Stefnir - 01.05.1962, Page 4
Alfreð
Ásffeir
Geir
Guðlaugur
Jónas
í RITIÐ SKRIFA:
Alfreð Gíslason alþingismaður er
fæddur í Reykjavik 7. júli 1905,
sonur Jóhönnu Sigríðar Þorsteins-
dóttur og Gísla Þorbjarnarsonar
fasteignasala frá Bjargarsteini í
Borgarfirði. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1927 og embættisprófi í lögum
frá Háskóla Islands 1932. — Starf-
aði Alfreð síðan að málflutnings-
störfum til ársins 1937 og rak m.a.
eigin málfiutningsskrifstofu i Rvík
1934 til 1937, en bað ár var hann
skipaður lögreglustjóri í Keflavik
og gengdi hann því starfi og em-
bætti bæjarfógeta þar til hann tók
við starfi bæjarstjöra í Keflavík á
s.l. ári. Alfreð hefur setið i bæjar-
stjórn Keflavíkur frá 1954 og var
forseti bæjarstjórnar írá þeim
tíma þar til hann á sl. ári tók við
starfi bæjarstjóra. Haustið 1959 var
Alfreð Gíslason kosinn á þing sem
landskjörinn þingmaður, en í hönd
farandi bæjarstjórnarkosningum
skipar hann fyrsta sæti á fram-
boðslista flokksins í Keflavík.
Ásgeir Pétursson sýslumaöur er
fæddur i Reykjavík 21. marz 1922,
sonur Þórunnar Ingibjargar Guð-
mundsdóttur og Péturs Magnússon-
ar bankastjóra. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í Rvík
1943 og embættisprófi í lögum
frá Háskóla Islands i janúar 1950.
Það ár var hann settur fulltrúi í
menntamálaráðuneytinu og var full-
trúi og deildarstjóri þar unz hann
var skipaður sýslumaður Mýra- og
Borgarfjarðarsýsiu árið 1961. Ásgeir
var formaður Heimdallar F.U.S.
1950 og 1951 og átti sæti í stjórn
S.U.S. 1 nokkur ár m.a. sem form.
þess 1955 og 1956. Ásgeir Pétursson
var frambjóðandl Sjálfstæðisflokks-
ins í Mýrarsýslu í júni 1959 og
fjórði maður framboðslista flokks-
ins í alþingiskosningunum það haust.
Hann var skipaður formaður stjörn-
ar Sementsverksmiðju ríkisins árið
1960. Ásgeir Pétursson hefur á und-
aníörnum árum starfað af Islands
hálfu i ýmsum menningarmálastofn-
unum á vegum Evrópuráðsins.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri er
fæddur í Reykjavík 16. des. 1925,
sonur Ásiaugar Zoega og Hallgrims
Benediktssonar stórkaupm. Hann
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavik 1944 og embættis-
prófi i lögum frá Háskóla Islands
1948 og stundaði síðan fram-
hajdsnám í lögfræði og hagfræði í
Bandríkjunum í eitt ár. Geir varð
héraðsdómslögmaður 1951 og hæsta-
réttarlögmaður 1957 og rak hann
málflutningsskrifstofu í Reykjavík
1951—'59. Forstj. H. Benediktsson
h.f. 1955—'59 og varð það ár borgar-
stjóri í Rvik og hefur verið það síð-
an. Hann var kosinn i borgarstjórn
Rvikur árið 1954 og hefur átt sæti
í borgarráði síðan. Átti sæti í stjórn
Heimdallar F.U.S. í 8 ár, þar af
sem form. 1952 og 1953, í stjórn
S.U.S. í nokkur ár og form. þess
1957—'59. Geir sat á Alþingi sem
varamaður íyrir Rvík haustið 1959.
Hann skipar nú fyrsta sæti á íram-
boðslista flokksins við borgarstjórn-
arkosningarnar I Reykjavík.
Guðlaugur Gíslason alþingismaður er
fæddur á Stafnesi í Gullbringusýslu
1. ágúst 1908, sonur Jakobínu Haf-
iiðadóttur og Gísla Geirmundsonar
bónda þar. Guðlaugur stundaði nám
i verzlunarskóla i Kaupmannahöín
1930 til 1931 og varð síðan bæjar-
gjaldkeri í Vestmannpeyjum 1934
til 1936, hafnargjaldkeri og fram-
kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækjanna
Snæfells h.f. og Fells h.f. frá 1942.
Hann var kosinn i bæjarstjórn
Vestmannaeyja, 1938 og 1942 og síð-
an 1950. Guðlaugur hefur verið
bæjarstjóri og formaður bæjar-
ráðs Vestmannaeyjakaupstaðar frá
1954. Þá var hann formaður
félags Sjálfstæðismanna í Vest-
mannaeyjum og ritstjóri Fykis í
mörg ár. Guðlaugur Gíslason var
kosinn þingmaður Eyjanna i júni
1959 og þingmaður Suðurlandskjör-
dæmis i október sama ár. Hann
skipar nú fyrsta sæti á framboðs-
lista flokksins við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar i Vestmannaeyjum.
Jónas G. Eafnar alþingismaður er
fæddur á Akureyri 26. ágúst 1920,
sonur Ingibjargar Bjarnadóttur og
Jónasar Rafnar yfirlæknis á Krist-
nesi. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1940
og embættisprófi í lögum frá Há-
skóla Islands 1946. — Eftir það
starfaði Jónas sem erindreki og
framkvæmdastj. flokksins á Norður
og Austurlandi um nokkurra ára
skeið, varð héraðsdómslögmaður
1947 og hefur siðan rekið málflutn-
ingsskrifstofu á Akureyri. Hann var
kosinn þingmaður Akureyrarka.up-
staðar árið 1949 og 1953 og aftur i
júni 1959 og þingmaður Norður-
landskjördæmis eystra haustið 1959.
Jónas var kosinn í bæjarstjórn Ak-
ureyrar 1958 og hefur átt sæti þar
síðan. Hann átti um nokkurra ára
skeið sæti i stjórn S.U.S. og var
lengi form. félags Sjálfstæðismanna
á Akureyri. Frá sept. 1961 til jan.
1962 gengdi Jónas Rafnar starfi
bankastjóra Útvegsbanka íslands I
Reykjavik.