Blik - 01.04.1948, Page 35

Blik - 01.04.1948, Page 35
B L I K 31 Eyjatíðindi LANDAKIRKJA Hér fæddust á s.l. ári 91. barn, 46 sveinbörn og 45 meybörn. 56 börn fermdust, 30 sveinar og 26 rneyjar. Samtals dóu 28 manns, 11 karlkyns og 17 kvenkyns. Vígð voru af presti 33 hjón, en 4 stofnuðu borgaralegt hjóna- band. 26 barnaguðsþjónustur fóru fram í kirkjunni og sóttu 252 börn guðsþjónustu að meðaltali eða samtals allt árið 6553 börn. Samtala kirkjusóknarinnar við hádegismessur er svipuð og mun að meðaltali hafa komið til hverrar messu 160 manns. Próf III. b. nem. hófst 2. maí og lauk 23. s. m. Miðskólapróf hófst 16. maí, því lauk 31. s. m. Skólaslit fóru fram í Samkomu húsi Vestmannaeyja 23. maí með samdrykkkju nemenda Og kenn- ara, og gesta þeirra. Við skólaslit afhenti skóla- stjóri skólanum þjóðfánann úr silki, sem Þorsteinn Einarsson í- þróttafulltrúi og fjölskylda hans höfðu gefið skólanum til minja unr kennslustörf Þorsteins við skólann um 7 ára skeið. Vestmannaeyjum, 16. júlí 1947 Þorsteinn Þ. Víglundsson Formaður söngkórs kirkjunnar er frú Sigurbjörg Asta Sigurðar- dóttir, Oddgeirshólum. Söngstj. er Ragnar G. Jónsson. Söngur kórsins þykir takast með mestu prýði. Kvenfélag Landakirkju hefir innt af hendi mikið og merkilegt starf. A síðastliðnu ári lét það steypa garð umhverfis lóð Landa kirkju. Formaður þess félags er frú Lára Kolbeins. Þá hefur sóknarnefndin gert sitt til að hlynna að kirkjunni og gera hana vistlegri. Á s. I. ári lét hún steypa gólf í han'a og mála alla. Formaður sóknar- nefndar er Páll Eyjólfsson, forstj. Sjúkrasamlags Vestmannaeyja. —■ Kirkjuna málaði Engilbert Gísla son málarameistari. GAGNFRÆÐASKÓLINN Við síðastliðin áramót námu hinir ýmsu sjóðir skólans samtals kr. 13004,57. Sú upphæð skiptist þannig: Minningarsjóður Þór- unnar Friðriksdóttur frá Löndum kr. 2235,68 Minningarsjóður Herm. Guðmundssonar frá Há- eyri 1892,96 Minningarsjóður Hauks Lindbergs 3068,05 Smásjársjóður 705,00

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.