Stefnir - 01.12.1984, Blaðsíða 22
MENNTUN, SELD ÞJÓNUSTA - EÐA GEFIN?
ÞORVARÐUR ELÍASSON, skólastjóri:
Menntun, seld þjónusta
— eða gef in?
Erindi þetta var flutt á ráðstefnu um menntamál sem haldin var á Akureyri 17. nóvember
1984, á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna og félaga ungra sjálfstæðismanna á
norðurlandi.
Inngangur
Ég mun í máli minu hér á eftir einkum fjalla
um peningahlið menntamála, þ.e. þá þætti
þessa málaflokks sem mældir eru í krónum og
aurum eða hægt er að koma þeirri mælistiku
yfir. Hér verður því rætt um hvað menntunin
kostar og hver borgar jafnframt því sem reynt
verður að skoða hversu mikils virði menntunin
er.
Til þess að fá skýra mynd af því sem er,
verðum við að þekkja ríkjandi fjármálastjórn
menntamála og gera okkur grein fyrir þeim
öflum sem þar eru aö verki. Við verðum einnig
að vita hvert við viljum stefna, þ.e. við verðum
að hafa skýr og skiljanleg markmið, og við
verðum stöðugt að spyrja, hvort ríkjandi fjár-
málastjórn leiði okkur að þessu marki, eða frá
því, og þegar árekstur verður á milli markmiða
og aðferða, þá megum við ekki gleyma að það
er markmiðið sem á að varðveitast, en aðferð-
inni má fleygja.
Þar sem ég er skólamaður að tala við aðra
skólamenn, þá þykir mér við hæfi að haga máli
mínu á þann veg sem skólabækurnar kenna.
Ég mun því leitast við að beita aðferðum og
hugtökum hagfræðinnar. Hagfræðin er sú
fræðigrein sem skólarnir kenna þeim, sem um
peninga og fjármál vilja fjalla.
Hagfræði er ákaflega einföld og auðskilin
fræðigrein. í rauninni þarf ekki að kunna og
skilja nema eitt atriði í þeim fræðum til þess að
geta rökrætt sem hagfræðingur um hvað sem
er. Við skulum byrja á því að tileinka okkur
þetta eina atriði hagfræðinnar, áður en lengra
er haldið, lögmál skortsins. Allt sem skortur er
á fær verð og verðið er því hærra sem skortur-
inn er meiri.
Það er skortur á menntun í heiminum og það
er skortur á menntun á Islandi. Menntun er því
auðmæld með peningalegum mælikvarða,
bæði hvað varðar gæði og magn. Með öðrum
orðum, menntun er jafn mikils virði og nem-
endur vilja greiða fyrir hana í frjálsum við-
skiptum.
Þegar ég nú segi að menntun sé jafn mikils
virði og nemendur vilja greiða fyrir hana í
frjálsum viðskiptum, þá verð ég, til að forðast
misskilning, að biðja menn að hafa hugfast að
það er eitt að þekkja hið rétta verð og annað að
taka ákvörðun um hver skuli borga. Það er
hægt að færa að því rök að menntakostnaður
þjóðarinnar skuli borinn uppi af skatttekjum
ríkissjóðs með sama hætti og það er hægt að
færa að því rök að menntun skuli ganga
kaupum og sölum eins og hver önnur vara og
þjónusta á almennum markaði. En það er ekki
hægt að færa rök að því að rétt sé að verja
meiri fjármunum til menntamála, en sem
nemur hinu rétta verði sem myndaðist ef
menntunin gengi kaupum og sölu á frjálsum
markaði.
Hver sá sem reynir að halda uppi slíkri rök-
semdafærslu lendir í þeim ógöngum að verða
að hafna hagvaxtarkröfunni og þar með aukinni
getu til þess að kaupa fyrir meiri menntun. Það
er hverjum manni heimilt að tala með fyrirlitn-
ingu um peninga og lífsgæðakapphlaupið, en
þeir sem það gera verða þá að nota sama fyrir-
litningatón þegar rætt er um það sem ekki fæst
nema fyrir peninga, þar á meðal alla æðri
menntun.
Menntunarkostnaður
Við skulum nú lít á fjárframlög ríkissjóðs til
nokkurra menntaskóla.
Fjárlög Fjöldi Greittá
1984 nem. hv. nem.
M.R. kr. 25.584 841 30,4þús.kr.
M.A. kr. 23.452 600 39,1 þús.kr.
M.S. kr. 24.792 803 30,9þús.kr.
M.í. kr. 15.762 139 113,4þús.kr.
S.B. kr. 9.061 113 80,2þús.kr.
V.í. kr. 23.532 741 31,8þús.kr.
Upplýsingar um nemendafjölda eru fengnar
fráHagstofu íslandsfyrirhaustið 1983. Einsog
hér kemur fram eru fjárframlög til einstaka
skóla mjög mismunandi. Allir skólarnir utan
M.í. eru gamlirog grónirskólar og ættu að vera
sambærilegir. Helstu frávik eru þau að við M.A.
og S.B. eru reknarheimavistiren ekki við M.R.,
M.S. og V.í. En einnig er rétt að benda á að
S.B. og V.í. fá greidda fasta krónutölu á ári
vegna húsnæðiskostnaðar, en hinir skólarnir
Þorvarður Elíasson.
fá greidd stofnfjárframlög sem falla misjafnt
niður á einstök ár, en það er einmitt slíkt stofn-
fjárframlag sem hleypirupp kostnaðatölu M.Í.,
en M.R., M.A. og M.S. eru augljóslega látnir
slíta húsum sínum upp. Þar er því vanreikn-
aður kostnaður sem því nemur. Við skulum nú
reyna að. I íta á skólana sem fyrirtæki sem selja
stúdentspróf. Söluverðið er fjögurra ára vinna
nemenda að viðbættum reksturskostnaði skól-
ans. Við skulum ennfremur spyrja okkur hvert
sé kostnaðarverð stúdentsprófsins og hvert
sé raunverulegt verðmæti þess. Er líklegt að
stúdentsþrófið seldist á frjálsum markaði á þvi
verði sem skattgreiðendur greiða fyrir það í
dag.
Lítum fyrst á fjárlagatölurnar. Á því verðlagi
sem gilti þegar fjárlög voru samþykkt, virðist
sem stúdentspróf í meðalstórum skólum, þar
sem ekki er rekin heimavist, kosti skattgreið-
endur 32 þús.kr. á ári pr. nemanda eða 128
þús.kr. á hvert stúdentsprófsskírteini taki
námið 4 ár. Sé rekin heimavist við skólann
kostar prófskírteinið hinsvegar ekki 128
þús.kr. heldur 160 þús.kr., og ef skólinn er auk
þess uppi í sveit en ekki í bæ, kostar stúdents-
prófið um 320 þús.kr. Ef einhver hefur áhuga
á að vita hvernig áðurnefndar 128 þús.kr.
myndast, þá má gefa þá grófu hugmynd um til-
urðina að 90% eru laun og launatengd gjöld en
um 10% annar kostnaður.
18
STEFNIR