Stefnir - 01.12.1984, Síða 13
FRIEDMAN Á BLAÐAMANNAFUNDI
„Pið verðid að skilja að ég hefenga sérstaka fordóma gegn seðlabankamönnum. Margir mínir bestu vinir eru seðla-
bankamenn.
verðbólgu, framleiðni hefur aukist, atvinnulífið
er að rétta úr kútnum. Bretum hefur auðvitað
ekki gengið eins vel og sumir leyfðu sér að
vona, en þó miklu betur en áður. Sömu sögu er
að segja frá Bandaríkjunum. Reagan forseti
spyr fólk í kosningabaráttunni: „Búið þið við
betri kjör en fyrir fjórum árum?“ Og hverju
haldið þið, að fólk svari? Hitt er annað mál, að
hvorki Thatcher né Reagan hefur tekist að
lækka ríkisútgjöld að ráði. En í Bandaríkjunum
hækka þau að minnsta kosti miklu hægar en
áður. Þið vitið, að ríkinu má líkja við risastóran
skriðdreka, sem verður að byrja að snúa við
fimm mílum áður en komur að beygjunni. Þá
útgjaldaliði ríkisins, sem hafa hækkað síðustu
fjögur árin, má flesta rekja til löggjafar frá átt-
unda áratugnum. Þess vegna finnst mér rangt
að segja, að þeim Thatcher og Reagan hafi
mistekist.
Milton Friedman: Hvað um fjárlagahallann í |
Bandaríkjunum? Hann er ágætur, því að hann
heldur aftur af eyðslusömum stjórnmála- j
mönnum. Mondale, fyrrverandi varaforseti, er j
ekki að leggja til skattahækkun til þess að jafna
hallann, heldur til þess að geta eytt meira. Það
er skoplegt að heyra til allra þeirra hagspek-
inga, sem sögðu á sínum tíma, að dæla þyrfti
peningum út í atvinnulífið til þess að örva það,
þegar þeir vara nú við fjárlagahallanum. Fjár- }
lagahallinn er ágætur, því að torveldara verður
við hann að eyða meira. Vandinn liggur ekki í
hallanum, heldur í eyðslunni. Fjárlagahallinn
er með sínum hætti skattur áfólk. Þetta erekki j
heppilegur skattur, en ég er ekki fylgjandi því j
að jafna hann með því að hækka aðra skatta,
heldur með því að lækka ríkisútgjöld. Ég held, ;
að þetta eigi eftir að gerast í Bandaríkjunum, ef t
Reagan forseti nær endurkjöri.
Jónas Guðmundsson: En hvað um fjárlaga-
hallann í Bandaríkjunum?
Jónas Guðmundsson: En má ekki telja yður
Keynesverja, úr því að þér eruð fylgjandi fjár-
lagahallanum?
Milton Friedman: Ég er að sjálfsögðu alls ekki
fylgjandi fjárlagahalla. Öðru nær. Keyn-
esverjar telja fjárlagahallan æskiiegan, af því
að þeir eru hlynntir meiri eyðslu ríkisins. Ég tel
fjárlagahalla í sjálfum sér óæskilegan, en ekki
af sömu ástæðum og margir aðrir-ekki af því
að vextir hækki, helduraf því að hann ýtirundir
ábyrgðarleysi stjórnmálamanna. Þið vitið, að
ekki er auðvelt að koma einföldum orðum að
flóknum málum. En ég skal reyna það. Ef
menn sjá möguleika á hallarekstri ríkisins, þá
eykur það eyðslu þeirra. Ef hallarekstur ríkis-
ins er hins vegar kominn til sögunnar, þá
dregur úr eyðslu þeirra. Það er af þessari
ástæðu sem ég segi, að fjárlagahallinní
Bandaríkjunum sé ágætur. Ég er eindreginn
fylgismaður nýs ákvæðis í stjórnarskrá Banda-
ríkjanna um, að rekstur ríkisins skuli vera
hallalaus og að skorður séu settar við skatt-
heimtu þess. Ég vil, að fjárlög séu hallalaus, en
ekki með því að hækka skatta, heldur með því
að lækka útgjöld ríkisins. Og því er síðan við
þetta að bæta, að fjárlagahallinn bandaríski
hverfur ekki við skattahækkun. Hann kann að
hverfa um stundarsakir, en meginafleiðingin af
hækkun skatta yrði hækkun ríkisútgjalda.
Hugsum málið. Ef skattahækkun er rétta leiðin
til þess að jafna fjárlagahallann, hvernig
stendur þá á því, að við búum við stórkost-
legan fjárlagahalla eftir að hafa í sífellu
hækkað skatta síðustu þrjátíu árin? Ég er svo
sannarlega ekki Keynesverji. Dæmið af fjár-
lagahallanum sýnir ekkert annað en það, að
menn geta komist að sömu niðurstöðu úr
tveimur ólkum áttum!
Hannes H. Gissurarson: Við þökkum Milton
Friedman kærlega fyrir komuna og segjum
þessum blaðamannafundi lokið.
Kristján Siggeirsson, Laugavegi 13 Aðal-Bílasalan, v/Miklatorg Bátanaust, v/Elliðavog
Rafafl, Smiðshöfða 6 Aðalbraut, Ásgarði 20 Brunabótafélag Islands hf., Laugavegi 103
Sælgætisgerð K.A., Skipholti 35 Ármannsfeli hf., Funahöfða 19 Bókaútgáfa menningarsjóðs og þjóð' vinafélajisins,
Slippfélagið í Reykjavík Mýrargötu 2 Ásbjörn Olafsson, heildverslun, Borgartún 33 Skálholtsstíg 7
Vörumarkaðurinn hf., Armúla Bílasmiðjan Kyndill, Smiðshöfða 9 Bananasalan sf., Mjölnisholti 12
Björgun hf., Sævarhöfða Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg Bókabúð Olivers Steins hf., Strandgötu 31
Árfell hf., Ármúla 20 Byggðaverk hf., Reykjavíkurvegi 60 Bílanaust, Síðumúla 7-9
STEFNIR
13