina megi hugtakið eitthvað á þessa leið: Sveitarfélag er opinbert, lögbundið samfélag manna, sem heima eiga á tilteknu, afmörkuðu landssvæði, og ræður sjálft málefnum sínum með umsjón ríkisvaldsins, innan þeirra marka, sem lög setja. Sveitarfélag er þannig hluti af ríkisheildinni og starfsemi hennar, og má.því fyrst víkja að því, hvort slík skipting ríkisheildarinnar sé skynsamleg eða nauðsynleg. Tilvist sveitarfélaga er til orðin við það, að í daglegu lífi og viðskiptum almennings kemur fyrir fjöldi málefna, smærri og stærri, sem að- eins hafa staðbundna þýðingu, en geta ekki tal- izt varða alla þjóðarheildina beinlínis. Til þess að ráða fram úr þessum staðbundnu samfélags- vandamálum er landinu skipt niður í umdæmi, sveitarfélögin. Oft er að vísu svo, að einn ríkis- embættismaður gæti leyst málin, en það hefur víðast orðið raunin, að bezt fer, ef fólkið sjálft fær að leysa vandamál sín. Flest málefna, sem sveitarfélög fara með, eru bundin við það fólk, sem í sveitarfélaginu er, og því ástæðulaust og jafnvel oft óheppilegt að blanda óviðkomandi aðilum í þau. Víðast hefur því svo skipazt, að slík mál eru leyst af kjörnum fulltrúum fólksins sjálfs, sveitarstjórnunum, og sjálfstæði sveitar- félaganna er talið einn af hyrningarsteinum lýð- ræðisskipulagsins. En þegar rætt er um afstöðu sveitarfélaga til rikisins, þá má geta þess til gamans, að á flest- um samkomum sveitarstjórnarmanna, jafnt inn- an lands sem utan, þar sem ég hef verið þátt- takandi, hafa menn þrátt fyrir ýmiss konar ágreiningsmál verið sammála um það, að eitt sé þó víst, sveitarfélögum sé alltaf betur stjórn- að en ríkinu. Hér á landi átti þetta auðvitað alveg sérstaklega vel við á tímum vinstri stjórn- arinnar. Það er í raun og veru fyrst og fremst póli- tísk spurning, hvaða verkefni ríkið eigi að leysa, hver eigi að leysa af sveitarfélögum og hver af einstaklingum eða félagasamtökum þeirra. Eng- in algild regla er til um þetta, en hins vegar eru menn víðast hvar sammála um nokkra meg- inþætti. , Það má þannig segja, að ljóst sé, að tiltekin verkefni hljóti ávallt að heyra undir ríkisvaldið. Má í því efni nefna Sviss sem dæmi, því að þar er um einna þrengst verksvið ríkisvalds að ræða. Verkefni sambandsríkisins eru þar eiginlega ekki önnur en utanríkismál, íþar með talin ut- anríkisverzlun), hermál, póstmál, símamál, og ennfremur járnbrautarrekstur, myntslátta og dómsmál að vissu marki. Hér á landi og á öðrum Norðurlöndum er gengið miklu lengra, og ríkinu ætlað að leysa mun fleiri verkefni eins og kunnugt er. 16 STEFNIR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.