Stefnir - 01.12.1984, Side 7
Hvað er
framundan?
Geir H. Hciarde
Flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðis-
flokksins sem haldinn var í október í miðju verk-
falli opinberra starfsmanna og bókagerðar-
manna, staðfesti enn þann mikla styrk sem Sjálf-
stæðisflokkurinn býr yfir. Samstaða og ein-
drægni einkenndi fundinn og yfirgnæfði þann
blæbrigðamun sem var á afstöðu einstakra full-
trúa til þeirra átaka, sem þá stóðu yfir á vinnu-
markaðnum.
Þessi átök hafa óneitanlega sett mark sitt á
atburði þessa hausts og gera hvort tveggja að
varpa skugga yfir þann efnahagsárangur sem
ríkisstjórnin hefur náð til þessa, og auka óviss-
una um hvert framhaldið verður. Kjaradeilur
þessa hausts marka óneitanlega nokkur straum-
hvörf á ferli núverandi ríkisstjórnar og margt
bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði að
vera þess albúinn að beita afli sínu til hins ítrasta
á næstunni. Nýafstaðinn flokksráðsfundur og
einhugurinn þar er forystu flokksins traustur
bakhjarl í því efni, bæði í stjórnarsamstarfinu og
gagnvart almenningi.
Ástandið í launa- og kjaramálum, nú þegar
samningar eru í höfn, er um margt með gamal-
kunnum hætti. Fyllsta ástæða er til að óttast að
afleiðingar kjarasamninganna verði einnig gam-
alkunnar. Reynslan er ólygnust segir máltækið,
en í þessum efnum virðist reynsla liðinna ára og
áratuga af verðbólgusamningum, þótt ömurleg
sé, einskis metin. Feir verkalýðsforingjar af
gamla skólanum urðu ofan á, sem ekki hafa
dregið lærdóma af reynslunni. Þeir sem lagt hafa
ofurkapp á að „hækka kaupið“ urðu ofan á en
hinir sem hafa viljað stefna að raunhæfum kaup-
mætti og vernda hann síðan með beinum og
óbeinum úrræðum t.d. skattalegum aðgerðum,
urðu undir.
Ríkisvaldið, vinnuveitendur og hinir raun-
særri verkalýðsforingjar létu í minni pokann.
Verðbólgulausnin var þvinguð fram. Ríkis-
stjórnin stóð nú eins og fyrri ríkisstjórnir næsta
berskjölduð frammi fyrir þeim þvingunum sem
birtast í vinnustöðvunum, þótt löglegar séu. Úr
því sem komið var í lok október voru samningar
eins og þeir sem gerðir voru, óumflýjanlegir. Það
mun væntanlega brátt koma í Ijós hversu hald-
litlir samningar af þessu tagi eru fyrir þá sem
mest þurfa á raunverulegum kjarabótum að
halda. í þeim samningum sem gerðir voru í
febrúar á þessu ári var sérstaklega leitast við að
liðsinna því fólki með sérstökum aðgerðum án
verðbólguhvetjandi launahækkana. Nú var
knúin fram hin hefðbundna leið hárra prósentu-
hækkana sem kynda munu undir verðbólgunni
öllum almenningi til miska.
Við þessum breyttu aðstæðum hlýtur að verða
brugðist til að tryggja að óraunhæfir kjarasamn-
ingar kippi ekki stoðum undan atvinnulífinu í
landinu og stefni þar með atvinnu þúsunda
manna í hættu. Jafnhliða verður að reyna að
verja hag þeirra sem við erfiðust skilyrði búa.
Markmið slíkra efnahagsaðgerða hlýtur að verða
það, að efnahagslífið komist sem fyrst út úr þeirri
verðbólguöldu, sem nú er óumflýjanleg og á
sléttan sjó. Það ætti að geta tekist fyrir mitt næsta
ár og þá ættu að verða fyrir hendi skilyrði til þess
að halda endurreisnarstarfinu áfram með
skynsamlegu samstarfi við aðila vinnumarkaðar-
ins.
Það er mikils um vert að vel takist til í þeim
pólitísku og efnahagslegu hræringum sem í hönd
fara og að Sjálfstæðisflokkurinn sýni fullan styrk.
Hér getur verið um framtíðarhag þjóðarinnar að
tefla.
Geir H. Haarde formaður SUS.
STEFNIR
7