Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Page 33
um kveöi’ö þetta ár á Vestfjörðum og í nokkrum hjeruöum norðanlands,
allmikiö í Stykkish. og Hornafiröi o. v. Ef vjer ættum að geta losna'ö
við hann, þyrfti aö herja á hann samtímis um land alt, því annars berst
hann sífelt milli hjeraöa. Að sjálfsögöu væri það ekki ókleyft aö útrýma
honum og miki! landlireinsun væri það. Víða er svipað ástatt og í
Stykkishólms. Þar er þessa getiö: Á 12 sjúkl. af 17 alls mátti
rekja kláöann til eins heimilis. Þar fundust 9 kláðasjúkl-
ingar. Það var tekiö og þrifað. Hvarf þá kláðinn. — I Reykjarf.
og Hólmav. er getið um, að talsverður kláðafaraldur hafi gengið.
6. Geitur (favus).
I síðustu H. S. er aðeins getið um geitur í Hóls og Hólmavíkurhjeraði.
Sjúklinginn í Hólshjeraði læknaði hjeraðslæknir, en í Hólmavíkur voru
3 sjúklingar frá einu heimili sendir til lækninga. ,,Mun veikinni þar með
útrýmt", segir hjeraðslæknir. Þetta eru síðustu sjúklingarnir, seni kunn-
ugt er um, svo telja má, að veikinni sje nú útrýmt, eða því sem næst.
Ríður nú á, að hjeraðslæknar segi óðara til þeirra sjúklinga, sem kynnu
að koma í leitirnar. Erfitt getur það verið að þekkja geitur, en smá-
sjár-rannsókn sker úr.
7. Krabbamein (tumores maligni).
S j ú k 1 i n g a t a 1 a n 1921—27 var þessi:
1921 1922 1923 1924 1925 1926 1927
Tala sjúkl JOI 110 73 84 125 108 114
Dánir .. 88 118 95 107 129 126 124
Lítill efi er á því, að veiki þessi ágerist til mikilla muna í flestum
!öndum og nokkuð hefir manndauðinn vaxið hjá oss, en aðgætandi er ,að
fólksfjöldinn vex og menn veröa langlífari en áður og krabbamein eru
einkum gamalmenna sjúkdómur. Þá hefir og læknum fjölgað og sjúkd.
þekkist betur en fyr.
IV. Heilbrigðismál.
1. Heilbrigðisstarfsmenn.
Á 1 æ k n a s k i p u n urðu þessar breytingar á árinu :
20. jan. Jóh. J. Kristjánsson skipaður hjeraðslæknir í Höfðahverfishjer.
— 18. mars Árni Jónsson skipaður hjeraðsl. í Hróarstunguhjer. — S. d.
Sigvaldi Kaldalóns skipaður í Flateyjar. — 25. apríl Sigurmundur Sig-
urðsson skipaður hjeraðsl. í Grímsneshjer. — 27. ág. hjeraðslækni Guð-
mundi Guðmundssyni veitt lausn frá embætti frá 1. nóv. — 19. okt. Ól.
Ólafsson settur hjeraðsl. í Stykkishólms. — 21. nóv. Egill Jónsson settur
hjeraðslæknir á Seyðisfirði.
Um tölu sjúklinga og ferðalaga geta 27 hjeraðslæknar,
en ættu allir að láta þess getið og bókfæra það.