Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 12
FRIEDMAN Á BLAÐAMANNAFUNDI
„Ég vil, að fjárlög séu Iwllalaus, en ekkimeöþvíað hœkka skatta, heldurmeð þvíað lœkka útgjöld ríkisins. “
þeir tala um, að mæður hafi ætlað að verða sér
út um opinbera styrki. Orðið „ætlun“ er allt of
ákveðið í þessu sambandi. Unglingsstúlka
segir ekki við sjálfa sig: „Nú ætla ég að verða
mér út um opinberan styrk, en til þess verð ég
að eignast barn!“ Ekki er um að ræða ætlun
eða útreiking einstaklings, heldur tilhneigingu
hóps, sem býr við tiltekið kerfi umbunar og
refsingar. Við skulum nálgast málið úr annarri
átt. Þið, sem héreruð inni, mótmælið mér harð-
lega, ef ég segi: „Þið tókuð við störfum ykkar af
þeirri ástæðu einni, að þið ágirntust þau laun,
sem í boði voru fyrir þau.“ Auðvitað mótmælið
þið mér harðlega og með réttum rökum. En
gerum nú ráð fyrir, að þessi laun séu helming-
uð. Haldið þið, að jafnmargir sækist eftir
þessum störfum eftir sem áður? Á sama hátt er
ekki um að ræða ætlun einstaklings, þegar
óskilgetnum börnum fjölgar. Ungt fólk finnur
hjá sér hvöt til kynmaka. Sþurningin er síðan
sú, hver kostnaðurinn er af því. Ef unglingar
geta búist við því að rata í mikla erfiðleika, ef
þeir eignast óskilgetin börn, þá eignast færri en
ella óskilgetin börn. Ef þeir geta að vísu búist
við einhverjum erfiðleikum, en einnig ein-
hverjum styrkjum frá ríkinu, þá eignast fleiri en
ella óskilgetin börn.
Þessi lýsing mín á atferði unglinga er sam-
bærileg við lýsingu hagfræðinga á því, sem
gerist á markaðnum. Kaupsýslumenn ganga
ekki með einhverjar reiknivélar á sér, sem þeir
nota til þess að hámarka ágóða sinn. Öðru
nær. Þeir búa við þær aðstæður, að þeir, sem
ekki keppa að hámarkságóða, verða að hætta
störfum, en h.inir halda áfram. í velferðarríkjum
nútímans er refsingin fyrir tiltekin verk linuð, en
umbunin fyrir önnur verk aukin. Þetta hefur
þær afleiðingar, að fleiri vinna verk, sem
þannig verða ódýrari, en færri hin, sem verða
dýrari. Fyrir þessu hafa þeir bandarísku ung-
lingar, sem eignast óskilgetin börn, orðið.
Jónas Guðmundsson, NT: Má ég spyrja yður
einnar spurningar, prófessor Milton Fried-
man? Þér hafið látið hafa það eftir yður, að kjör
frú MargrétarThatchers í Bretlandi og Ronalds
Regans f Bandaríkjunum sé hvort tveggja til
marks um uppreisn almennings gegn ofvexti
ríkisins. En hvernig skýrið þér, að þeim hefur
báðum mistekist?
Milton Friedman: Þeim hefur alls ekki mistek-
ist. í Bretlandi er bjartara framundan en í
nokkru öðru landi Evrópu. Mjög hefur dregið úr
Bílaleigubílar
allt í kringum landið
Mesta úrvalið-
Besta þjónustan
Reykjavík: Skeifan 9 91-86915/31615
Akureyri: Tryggvabraut 14 96-23515/21715
Vélaverkstæöi Sig. Sveinbjörnssonar
hf.,
Skeiðarási
Ölgeröin Egill Skallagrímsson
Þverholti 20
Þ. Jónsson og Co.
Skeifunni 17
Þ. Skaftason hf.,
Grandagarði 9
Þórscafé,
Brautarholti 20
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,
Austurstræti 18
Bílaborg hf.,
Smiðshöfða 23
Bókaverslun Snæbjarnar,
Hafnarstræti
Formprent, tölvupappír,
Hverfisgötu 78
Gísli J. Johnsen, skrifstofubúnaður,
Smiðjuvegi 8
12
STEFNIR