Blik - 01.04.1948, Page 36

Blik - 01.04.1948, Page 36
32 B L I K Ferðasjóður nem. 657,00 Blaðsjóður skólans 2267,68 Umbótasj. skólans 2178,20 Samtals: 13004,57 Sjóðir þessir eru geymdir í Sparisjóði Vestmannaeyja og Út- vegsbanka Vestmannaeyja. 1. desember s. 1. héldu nem- endur Gagnfræðaskólans ársfagn að sinn. 1. febrúar s. 1. minntust nem- endur bindindisstarfs og bind- indishugsjónar æskulýðsins. Skól- inn hafði boðið stúkunum Báru og Sunnu að senda sér gesti í til- efni dagsins. Þessir góðtemplarar sátu bindindisfund nemenda: F. h. Báru nr. 2. Séra Halldór Kolbeins og Óskar Jónsson. F.h. Sunnu nr. 204, hjónin Árni J. Johnsen og Margrét Johnsen. 28. febr. s. 1. héldu nemendur glímudansleik í skólanum, hinn fyrsta í sögu Gagnfræðaskólans. 10. marz s. 1. héldu nemendur skólans almenna skemmtun í Samkomuhúsi Vestmannaeyja til tekna fyrir Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna. Til skemmtunar: Leikfimi, söngur, kvikmyndasýn- ing, gítarleikur, kvæðaþáttur og danssýning. Aðsókn var ágæt og voru Barnahjálpinni afhentar kr. 3100,00. Þá var allur kostnað- ur greiddur. ÍBÚATALA Eyjanna vi'ð s. 1. áramót var 3476 manns alls, eða 1718 karlar og 1758 konur. ÁFENGISNEYZLA í Eyjum nam s. 1. ár um kr. 1 millj. og 500 þús. kr. SPARISJ. VESTMANNAEYJA. Inn- og útborganir námu s. L ár 14 millj. 185 þús. kr. SAMGÖNGUR Flugfélagið Loftleiðir flutti 5636 farþega milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur á s. 1. ári. Flutningur farþega nam 44.379 kg. Póstur 1669 kg. Flugtími samtals 665 klst. 750 sinnum lentu flugvélar félagsins á vellin- um hér; oftast Kristinn Ólsen flugmaður eða 260 sinnum. Flugfélag íslands hóf fastar flugferðir milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur 8. júlí f. á. Flug- vélar þess fluttu 2516 farþega milli Reykjavíkur og Vestm.- eyja. Flutningur farþega nam 24.306 kg. Póstur 6058 kg. Ann- ar flutningur 453 kg. ÞÓR (vi'ð Árna): „Ég skal veðja við þig, að þú skalt ekki geta stokkið yfir stafinn minn, þó að ég leggi hann á gólfið. ÁRNI: Já, ég þori að veðja. ÞÓR: Hverju viltu veðja? ÁRNI: Einum dansi við Döddu. ÞÓR: Ég geng áð því. Síðan lagði Þór stafinn sinn á gólfið fast upp við vegginn og Árni tapaði veðmálinu.

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.