Stefnir - 01.12.1984, Qupperneq 19

Stefnir - 01.12.1984, Qupperneq 19
107. löggjafarþing 1984-1985. Samþykkt lög á haustþingi 1984. 1. Lög um álbræðslu við Straumsvík. 2. Lög um br. á I. um heilbrigðisþjónustu. 3. Lög um br. á I. um Verðlagsráð sjávarútvegsins. 4. Lög um br. á I. um lyfjadreifingu. 5. Lög um br. á I. um löggilta endurskoðendur. 6. Lög um br. á I. um skattfrádrátt vegna fjárfestingar í atvinnu- rekstri. 7. Lög um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. 8. Lög um sérstakan barnabótaauka. 9. Lög um br. á I. um tekjustofna sveitarfélaga. 10. Lög um br. á I. um almannatryggingar. 11. Lög um br. á I. um sérstakt tímabundið vörugjald. 12. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Landssmiðjuna. 13. Lög um br. á I. um málefni aldraðra. 14. Lög um br. á I. um söluskatt. 15. Lög um br. á I. um tollskrá. 16. Lög um vöruhappdræti SÍBS. 17. Lög um br. á I. um eftirlaun til aldraðra. 18. Lög um br. á I. um tekjuskatt og eignarskatt. 19. Lög um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna. 20. Lög um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á ísl. skipum. 21. Lög um verðjöfnunargjald af raforku. 22. Lög um br. á I. um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. 23. Lög um br. á I. um tekjuskatt og eignarskatt. 24. Fjárlög fyrir árið 1985. ...Og nú er Landsmiðjan farin Margir minnast þess að á seinni hluta valda- ferils síðustu samstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins 1974-78 skilaði nefnd, sem þáv. fjármálaráðherra Matthías Á. Mathiesen hafði skipað, tillögum um sölu nokkurra ríkisfyrirtækja. Áður en til fram- kvæmda kom var sest að völdum vinstri stjórn á íslandi og nefndarálitinu var með það sama ýtt til hliðar. Tvö þeirra fyrirtækja sem lagt var til af nefndinni að seld yrðu voru Siglósíld á Siglu- firði og Landssmiðjan í Reykjavík. Á liðnu ári seldi iðnaðarráðherra Siglósíld og nú Lands- smiðjuna. Enginn vafi leikur á því lengur aö með sölunni á Siglósíld var brugðið á gott ráð, þar hefur reksturinn verið miklu kröftugri eftir að einstaklingar tóku yfir stjórnina. Jafnvel vinstri mennirnir á Alþingi sem lögðust sem mest gegn sölunni á liðnu ári sjá nú að sér eins og heyra mátti í umræðunni á dögunum þegar rætt var um söluna á Landssmiðjunni. f það minnsta eru menn miklu varkárari í dómum nú en þá þótt vissulega væri af sumum gerð til- raun til undansláttar og jafnvel andstöðu. Söluverð Landssmiðjunnar er rúmlega 22 milljónir, sem greiðist með 20% útborgun og verðtryggðum eftirstöðvum til átta ára. Þess má geta að hið nýja rekstrarfélag starfsmanna Landssmiðjunnar sem nú eignast fyrirtækið kaupir ekki fasteignir Landssmiðjunnar, heldur leigir til 15 ára í það mesta. Eigendur hins nýja félags eru 23 af 65-70 starfsmönnum fyrirtækisins. Þeir hyggjast með endurskipulagningu á fyrirtækinu fækka núverandi starfsfólki um 15-20, án nokkurs samdráttar í rekstri. Þetta segir sína sögu um þá möguleika sem eru fyrir hendi hvað varðar sparnað og betri rekstur ef fyrirtæki ríkisins eru seld einstaklingum og það kæmi mjög á óvart ef árangur þessarar sölu yrði ekki jafn jákvæður og sölunnar á Siglósíld. Sjálfstæðis- fólk horfir með mikilli velþóknun á þessa þróun og vonar að framhald verði á. f þessu sam- bandi er vert að vekja athygli á að menn eiga að vera samkvæmir sjálfum sér, þannig að á sama tíma og unnið er markvisst að sölu ríkis- fyrirtækja sé ekki staðið að því að reisa ný ríkisfyrirtæki sem fyrirsjáanlega munu eiga mjög erfitt uppdráttar, fyrirtæki sem betur væru óreist. Þess ber þó að geta að lög um sum þessara fyrirtækja hafa aðrir sett og ríkis- stjórnin þar með af þeim bundin - en lögum má breyta. Öryggisbelti og refsiákvæði Þingmenn í öllum flokkum standa að frum- varpi um breytingar á lögum nr. 55 frá 1981 sem nú hefur verið lagt fram. 1981 var það lög- fest á Alþingi að hver sá sem situr í framsæti bifreiðar sem búin er öryggisbelti, skuli nota þau við akstur. Þó skal ekki refsa mönnum fyrir að nota þau ekki. Sú breyting sem nú stendur fyrir dyrum er sú að um næstu áramót verður refsivert að nota ekki öryggisbelti í framsæti bifreiðar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að athuga sinn gang vel í málum af þessu tagi, sem virð- ast renna næsta viðstöðulítið í gegnum þingið. En um hvað snýsi málið? Fyrst og fremst um það iivort ríkið eigi að taka að sér að vernda borgarana fyrir sjálfum sér, þ.e. hvort einstakl- ingshyggjan eða heildarhyggjan er sett í önd- vegi. í röksemdafærslunni fyrir lagabreyting- um af þessu tagi er sagt að hún muni leiða til færri alvarlegra umferðarslysa, menn meiði sig minna og kosti þar með þjóðfélagið minna í sjúkrameðferðum og þess háttar. Það er m.ö.o. þjóðhagslega hagkvæmt að setja svona lög, að því gefnu að þau nái tilgangi sínum. Það ætti að vera Ijóst að þótt góður hugur fylgi máli þá á sú hugmyndafræði sem að baki liggurtakmarkað erindi viö Sjálfstæðis- flokkinn, og er á skjön við stefnu hans. Með nokkrum dæmum má sýna hvert röksemda- færsla af sama toga leiðir sé henni fylgt til hins ítrasta. Ef mælikvarðinn er þjóðhagsleg hag- kvæmni, þá má með sama móti halda því fram að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að banna ÁVÍÐOG DREIF ^—M - Hjá þingflokknum hafa orðið framkvæmda- stjóraskipti. Sigurbjörn Magnússon laga- nemi hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í stað Friðriks Friðrikssonar sem hverfur til annarra starfa. Sigurbjörn Magnússon lýkur prófi frá lagadeild Háskóla íslands í vor. Hann er formaður Heimdallar. - Matthías Bjarnason heilbrigðis- og sam- gönguráðherra hefur endurflutt tvo laga- bálka sem ekki náðu fram á síðasta þingi, frumvörp til sjómanna- og siglingalaga. - Albert Guðmundsson hefur lagt fram stjórn- arfrumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt, þannig að með breytingunni muni menn sem láta af störfum fyrir aldurs sakir geta dregið að fullu frá skattskyldum tekjum sínum hreinar launatekjur síðustu tólf starfsmánuðina. - Gunnar G. Schram hefur endurflutt nokkrar þingsályktunartillögur frá síðasta þingi s.s. um auðlindarannsóknir, endurskoðun á stjórnsýslulöggjöf, mótttöku útvarpsefnis i gegnum fjarskiptahnetti. - Björn Dagbjartsson hefur flutt í samvinnu við nokkra þingmenn þingsályktunartillögu um heimaöflun i landbúnaði. - Salome Þorkelsdóttirhefur ásamt fleiri þing- mönnum flutt þingsályktunartillögu sem felur í sér að könnun verði gerð á mögu- leikum þess að samræma almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu. - Eyjólfur Konráð Jónsson ásamt fleiri þing- mönnum hefur flutt þingsályktunartillögu um skráningu íslenskra búnaðarhátta. - Pétur Sigurðsson ásamt fleiri þingmönnum hefur flutt frumvarp um endurmat á störfum láglaunahópa. - Þingflokkurinn iheild hefur endurflutt þings- ályktunartillögu frá síðasta þingi um friðar- og afvopnunarmái. - Sérstaka athygli hefur vakið hversu ötulir stjórnarandstæðingar hafa verið við að leggja fram þingmál nú á haustþingi og minnast menn ekki jafn margra mála svo snemma. Hefur það veriö haft að orði að engu líkara sé en að stjórnarandstæðingar óttist að þeir muni aldrei aftur fá tækifæri til að leggja fram mál á Alþingi. Það er skemmst frá því að segja að ábyrgðarleysi á fjármálum ríkisins og sýndarmennska ein- kennir flest öll þessi mál og sjálfsagt myndu útgjöld ríkisins tvöfölduð ef öll frumvörpin og þingsályktanirnar yrðu afgreiddar frá þing- inu. - Ellert B. Schram þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur tekið sæti á Alþingi eftir árs fjarveru. Hann lýsti því yfir í upphafi þings að nann væri óháður þing- maður í þeim skilningi að hann væri ekki stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar né háður þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Enn hefur ekki á það reynt hvaða hlutverki Ellert hyggst gegna innan þingsins, hann hefur engan þingflokksfund sótt og var fjarverandi þegar atkvæðisgreiðslan um vantraust á ríkisstjórnina fórfram í haust. eða fækka bílum (þeir valda jú flestum slysum), betra væri að allir ferðuðust með strætisvögnum, banna áfengi og setja lög um tóbaksreykingar sem hafa að meginmarkmiði að draga úr tóbaksreykingum. I stefnu flokks- ins felst efnislega að „hver skuli vera sinnar gæfu smiður", þannig að opinber afskipti í þessu viðfangi ættu að takmarkast við að koma í veg fyrir að menn leggist á vonarvöl, þ.e. styðja við bakið á þeim sem minna mega sín. Vandséð er hvernig áðurnefnd lagasetn- ing fellur innan þess ramma. Þá er ennfremur vandséð hvort lagasetning af þessu tagi leiði til þess árangurs sem til var ætlast og erfitt er að koma auga á hvernig framkvæmdinni skuli háttað. Verður e.t.v. sami mælikvarði við hafður og varðandi ölvun við akstur, þannig að refsing liggi við um leið og gangsetning bif- reiðar hefur farið fram og ökumaður er ekki í öryggisbeltum? Umsjónarmaður þingmála er sannfærður um að of mikillar tilhneigingar gæti til lagasetningar af þessu tagi bæði hérlendis og í nágrannalöndunum. Hann álítur enn- fremur að þrátt fyrirfordæmi annarsstaðarfrá, þá séu vond iög vond lög hvaðan sem þau eru ættuð og Sjálfstæðisflokkurinn gerði vel í að sýna sérstöðu í afgreiðslu lagafrumvarpa af ■■þessu tagi á Alþingi. 2 ÞINGMÁL ÞINGMÁL 3

x

Stefnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.