Blik - 01.04.1948, Side 12

Blik - 01.04.1948, Side 12
8 BLIK ekki undra það, því einu sinni fór ég í kaupstaðinn og var ekki beysin, þégar ég kom heim aftur, eftir alla þessa löngu leið í bíl. Ég var alveg frá í gigt. Ég dróst varla áfram. Svo ætlaði ég að fara að liðka mig svolítið og busla í vatninu hérna rétt hjá, kemur þá ekk-i bannsettur húsbóndinn (;g ætlar að fara að baða sig líka, og ég er ekki með svoleiðis fígúru að vera í sundbol, ég varð því að fara í fötin strax aft- ur. Viljið þið ekki fá vkkur meiri mjólk, skinnin mín.“ Svona lét hún dæluna ganga meðan við borðuðum og ég var dauðfegin, þegar við komustum út undir bert loft. Við skoðuðum okkur um. Það var stór og fallegur trjá- garður fyrir framan húsið, og var vatn dálítið fyrir neðan. Mér fannst reglulega fallegt þarna. Allt í einu dettur mér í huo- O’ hvort það væri ekki gaman að fara út á vatnið og róa. Vinkona mín féllst strax á það og við fengum leyfi hjá húsbóndanum. Síðan var farið af stað og Fína með okkur með köttinn sinn. Það var hennar mesta uppáhald og hafði hún hann með sér, hvert sem hún fór. Ég og vin- kona mín rérum eins og herfor- ingjar að okkur fannst, þó að við hefðum aldrei snert árar fyrr. Allt í einu stekkur kisa upp úr keltu Fínu. „Kötturinn, köttur- Inn minn!“ hrópar Fína og dembir sér yfir okkur, og það munaði nú það mikið um hana, a'ð bátnum hvolfdi með öllu, sem í honum var. Ég ætla ekki að fara að lýsa óhljóðunum í Fínu, en húsbóndinn hefur ugg- laust heyrt í henni, því að hann kom hlaupandi á harða spretti niður að vatninu, þessi líka fitú kubburinn. Sem betur fór kunni ég og vinkona mín að synda, svo að við gátum dröslað Fínu grey- inu í land og hún var svo að-- fram komin, þegar þangað kom, að hún hafði ekki rænu á að spyrja um köttinn. Svona fór um sjóferð þá. Birna Guðjónsdóttir II. bekk. — o — Bernskuminning. í dag er sunnudagur, en hvað það er gaman. — Ég á að fara í nýjan kjól, sem mamma er nýbúin að sauma. Jæja, þarna kemur mamma með kjólinn, og hjálpar mér í hann og á- minnir mig um leið að óhreinka mig nú ekki. Já, já, ég lofa öllu fögru. Ég skottast úti fram að há- degi, eða þangað til ég heyri mömmu kalla á mig til matar. Ég varð að gera svo vel að láta á mig svuntu, meðan ég var að borða, því að það getur hent allra bezta fólk að rnissa eitthvað

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.