Stefnir - 01.12.1984, Síða 29

Stefnir - 01.12.1984, Síða 29
AÐALFUNDUR HEIMDALLAR og Búseta væri veittur aögangur aö Bygg- ingasjóöi verkamanna. Sjálfstæöisflokkur- inn getur ekki staðið að lagasetningu sem hyglar þeim sem kjósa aö búa í leiguhús- næöi á kostnaö þeirra sem vilja eignast þak yfir höfuöið. Heimdallur fagnar því aö í nýlegri skoöanakönnun lýsti afgerandi meirihluti þjóðarinnar stuöningi viö stefnu þjóðarinnar í varnar-og öryggismálum. Heimdallurvarar þó eindregiö við öllum hugmyndum um að gera öryggismál þjóðarinnar aö féþúfu. Sjálfstæöisflokkurinn má aldrei Ijá máls á því að efnahagslegu sjálfstæöi þjóöarinnar sé stefnt i hættu. Ákvarðanir í varnarmálum eiga einungis að taka miö af öryggishags- munum þjóðarinnar á hverjum tíma. Heimdallur fagnar því að í nýgeröri verk- efnaáætlun ríkisstjórnarinnar skuli stefnt í rétta átt til aö losa um hið staðnaða landbún- aðarkerfi. í þessu máli duga ekki fögur fyrir- heit, því það er framkvæmdin sem skiptir máli. Heimdallur er enn þeirrar skoðunar aö gera þurfi róttækan uppskurð á þessu kerfi. Afnema niöurgreiðslur, útflutningsbætur og kjarnfóöurskatt og láta þannig lögmál fram- boös og eftirspurnar ráöa í þessum málum sem öörum. Heimdallur lýsir yfir óánægju sinni yfir örlögum frumvarps um afnám einkaréttar ríkisins á útvarpi og sjónvarpi og treystir þingmönnum Sjálfstæöisflokksins til aö ná þessu máli fram á komandi haustþingi. Á sama tíma og afturhaldssinnaðir þingmenn reyna að berjast gegn vilja almennings og svæfa frumvarpið er fjármagni dælt í tröll- vaxiö útvarpshús, en alls er óvíst hvaða hlut- verki Ríkisútvarpið mun gegna þegar sam- keppni hefur komist á í þessum málum. Heimdallur leggur til aö mörkuð verði raunhæf stefna í áfengismálum þjóðarinnar, með traust á einstaklingnum að leiðarljósi og hafnar öllum hugmyndum um að vilji fámenns minnihluta um boð og bönn á þessu sviði verði opinberstefna. Heimdallur minnir enn fremur á, að aflétta verður bjór- banninu. Heimdallur vill vekja athygli á þeirri breyt- ingu sem orðin er á stjórnarskránni sem felur í sér að kosningaaldur hefur verið lækkaður í 18 ár. í samræmi við þá breytingu er nauð- synlegt að þessi aldurshópur sem nú erfalin sú ábyrgð að setjast að kjörborðinu njóti allra þeirra réttinda sem eldri en 20 ára njóta.“ Stjórn HeimdaUar, efri röð frá vinstri: Hákon Örn Arnþórssön, Sigurbjörn Þorkelsson, Kristján B. Ólafsson (gjaldkeri), Eiríkur Ingólfsson, Baldvin Einarsson, Gísli Gíslason, Benedikt Bogason (ritari). Neðriröd: RósaGuðbjartsdóttir, Drífa Hilmarsdóttir, Sigurbjörn Magnússon (formaður), Elín Hirst, Þór Sigfússon (varaformaður). STEFNIR 25

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.