Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Page 10
8
4- Rauðir hundar (rubeolae).
Sjúklingatalan var 1921—27 :
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927
Tala sjúkl. ...... „ n 5 4 132 449 52
Enginn sjúklingur dó.
Þetta ár er veikinnar getiö í 7 hjeruöum, aöail. i Seyðisf. og Hróars-
tungu. Eru þetta leyfar af faraldrinum 1925—27. Hefir hann staðiö miklu
lengur en venja er til (sjá H. S. 1926).
Læknar eru fáorðir um þessa fjettu veiki og er þó ástæöa til, einkum' ef
aðeins er að tala urn fáa sjúklinga, að gera grein fyrir sjúkdómseinkennum.
Rauðum hundum er oft blandað saman við ljettvæga skarlatssótt, stund-
um við mislinga o. fl. Sjerkennilegt er þaö fyrir rauða hunda, að e i 11 a r
þ r ú t n a víðsvegar (eítlarnir neðan angulus mandibulae, occipitales, retro-
auriculares o. fl.). — Koplicksblettir, þrotinn í augum og andfærum og
mislingakvefið, áður en útþot kemur í ljós, einkenna mislinga. — Hálsbólg-
an, útlit tungunnar, en umfram alt hinn einkennilegi skinnflagningur eftir
á, segja til s'karlatssóttarinnar.
Rauðir hundar fylgja oft mislingafaröldrum, hvernig sem á því stendur.
Þeir gengu rjett á undan mislingafaraldrinum 1916, en rjett á eftir
misíingunum 1924—25, eins og línuritin í H. S. sýna.
5. Hlaupabóla (varicellae).
Sjúklingatalan var 1921—27.
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927
Tala sjúklinga...... 109 157 132 163 153 156 T43
Getið er um veikina í 16 hjeruðum, þó hvergi væri verulegur faraldur
að henni. Bæði hjer og erlendis er allur þorri sjúklinga á stangli, senn.i-
lega af því, að fjöldi sýklabera sýkist ekki svo á beri. Veikin er svo góð-
kynjuð, að fáir hafa rannsakaða hana rækilega. Sýkillinn, sem finst í
blóði sjúklinga og í vessanum í útþotsbólunum, er óþektur, einnig hve
lengi veikin er smitandi og hvernig hún berst á milli manna. Sumir telja
að hún smiti á undirbúningstímanum, og það vita menn, að sóttnæmið
er all-lífseigt. Bólusetja má með bóluvessanum og er það vörn gegn veik-
inni, en aðferðin vafasöm, því aðrir sjúkdómar geta flutst á milli, syfilis
o. fl. Vert væri að veita sýkingarhætti eftirtekt, svo og hve snenuna
sjúlclingar smita og hve lengi. Engin álitleg ráð þekkjast enn til þess að
útrýma þessum kynlega kvilla.
í Rvík er þess getið, að einn sjúkl. varð þungt haldinn. Fjekk svo
mikil og þjett útbrot að þau líktust variola.
6. Heimakoma (erysipelas).
Sjúkilingafjöldinn 1921—27 var þessi:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927
Tala sjúkl. .. 127 197 140 83 96 102 93
Dánir ........ 4 8 4 „ „ 1 „