Stefnir - 01.12.1984, Side 25

Stefnir - 01.12.1984, Side 25
MENNTUN, SELD ÞJÓNUSTA - EÐA GEFIN? einstaka skóla umfram þaö sem nemur tekjum þeirra af framlagi ríkissjóðs, þá geri þau svo með eigin fjárframlögum. 4. Menntamálaráðuneytið leggi niður Námsgagnastofnun og skólarannsóknadeild, en verji fjármunum sínum heldur til þess að styrkja slíkt starf í skólunum og til kaupa á þjónustu á almennum markaði. Vangaveltur um framkvæmd tillagna Tillögur þær sem hér hafa verið settar fram um nýtt skipulag á fjármálastjórn skóla og ráðuneytis má útfæra á ýmsan hátt. Sýnt er í töflu 1 hvernig fjárveitingum er háttað í Menntamálaráðuneyíinu vegna yfirstandandi árs og hvað fæst fyrir féð. Tafla 2 sýnir hvernig haga mætti fjárveitingum eftir breyttu skipulagi sem ég lýsi nokkru nánar hér á eftir um leið og gerð verður tilraun til að draga fram helstu kosti og galla. Ekki er ætlunin að setja fram skoðun á því hversu háargreiðslurráðuneytisinstil einstaka skóla eiga að vera, né heldur hvort greiðslurn- ar eigi að renna til nemenda eða beint til skól- anna, enda skiptir það ekki megin máli, svo fremi sem nemendur jafnt sem skólar hafi fullt frelsi til þess að velja og hafna í viðskiptum sínum. Hér verður sú eina breyting gerð á uppstill- ingu fjárlaga að framlög til hvers einstaks skólastigs verða miðuð við reksturskostnað skóla á viðkomandi skólastigi í Reykjavík. Á þennan hátt kemur í Ijós hversu miklum fjár- munum er ráðstafað til greiðslu á einhverri annarri þjónustu en skólar í Reykjavík veita. 1. Skrifstofan Átöflu 1 séstaðskrifstofuhald ráðuneytisins kostar um 30 milljónir króna, sem hér er metið jafngilda 61 ársverki. Hvertársverkerþámetið á 500.000 krónur, sem eru meðaltekjur starfsmanna í opinberri stjórnsýslu að við- bættu 60% álagi fyriröðrum reksturskostnaði. Á því er ekki nokkur vafi að ef tekin yrði upp sú regla að greiða skólum fasta krónutölu fyrir hvern nemanda í námi, og hætta allri þjónustu við skólana og stjórnunarafskiptum öðrum en fjármálalegum og gæðaeftirliti, þá mætti fækka starfsliði ráðuneytisins um meir en helming. Ekki er þó þar með sagt að það leiddi af sér 15 milljón króna sparnað, því líklegt er að ráðu- neytið myndi vilja verja þeim tekjum til að þjón- usta skólana með öðrum hætti. Ávinningur yrði þó a.m.k. betri nýting fjármuna og bætt þjón- usta, ef ekki sparnaður. 2. Dagvistarheimili Hér er ekki ætlunin að fjalla um rekstur dag- vistarheimila. Ég get þó ekki stillt mig um að benda á að heildargreiðslur Reykjavíkur- borgar vegna dagheimila eru kr. 64,3 milljónir vegna 1082 barna, sem jafngildir 59 þúsund kr. á hvert barn. Við þetta bætast greiðslur for- eldra þannig að heildarkostnaður á hvert barn í dagheimili er um 82.500 krónur á ári, eða um 7 þús. kr. á mánuði. Tafla 1. Afköst Menntamálaráðuneytisins 1984 Fjárlög þús. kr. Viðmiðun Afkastatala 1. Skrifstofa 30.716 500.000 kr. 61 ársverk 2. Dagvistarheimili 0-5 ára 31.640 26.300 1.200 kr. ábarn 3. Grunnskólar 1.177.054 41.001 nem. 28.700 kr. ánem. 6-15 ára 41.700 mannfj. 28.200 kr. á barn 4. Framhaldsskólar 641.416 15.751 nem. 40.700 kr. ánem. 16-19ára 17.500 mannfj. 36.700 kr. á mann 5. HÍ + KHÍ + LÍN + 701.774 6.532 nem. 107.400 kr. ánem. Garðar, 20-24 ára 22.300 mannfj. 8 kr. ámann 6. Fullorðinsfræðsla 25-69 ára 960 114.500 mannfj. 8 kr. ámann 7. Ranns.ogmenning 302.175 115.000 mannafli 2.600 kr. á vinnandi mann Samtals: 2.885,735 63.284 nem. 238.800 manns 45.600 ánemanda 12.100 ámann 25.100 á vinnandi mann Fjöldi nemenda á haustönn 1983 skv. Hagstofu íslands, (Hjalti Kristgeirsson), mannfjöldi og mannafli, er áætlaður út frá mannfjöldaskýrslu Framkvæmdastofnunar 1984. Er ekki orðið tímabært að hugleiða laun tii heimavinnandi húsmæðra, sem gæta barna sinna? Það er augljóslega miklu hagkvæmara en ríkispössunin. 3. Grunnskólar Framlög til grunnskóla í Reykjavík eru sem hér segir árið 1984. Alls þús- Fjárlög Reykjavík Samtals und kr. 211.455 132.300 343.755 Nemendur Ánem- 12.500 12.500 12.500 andakr. 16.900 10.600 27.500 61% 39% 100% Ef hver grunnskóli og héraðsskóli fengi greiddar 16.900 krónur fyrir hvern nemanda myndi heildar fjárlagaliður vegna þessara skóla lækka úr 1.177 milljónum niður í 697 mill- jónir króna eða um 484 milljónir króna. Hér í eru að vísu meðtaldar 36 milljónir vegna Námsgagnastofnunar og endurskoðunar á námsefni, sem ekki er hægt að spara, en má nýta miklu betur með því að kaupa þjónustu annarra útgáfu- og þjónustufyrirtækja en láta starfsfólk ráðuneytisins einungis annast samninga vegna þeirra viðskipta. Nú kann einhver að spyrja. Er ekki nauðsyn- legt að greiða meira fyrir rekstur grunnskóla utan Reykjavíkur en gert er í Reykjavík. Svar mitt er nei. í fyrsta lagi er mér ekki kunnugt um neina umfram þjónustu sem grunnskólar utan Reykjavíkur veita nemendum sínum og ástæða sé til að borga fyrir. ( öðru lagi er það þjóðsaga að rekstur skóla í dreifbýlinu þurfi að vera dýrari en í Reykjavík, og í þriðja lagi jafn- vel þótt það sé dýrara að mennta fólk í einum landshluta en öðrum, þá eiga skattgreiðendur ekki að borga þann kostnaðarmun. Það er dýr- ara að lifa í Reykjavík en nokkrum stað öðrum á landinu, einfaldlega vegna hás húsnæðis- verðs og mikilla fjarlægða milli vinnustaða og íbúðahverfa, en engum dettur í hug að styrkja Reykvíkinga. Að vísu eru til svo lítil sveitafélög að vandséð er hvernig þau eiga að standa undir skólarekstri, en hver biður þessi sveita- félög um að vera til. Er ekki þvert á móti með öllum ráðum verið að reyna aö sýna íbúunum fram á að þeir verði að sameinast öðrum sveitafélögum. Ef halda á nafni þessara litlu sveitafélaga, einungis til þess að afkomendur ákveðinna ætta geti fylgt fornri hefð og titlað sig hreppstjóra, þá er það allt í lagi svo fremi sem íbúar viðkomandi hrepps borga sjálfir þann kostnað sem því fylgir. Sannieikurinn er sá að algjör nauðsyn er á að fólk greiði sjálft þann kostnað sem því er samfara að lifa þarsem það kýs að búa. Það er eðiileg afleiðing frelsis til búsetu og forsenda hagþróunar. Rekstur skóla í litlu sveitafélagi getur ekki orðið hagkvæmur nema fólkið í því sveitafélagi borgi sjálft kostnaðinn, með sama hætti og það ásjálft að vinnasérinn þærtekjur sem þarf til þess að geta búið þar. Vera kann að einhver sé mér ósammála um það að dýrast sé að búa í Reykjavík. Færa má rök að þvi að svo sé með því að gera kröfur til lifnaðarhátta sem kosta mikið í fámennu byggðalagi. Það breytir þó engu um nauðsyn þess að íbúar í slíku byggðalagi greiði lifikostnað sinn sjálfir. Það þýðir einfaldlega að þeir þurfa að fá meiri tekjur en íbúar Reykjavíkur og það er þeirra mál að afla sér teknanna. 4. Framhaldsskólar Rekstur framhaldsskóla í Reykjavík er mjög mis dýr. Ódýrastir eru þeir sem reknir eru eftir gamla menntaskólaskipulaginu. Að með- töldum húsnæðiskostnaði er heildarreksturs- STEFNIR 21

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.