Stefnir - 01.12.1984, Side 16
RÍKISVALDIÐ OG HAGSMUNASAMTÖKIN
OLAFUR BJORNSSON, prófessor:
Ríkisvaldið og
hagsmunasamtökin
Grein þessi birtist upphaflega í Stefni í maí 1
B.S.R.B. Þar sem efni greinarinnar á jafn vel við
leyfi höfundar.
Eins og kunnugt er, ríkir um það mikill
ágreiningur á vettvangi stjórnmálanna, hversu
víðtæk verkefni á sviði þjóðfélagsmálanna
skuli fela ríkinu og öðrum opinberum aðilum.
Einkum á þetta við að því er snertir efnahags-
málin. Þeir stjórnmálaflokkar, er aðhyllast sós-
íaliskar kenningar, telja að opinber rekstur
framleiðslutækjanna sé hin hagkvæmasta
skipan efnahagsmálanna, þar sem stjórn-
málaflokkar þeir, er aðhyllast séreignarskipu-
lag, vilja hinsvegar, að meginhluti framleiðslu-
tækjanna sé rekinn af einkafyrirtækjum.
Hvað sem þó líður ágreiningi um það,
hversu víðtækur hinn opinberi atvinnurekstur
eigi að vera, er þó samkomulag um það, að
ríkisvaldið eigi mikilvægum og umfangsmikl-
um hlutverkum að gegna í sérhverju nútíma
menningarþjóðfélagi. Stjórnleysisstefnan, er
vill afnema ríkisvaldið á hvergi teljandi fylgi að
fagna. Þau verkefni, sem ekki er teljandi
ágreiningur um, að ríkisvaldið hljóti, hvað sem
öðru líður, að hafa með höndum, eru m.a.
dómgæzla og réttarvarzla, vernd öryggis borg-
aranna inn á við og út á við, rekstur ýmissa
fyrirtækja, er veita þjónustu í almanna þágu,
og síðast en ekki sízt yfirstjórn peninga- og
verðlagsmála, en sá aðili, sem hana hefur með
höndum, getur að jafnaði haft úrslitaáhrif á
þróun efnahagsmálanna í þjóðfélaginu.
f lýðræðislegu þjóðfélagi er það einmitt
stefnan í þessum málum sem höfuðátökin á
vettvangi stjórnmálanna eru háð um. Lýð-
ræðið á að tryggja það, að stefna ríkisstjórnar
þeirrar sem með völdin fer hverju sinni sé
a.m.k. í stórum dráttum í samræmi við vilja
meiri hluta kjósendanna.
Löggjafarvald og fram-
kvæmd
Meginverkefni löggjafarsamkomunnar í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi verður einmitt það, að
ákveða með löggjöf, hvernig málefnum þeim, |
er ríkisvaldinu eru falin til úrlausnar, skuli
skipað. Efst á baugi verður þar jafnan skipan
efnahagsmálanna. Til þess að tryggja það, að }
skipan þessara mála og annarra, sem ríkis-
valdinu eru falin til úrlausnar, sé I samræmi við
vilja meiri hluta löggjafarsamkomunnar, er þó
953 og er rituð þegar höfundurinn var formaður
) í dag og fyrir 30 árum er hún hér endurbirt með
Ólafur Björnsson
ekki nóg að setja löggjöf þar að lútandi, heldur
þarf einnig að sjá fyrir því, að slík löggjöf sé
framkvæmd. Til þess að lýðræðið sé meira en
nafnið tómt verður ríkisvaldið því að vera
nægilega öflugt til þess að framkvæma löggjöf
þá, sem í gildi er hverju sinni. En hér komum
við einmitt að meginvandamáli hvers lýðræðis-
legs þjóðfélags, sem er fólgið í því, að tryggja
nægilega öflugt ríkisvald tilþess að halda uppi
lögum og rétti, án þess þó að þurfa að beita til
þess aðferðum, sem skerða myndu svo frelsi
einstaklinga og félagasamtaka, að í bág komi
við grundvallarhugsjónir frelsis og mannrétt-
inda, Mesta vandamálið er framkvæmd lög-
gjafar á sviði efnahagsmála, þar sem vald
ríkisins í þeim málefnum takmarkast í vaxandi
mæli af valdi hagsmunasamtakanna, svo
sem nánari grein skal nú gerð fyrir.
Þróun og hlutverk
hagsmunasamtakanna
Það hefur einkennt þróun atvinnu- og við-
skiptahátta síðustu áratugi - og mætti raunar
fara lengra aftur í tímann - hversu mjög hags-
munasamtökum slíkra aðila er svipaða
atvinnu stunda eða hafa svipaða aðstöðu í
atvinnulífinu hefur vaxið fiskur um hrygg. Öfl-
ugust og áhrifamest þessarra hagsmunasam-
taka eru samtök launaþega annarsvegar og
atvinnurekenda hinsvegar. Báðum þessum
samtökum er það sameiginlegt, að þau skoða
það sem höfuðhlutverk sitt að hafa áhrif á verð-
lag og tekjuskiptingu þjóðfélagsins meðlimum
sínum í hag. Launþegarnir líta á það sem
höfuðhlutverk sinna samtaka að ná sem hag-
kvæmustum samningum við atvinnurekendur
um kaup og kjör. Hlutverk samtaka atvinnurek-
enda er hinsvegar i fyrsta lagi það að koma
fram sem samningsaðili gagnvart hagsmuna-
samtökum launþega og í öðru lagi að halda
uppi verði á vöru þeirri eða þjónustu, er þeir
framleiða. Hvorutveggja leitast einnig við að
hafa áhrif á löggjafarvaldið hagsmunum sínum
til framdráttar.
Áhrif hagsmunasamtakanna
á efnahagsmálin.
Ef kjaradeilur milli hagsmunasamtaka
launþeganna annarsvegar og atvinnurekenda
hinsvegar snérust eingöngu um skiptingu
þjóðarteknanna milli þessara aðila, mætti
e.t.v. segja, að ekki væri ástæða til sérstakra
afskipta ríkisvaldsins af deilum þessum, að
öðru leyti en því að gæta þess, að deilurnar
séu ekki háðar með þeim hætti, að öryggi
borgaranna og þjóðfélagsheildarinnar sé
stofnað í hættu. Menn gera sér þó nú í vaxandi
mæli Ijóst, að þannig er þessu ekki varið. Það
sem fyrst og fremst er deilt um á þessum vett-
vangi, er hæð kaupgjaldsins. Ef kauphækkanir
væru að jafnaði á kostnað ágóða atvinnurek-
enda, þannig að verðlag héldist óbreytt þrátt
fyrir þær, væri það að vísu rétt, að deilurnar
snérust um skiptingu þjóðarteknanna milli
atvinnurekenda og launþega. Það er hinsveg-
ar sjaldnast hægt að gera ráð fyrir því, að
atvinnurekendur haldi vöruverði óbreyttu, eftir
það að þeir hafa samið um hækkun kaup-
gjalds. Að jafnaði má þvert á móti gera ráð fyrir
því, að þeir hækki vöruverðiðsem nemur þeirri
kaupgjaldshækkun, sem þeir hafa samið um.
Einmitt vegna hinna auknu tekna hjá laun-
þegum verður atvinnurekandanum kleift að
hækka verð vöru sinnar án þess að til sölu-
tregðu þurfi að koma. Reynslan virðist og hafa
sýnt það, að almennar kaupgjaldshækkanir
16
STEFNIR