Stefnir - 01.12.1984, Síða 23

Stefnir - 01.12.1984, Síða 23
MENNTUN, SELD ÞJÓNUSTA - EÐA GEFIN? „Er líklegl að stúdentsprófið seldist á frjálsum markaðiáþví verðisemskattgreiðendurgreiðafyrirþað ídag?" Þa skulum við spyrja okkur, nvert sé raun- virði stúdentsprófsins. Því miður er ekki hægt að gefa ákveðið svar við þessari spurningu, þar sem aldrei reynir á viðskiptin í raunveru- leikanum. Hver og einn getur hins vegar haft á þessu sína skoðun. Ég tel að ef stúdentar yrðu að greiða 128.000 kr. fyrir prófið sitt, þá myndu margir kaupa, en ég efast ekki um að eftir- spurnin mynd: minnka frá því sem hún er nú. Ég hef einnig þá skoðun að selja megi stúd- entspróf dýrar ef með því fylgir aðgangur að heimavist, og ennþá dýrar ef sá skóli sem selur er lítill einkaskóli úti í sveit. En hvort hækka megi verðið svo mikið að það fari yfir 300.000 kr., þeirri spurningu svara ég ekki. Við skulum nú láta spurninguna um það hversu mikils virði stúdentspróf hinna ýmsu skóla séu, liggja milli hluta um stund. Við skulum jafnvel samþykkja að eins vetrar nám í S.B. sé 80.000 kr. virði, en veturinn í M.R. sé ekki nema 30.000 kr. virði. En þá vaknar önnur spurning. Hver greiðir kostnaðinn og í hvers þágu? Þeirri spurningu er auðsvarað. Það er skattborgarinn, ég og þú, sem borgar og það eru nemendur sem þiggja. En af hverju á ég og þú að borga nemendum á Bifröst 80.000 kr. þegar nemendur í M.R. fá aðeins 30.000. Og af hverju eiga nemendur í Bifröst að fá stúd- entspróf sem er þrisvar sinnum verðmeira en það próf sem aðrir nemendur fá. Ég hef leitað í hugskoti mínu að svörum við þessum spurn- ingum, en ég finn engin. Mitt svar við spurning- unni getur ekki orðið annað en þetta. Það er óréttlátt og óskynsamlegt að mismuna nem- endum svona. Hér er verið að ráðstafa al- manna fé í þágu ákveðinna einstaklinga, en ekki á nokkurn hátt með heill þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Að sjálfsögðu er Samvinnuskólinn einungis tekinn hér sem dæmi vegna þes hve reksturs- kostnaður hans er hár en alls ekki af því að ég telji ástæðu til að gagnrýna rekstur skólans. Kostnaðurinn er einungis hár vegna þess að skólinn býr við aðstæður sem valda háum reksturskostnaði og ég get vel unnt nem- endum skólans þess sem þeir fá umfram aðra, ef ég þarf ekki sjálfur að borga kostnað þess. Við skulum nú aftur hverfa að samanburð- inum milli hinna einstöku skóla og athuga or- sakir þeirra mismunandi talna sem við sjáum þar. Þó ég fullyrði að svo ójafnar greiðslur á skattpeningi til nemenda séu illar og óréttlátar, þá þýðir það ekki að ég viti ekki af hverju þær eru svona ójafnar og skilji ekki að fyrir því liggja eðlilegar orsakir. Orsakirnar liggja að sjálf- sögðu í skipulagi fjármálastjórnar Menntamála- aráðuneytisins. Einn skóli er ekki dýrari en annar skóli vegna þess að hann þurfi endilega að vera það. Kostnaður við skólahald er mjög sveigjanlegur og mótast að sjálfsögðu af þeirri þjónustu sem hver skóli fær að veita nem- endum sínum. Allir skólar vilja veita öllum nemendum bestu þjónustuna, en hverjirfá að gera það ákvarðast í Menntamálaráðuneytinu. Núverandi fjármálastjórn Með fjármál menntaskólanna er farið á sama hátt og fjármál annarra ríkisstofnana. Gerðar eru fjárlagatillögur, þar sem hver skóla- stjóri áætlar reksturskostnað skóla síns næsta skólaár, og við tillögusm íðina er fyrst og fremst byggt á upplýsingum um magntölur frá fyrra ári, þ.e. þeirri þjónustu sem skólinn veitti nem- endum á síðasta ári, og þessum magntölum, sem eru 90% vinnutími starfsliðs skólanna, er síðan breytt í krónur með margföldunar- stuðlum sem ráðuneytið sjálft leggurtil. Þegar fjárlagatillögur skólanna hafa borist fjármála- deild Menntamálaráðuneytisins, þá taka starfsmenn þess tillögurnar og skera af þeim hér og þar og senda þær síðan áfram til Hag- sýslustofunnar sem sker enn meir hér og þar og sendir tillögurnar áfram til fjármálaráðherra. Þar kemur í Ijós að halli er á fjárlagagerðinni um einhver fá prósentustig og eru því allar til- lögur enn skornar niður um einhverjar prósent- ur, til þess að ná jöfnuði, annað hvort holt og bolt af Hagsýslustofnun, eins og þegar Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra, eða með erind- isbréfi viðkomandi fagráðuneytis, eins og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þegar hér er komið sögu er öllum vitaskuld Ijóst að reksturskostn- aður mun verða meiri en fjárlagatillögur gera ráð fyrir, en það vandamál er ekki rætt þegar fjárlög eru afgreidd nema að því leyti sem þing- menn einstakra kjördæma reyna að læða inn hækkunum fyrir sína skóla, einkum ef þeir eru staðsettir fjarri Reykjavik, en meginhluti vandamálsins hlýtur afgreiðslu með svokölluð- um aukafjárveitingum á fjárlagaárinu. Við skulum nú líta á árangur þessa stjórn- skipulags. Hlutur fjármálaráðherra og Hagsýslustofn- unar skiptir litlu máli í þessu sambandi. Þessir aðilar gera ekki annað en tefja greiðslur til skól- anna. Þeirra vegna hvorki hækkar rekstrar- kostnaður skólanna eða lækkar, af þeirri ein- földu ástæðu að Hagsýslustofnun sýslar ein- ungis með tölur á pappír en hefur ekkert um þær ákvarðanir að segja sem eru tilefni kostn- aðarliða skólanna. Starfsmenn Menntamálaráðuneytisins, sem sitja við skrifborð á Hverfisgötu 4 og hafa það að atvinnu að lækka reksturskostnað M.A. og annarra jafnvel enn fjarlægari skóla, eru ekki í öfundsverðri aðstöðu. Þeir geta spyrnt við fót- unum ef einstaka skólar reyna að brydda upp á nýjungum og veitt skólastjórunum aðstoð við að margfalda saman talnadálkana, en lítið annað. Það eru skólastjórnir viðkomandi skóla sem hafa á liðnum árum ákveðið það sem máli skiptir, þ.e. hvað er kennt og fjölda nemenda í hverjum námshóp, en þessar ákvarðanir ráða reksturskostnaði skólanna líklega um 95%. Enda verða menn að horfa upp á að kostnað- urinn eykst ár frá ári. Engan heyri ég þó halda því fram að gæði stúdentsprófsins séu meiri í dag en fyrir 10-20 eða 30 árum. Þvert á móti, þeir sem eitthvað heyrist í halda fram hinu gagnstæða. Hverjir eru þá ánægðir með skipulagið. Varla skólastjórarnir sem aldrei fá það sem þeir biðja um og varla nemendurnir, sem fá ekki einu sinni að ráða því í hvaða skóla þeir sækja um nám í. Enda er sannleikurinn sá að ríkisvaldið hefur hér komið sér upp stjórnsýslu- kerfi, þar sem skólastjórnir bera ábyrgð á gæðum framleiðslunnar, þ.e. kennslunni, og stjórna þar með eyðslunni, en annar aðili, þ.e. Menntamálaráðuneytið, sér um að borga og með peningum þriðja aðila, þ.e. skattborgar- anna. Þetta fyrirkomulag hefur marga alvarlega galla, en þann þó verstan að nýting fjármun- anna getur ekki orðið í miklu samræmi við þjóðarhag, þ.e. óskir nemenda og þarfir atvinnuveganna. Starfsemi skólanna ákvarðast í dag fyrst og fremst af því hvað gert var á síðasta ári, en þarfir þjóðfélagsins eiga lítinn aðgang að skól- unum. Vilji einstaka skólastjórn samt sem áður breyta einhverju þá hefur hún ekki vald til þess þar sem breytingar kosta peninga, auk þess sem skólastjórar eru ekki í miklu sambandi við þjóðlífið og vita því lítið um hverjar þarfir þess eru. Kostnaður getur aðeins hreyfst upp. Mann- legt eðli skólastjóra gerir þær kröfur að þeir sleppi aldrei neinu sem einu sinni fæst en bæti alltaf við sig þegar á því er einhver kostur. Það alvarlegasta er þó að með þessu fyrir- komulagi eru skólarnir ekki færir um að leggja STEFNIR 19

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.