Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Side 43

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Side 43
41 Af 13 börnum höfSi 4 tannskemdir. Lungu voru hlustuö á öllum nýjum börnum og öllum frá grunsömunr heimilum. R e y k d. Sumir skólar skoöaðir. Sumstaðar er læknis ekki vitjað, en eigi að síður fá skólarnir styrk. Ö x a r f. í erfiðum, mannfáum útkjálka hjeruðum er' skólaeftirlitið argvitugasta kvöð og ákaflega fyrirhafnarmikið, en borgunin hrekkur ekki fyrir kostnaði. Þ i s t i 1 f. Að svo lítið ber á lús og nit mun að nokkru stafa af því, að börnin eru hreinsuð, þegar von er á lækni. 8. Handlæknisaðgerðir (utan sjúkrahúsa). Þó að nú finnist mörgum flestar handlæknisaðgerðir ókleyfar, nema á sjúkrahúsum, þá er nokkurra getið: Borgarf. Herniotomia við kvið- sliti í sjálfheldu. Hafði kviðslitið staðið í 6 daga og var í því dauður netjupartur og skemd gör.n. Görnin var lögð út í sárið. Bati. Laparo- tomia var gerð við ígerð út úr botnlangabólgu. Sjúkl. dó síðar úr hjarta- bilun. — R a n g á r v. Einn kviðslitsskurður var gerður og' ein ampu- tatio maromæ. — Hofsós. Einn kviðslitsskurður. — Grímsnes. 2 berklaskurðir. Framför er það, að ekki allfáir læknar deyfa nú við tann- drátt og sumir fylla tennur. Um þetta er getið í Skipaskaga, Borgarnes, Hólmavíkur, Hofsós, Svarfdæla, Vopnafjarðar. A vorum dög- um ættu allir læknar að hafa sæmilega kunnáttu í þessu hvorutveggju. 9. Alþýðufræðsla. Aðallega hafa læknar unnið nokkuð að henni í sambandi við skólaskoð- anir, en auk þess hald.ið nokkra fyrirlestra. í sörnu átt fer eftirfarandi dæmi úr Flateyrar: „Þegar eg kom, var hjer lestrarfjelag með ekki full- um 20 meðlimum. Með harðfengi var fjelagatalan aukin upp í 40 og 264 bindi voru lesin, síðastliðið ár.“ — Það er þarflegt verkefni fyrir lækna, að hugsa alvarlega urn sýslubókasöfnin og lestrarfjelögin, því menning- arfrömuðir eiga þeir að vera öðrum fremur. 10. íþróttir. Um þær er þessa getið: S v a r f d. Sund var kent í Dalvík og í Ólafsf. Eftir nýjár í vetur var íþróttanámskeið í Dalvík. — H ö f ð a h v. Sund var kent, en þátttaka lítil. Knattleikir stundaðir mikið á Grenivík. — M ý r d a 1 s. Sundlaug- in undir Eyjafjöllum er vel notuð. Sundkensla er og í Mýrdal, en aðsókn minni, vegna verra staðhátta. 11. Áfengi. í flestum hjeruðum telia læknar að lítið kveði að áfengisnotkun. Eru nokkur ummæli þeirra sett hjer. Borgarnes. Áfengi flytst nokkuð frá Rvík. Sagt að bruggað sje

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.