Stefnir - 01.12.1984, Síða 26

Stefnir - 01.12.1984, Síða 26
MENNTUN, SELD ÞJONUSTA - EÐA GEFIN? Tafla2. Nýtt skipulag fjárveitinga Menntamálaráðuneytis Magn Ein.verð Fjárveiting, þús. kr. 1. Skrifstofa 30 ársverk ákr. 500.000 15.000 2. Dagvistarheimili 31.640 3. Grunnskólar 41.000 nem. ákr. 16.900 692.900 4. Framhaldsskólar 15.000 nem. ákr. 30.000 450.000 5. Háskólar 5.000 nem. ákr. 60.000 300.000 6. Fullorðinsfræðsla 5.000 nem. ákr. 7.000 35.000 7. Ranns. og menning 302.175 8. Tekjuafgangur 1.059.020 Samtals 2.885.735 annarra, en ekki til þess að ríkið reki hana. Til dæmis gæti ríkissjóður greitt helming kostn- aðar öldungadeilda og annarra sem slíka menntun vilja selja. Erfitt er að spá fyrir um j hversu stóran lið hér yrði að ræða, en giskað er j á að þetta hefði í för með sér 7.000 kr. greiðslu fyrir 5.000 mannsáári. Meðslíkufyrirkomulagi gæti fullorðinsfræðsla orðið merkilegt og öflugt framlag til bætts efnahags og betra mannlífs og þó kostnaðurinn yrði verulega mikið hærri, þá er líklegt að það væri þess virði. Sérstök ástæða er til að benda á aukna þýðingu fullorð- insfræðslunnar, ef skólagjöld verða tekin upp þó í litlum mæli sé, vegna þess að þá er Iíklegt að fleiri myndu fresta menntun sinni um nokkur ár. kostnaður þeirra líklega um 35.000 krónur á hvern nemanda. Æskilegt er að einhver hluti þessa kostnaðar sé borinn uppi af nemendum sjálfum þó ekki væri til annars en að gera nem- endum Ijósa stöðu sína. Það er enginn að biðja þá um að sitja í skóla, heldur eru þeir þar vegna eigin hagsmuna og þeir þurfa að greiða fyrir þá. Slík greiðsla gerir hvorttveggja í senn að fá nemendur, sem litla löngun hafa til náms, til að láta ógert að innrita sig, og efla áhuga þeirra sem í skólana koma á því að læra. Nem- endur eins og aðrir vilja fá eitthvað fyrir pening- ana sína. Hér er lagt til að ríkissjóður greiði 30.000 krónur vegna hvers nemanda og nemendur sjálfir kr. 5.000 í skólagjald. Nemendum myndi fækka niður í 15.000 a.m.k. og greiðslur ríkis- sjóðs lækka úr 641 milljón niður í 450 milljónir, þ.e. um 191 milljón. Vafalaust getur einhver fært að því full rök að þessi greiðsla nægi alls ekki til þess að standa undir rekstri ákveðinna skóla, en það er ekki þar með sagt að ríkis- sjóður eigi að greiða þessum skólum meira fé en öðrum fyrir tilvist sína. Ef einhver skóli kostar meir en 35.000 krónur á hvern nemanda, þá verður stjórn viðkomandi skóla einfaldlega að spyrja sjálfa sig hvort skólinn sé meira virði. Ef skólinn er meira virði finnst einhver sem vill borga það sem upp á vantar. Ef skólinn er ekki meira virði, þá verður hann einfaldlega að breyta starfsháttum sínum eða loka. Beinast liggur við að skóli, sem þarf meiri tekjur, hækki skólagjöld sín. Komi nemendur er málinu bjargað. Komi þeir ekki má spyrja sveitafélagið hvort það hafi áhuga á áfram- haldandi rekstri, en ef það vill heldur ekki borga, fyrir hvern á skólinn þá að starfa? Haldi menn að af því stafi einhver háski þótt einn og einn skóli loki, þá er það algjör mis- skilningur. Lokun skóla veldur ekki meiri röskun en lokun hvers annars fyrirtækis. Nem- endur og kennarar fara einfaldlega eitthvað annað. Húsnæðið fær nýjan rekstraraðila og e.t.v. nýjan rekstur eða þá annan skóla. Ég minnist þess til dæmis að þegar ég var á ferð í Bandaríkjunum að kynna mér skólamál, var mér sagt að um 40 skólar yrðu árlega gjald- þrota þar og þótti öllum eðlilegt. Þar var ein- faldlega litið svo á að þjóðin losnaði við 40 lélega skóla og þá gæfist 40 nýjum aðilum tækifæri til að spreyta sig. 5. Háskólanám Samkvæmt fjárlögum var framlögum til náms á háskólastigi þannig skipt 1984. Fjárlög Fjöldi Krónurá 1984 nemenda nemanda Garðarnir og fleira 10.307 Háskóli fslands 248.760 4.137 60.100 Kennara- háskólinn Lánasjóður 42.758 395 108.200 ísl.námsm. 399.949 (erl.)2.000 Samtals 701.774 6.532 107.400 Ég neita algjörlega að ausa svona fé í stúd- j enta, algjörlega án tillits til þess hvort þeir eiga | nokkurt erindi í háskólanám eða ekki. Og hvað | í ósköpunum eru 2.000 manns að læra erlend- j is og til hvers? Ekki svo að skilja að þeir megi það ekki, ég vil bara ekki borga kostnaðinn sjálfur. Samkvæmt þessu virðist það kosta um 60.000 kr. á nemanda á ári að reka H.Í., en þar til viðbótar kemur húsnæðiskostnaður, sem er borinn uppi af öðrum tekjum. Ég teldi eðlilegt, ef á annað borð á að kosta háskólanámið af almannafé, sem alls ekki er sjálfsagt að gera, að háskólar fái greitt 60 þús.kr. á hvern nemanda, enda leggi þeir sjálfir á skólagjöld til þess að mæta húsnæðiskostnaði. Þeir sem óskuðu að stúdera erlendis gætu fengið peninginn greiddan út. Telja má nokkuð víst að við þessar ráðstafanir og ef L. Í.N. verði lagður niður þá fækki stúdentum í háskóla- námi og erlendis úr 6.500 í 5.000 a.m.k. enda ber enga þjóðfélagslega nauðsyn til þess að hafa þá tölu hærri. Þessi fjárlagaliður lækkar þá um 402 milljónir. Sérstök ástæða er til að benda á að verði þetta skipulag tekið upp, getur hvaða aðili sem er stofnað háskóla, svo fremi hann sé fær um að fátil þess hæft kenn- aralið og nemendur. Akureyri myndi hér standa vel að vígi hvað þetta varðar. 6. Fullorðinsfræðsla Ástæða er til að taka upp fjárveitingu undir I þessum lið til þess að styrkja fullorðinsfræðslu 7. Rannsóknir og menning- arstarfsemi Hér er ekki ástæða til að fjalla mikið um þennan liö. Ég vil þó nota tækifærið til þess að minna á að enda þótt vel megi halda því fram að íslendingar eyði í menningu sjálfum sértil skemmtunar, þá gildir það sama alls ekki um rannsóknir. Rannsóknir eru einungis stund- aðar til þess að auka hagvöxt sem byggir á þekkingu, hvort heldur verið er að hugsa til skamms eða langs tíma. Rannsóknir eru því jafn mikils virði og hægt er að selja þær á. Megnið af þeim rannsóknum sem stundaðar eru fyrir fé ríkissjóðs eru sára lítils eða einskis virði. Hér er allt of mikið um vindmyllurann- sóknir. Haldi einhver að íslensk fyrirtæki kaupi ekki rannsóknir, þá er það algjör misskilningur. T.d. hefur Landsvirkjun eyttstórfé í rannsóknir á liðnum árum sem hafa gefið merkan árangur og skila sér í beinhörðum peningum. 8. Tekjuafgangur Yrðu þær breytingar gerðar á fjárveitingum, sem hér hafa verið til umræðu, myndaðist 1.064 milljón króna tekjuafgangur. Tekjuaf- gangi þarf að ráðstafa og að mínu áliti væri best að nota hann til þess að lækka skatta og endurgreiða skuldir ríkissjóðs. Næst besta ráðstöfunin væri að veita aukna þjónustu til allra stiga fræðslustarfsins án þess þó að ráða fleira starfsfólk. Betra væri að kaupa þjónust- una af öðrum fyrirtækjum eða bjóða hana út. Lakasti kosturinn væri sá að halda áfram að verja þessu fé til þess að halda opnum skólum sem betra væri að loka og til þess að halda uppi kennslu í allt of fámennum námshópum. Það eitt að breyta skipulaginu og draga vit- leysurnar fram og neyða fólk til þess að sýna hvað þær kosta myndi auka Iíkur á þróun í heil- brigðari átt og stórbæta aðstöðu starfsfólks Menntamálaráðuneytisins til raunverulegra stjórnunarstarfa. Megin gagnsemi skipulags- ins er þó fólgin í möguleikum þess að framboð og eftirspurn stýri rekstri skólanna sjálfra. Niðurstaða Það myndi styrkja stöðu almennrar fræðslu á íslandi, bæta fjárhag ríkissjóðs og efla hag- vöxt í landinu ef allar menntastofnanir á fram- 22 STEFNIR

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.