Blik - 01.04.1948, Page 23

Blik - 01.04.1948, Page 23
B L í K l9 mæti konu, sem er að bisa við að koma manni sínum heim í tjald eða hver veit hvert. Ég fór heim til að sofa. Fyrst lá ég lengi and- vaka og hugsaði um allt böl á- fengisins. Ég bað guð áð varð- veita mig frá þessari eymd. Ut frá þeim hugsunum sofnaði ég. Th. G. III. h. — o — Þegar „brennusöfnunin" stend ur hér yfir á haustin, kemur það oft fyrir, að unglingar og jafnvel börn neyta þá fyrsta vindlings- ings til þess að sýnast meiri menn. Þetta hefi ég sjálfur horft á. Þetta er mjög varasamt fikt, því að oft vilja vindlingarnir verða fleiri, þegar þessir ungling- ar eldast og þá jafnvel að ástríðu, sem þeir ráða ekki við. Hér í skólanum er starfandi bindindisfélag, sem allir nemend ur eru í ásamt skólastjóra og kennara. Það er bindindismál- um æskulýðsins hér ómetanleg hjálparhella og á skemmtnnum skólans sést aldrei tóbak eða á- fengi haft um hönd. Ég veit ekki betur, en að svo hafi það verið hér frá upphafi í þessum skóla. Betur, að það væri svo allsstaðar og í öllum skólum landsins. Við hvað má líkja drukknum manni? Shakespeare svaraði því ,á eftirfarandi hátt: „Við drukkn- andi mann, við heimskingja, við vitfyrring. Fyrsti sopinn gerir hann heimskingja, annar vitfyrr- ing og sá þriðji drekkir honum.“ „Hinn nýi tími krefst reglu- semi,“ sagði Georg Brandes og það er satt. Tr. Þ. III. b. — o — Margur æskumaðurinn geng- ur með þá grillu í höfðinu, áð vegsauki sé að því að neyta tó- baks og áfengis. Það er skiljan- legt, að unglingana langi til þess að verða sem fyrst fullorðnir og sjálfum sér nógir. Og þess vegna kappkosta þeir eftir föngum að tileinka sér lifnáðarhætti full- orðna fólksins. Nú vill oft svo illa til, að fullorðna fólkið neyt- ir bæði tóbaks og áfengis og ger- ir þá ekki ungmennið greinar mun á góðu og illu, réttu og röngu heldur apar allt eftir þeim fullorðnu. G. H. III. b. — o — Á undanförnum árum hefir meira verið rætt og ritað um á- fengismálin, en flest önnur mál meðal okkar íslendinga, og það alls ekki að ástæðulausu. Ástandið í þessum efnum er sannast að segja hræðilegt, og höfum við Vestmannaeyingar ekki farið varhluta af því.

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.