Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 17
Nr. 2 Jan. 1985
Samið um nýtt orkuverð
Orku- og iönaðarráðherra Sverrir Her-
mannsson hefur gert viðaukasamnnig við
Alusuisse um nýtt orkuverð, sem er íslend-
ingum mjög í hag. Hann hefur nú verið stað-
festuraf Alþingi. Samningurinn tekurtil þriggja
meginatriða. í fyrsta lagi hefur náðst fullt sam-
komulag aðila um lausn á öllum deilumálum
þeirra vegna liðins tíma og greiðir l'SAL
íslenska ríkinu þrjár milljónir bandaríkjadala í
sáttafé. Er það samdóma álit þeirra sérfræð-
inga sem með þessum deilumálum hafa fylgst
að miðað við allar aðstæður og að því gefnu að
samhliða sáttagerð sé samið um talsverða
hækkun orkuverðs þá séu sættir mjög viðun-
andi lausn þessarar deilu. í öðru lagi er samið
um tilteknar breytingar á nokkrum ákvæðum
aðalkjarasamnings sem m.a. taka til eignarað-
ildar að ÍSAL, þannig að Alusuisse hefur nú
heimild til að framselja eignarhluti í félaginu. í
þriðja lagi er samið um stórfellda hækkun á
orkuverðinu, tvö- til þreföldun, frá 6.5 mill í
gamla samningum til 12.5-18.5 mill sam-
kvæmt þeim nýja. Er með þessum samningi
þannig gert ráð fyrir að orkuverð sé breytilegt
eftir því hvernig markaðsverð á áli í heiminum
gerist á hverjum tíma, þó með þeim fyrirvara
að það geti lægst orðið 12.5 mill, en hæst 18.5.
Með samningnum er dregið fram í dagsljósið
skýrar en áður hvaða skaða íslendingar báru
af setu Alþýðubandalagsins c/o Hjörleifs Gutt-
ormssonar í sæti orku- og iðnaðarráðherra
síðustu árin. Nýi samningurinn mun væntan-
lega gefa Landsvirkjun 2.230 milljóna króna
tekjuauka á fimm árum. Hefði þessi samningur
gilt í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar, frá
1979 til dagsins í dag, væri Landsvirkjun nú í
það minnsta 1.800 milljónum króna betur sett.
Pólitísk krossferð Hjörleifs og Alþýðubanda-
iagsins gegn ÍSAL, sem hafði það eitt að mark-
miði að loka álverksmiðjunni kostaði hvern
íslending 7.660 krónur í tekjumissi undan-
gengin fimm ár, — vísitölufjölskylduna 19.000
krónur.
í umræðum á Alþingi snerust vinstri menn
gegn samningnum, Alþýðuflokkur, Alþýðu-
bandalag og Samtök um kvennalista. Um
afstöðu Alþýðubandalagsins efaðist enginn og
sömu sögu má segja um kvennalistann, sem
með tímanum hefur sýnt sig í að vera ekkert
annað en kvennadeild Alþýðubandalagsins.
En um Alþýðuflokkinn gegnir öðru máli. Úr
þeim herbúðum var búist við málefnalegri
afstöðu til samningsins en svo reyndist ekki
raunin. Flokkurinn virðist málefnalega heillum
horfinn.
Vinstri menn hafa nefnt nokkur atriði í mál-
flutningi gegn álsamningnum. Að taka sáttum
í sambandi við deilumálin sé uppgjöf. Mat
okkar samningamanna og álit erlendra sér-
Atverid.
fræðinga renna mjög sterkum stoðum undir
þá skoðun að rétt hafi verið að málum staðið
með þeim hætti. Sagt er að orkuverð sé mjög
víða miklu hærra en samið var um í álsamn-
ingnum og Ghana og fleiri ríki nefnd því til
sönnunar. f Ghana hefur ekki verið seldur einn
einasti neisti á því háa verði, 17 mill, sem
íslenskir vinstri menn segja að gildi þar í landi.
Þar eins og hér eru þrep í samningum og
umrætt þrep sem engum tekjum hefur skilað er
þeirra efsta þrep, að því gefnu að álverið fái
næga orku til að geta starfrækt a.m.k. fjóra ker-
skála af fimm með fullum afköstum. Fáist hins
vegar ekki næg orka lækkar verðið. Sé dæmi
tekið, þá myndi verðið ef fáanleg orka nægði til
að reka tvo kerskála falla niður í c.a. 10 mill. í
dag er ástandið þannig að í Ghana tr viðkom-
andi álver lokað vegna vatnsskorts. Vitaskuld
er orkuverð nokkuð breytilegt, en almennt
talað þá er okkar samningur mjög í anda þess
sem gengur og gerist í nágrannalöndunum - í
Evrópu er meðalverðið 14-15 mill og í Noregi
mun lægra eða um 9 mill. Ennfremur liggur
Ijóst fyrir að kostnaðarverð raforku til álversins
er töluvert undir rafmangsverði hins nýja
álsamnings.
Einnig er sagt að við hefðum frekar átt að
semja um eitt fast verð- eina tölu - í stað þess
að tengja verðið við heimsmarkaðsverð á áli.
Þetta væri vissulega möguleiki, en það er
öllum Ijóst sem með þessi mál fjalla að enginn
möguleiki hefði verið á að semja um fasta tölu
hærri en c.a. 13 mill. Lægsta þrepið hjá okkur
er 12.5 samkvæmt gerðum samningi og gera
má ráð fyrir að meðalverð á samningstím-
anum geti orðið 15-17 mill. Með því að fast-
setja eina tölu væri verið að kaupa örl ítið meira
öryggi mjög háu verði. Aðrar viðbárur eru
hafðar uppi, en bera þó allar að sama brunni
að reynt er að villa um og rangfæra staðreyndir
þegar svo augljóslega liggur skýrt fyrir að ál-
samningurinn er þjóðinni mjög hagstæður.
ÞINGMÁL
1