Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Síða 73
71
mn líöur, því vjer erum nú komnir vel á veg" meö aö útrýma henni.
B e r k 1 a v e i k i. Ef litið er fyrst á alla berklaveiki, þá er þaö aug-
Ijóst, aö munurinn: á íslandi og Noregi hefir ekki verið ýkjamikill þessi
15 ár. Nokkru færri hafa þó dáið hjer að tiltölu (181.7: 207.5). Aftur
er sá mikli munur á, að manndauðinn úr berklaveiki sýnist fara hjer
vaxandi, en þverrandi í Noregi.
Sje nú aftur litið á hversu einstök líffæri sýkjast að hundraðstölu,
verður útkcroan þessi:
Tub. pulm Island. 65.2% Noregur. 78.9% Mening. tub. Island. .. 19.3% Noregur. 12.3%
— Iaryngis . . 0.2— Tb. intest. .. ■ • 5-9— 24—
— universalis . 24— 14— — urogenit. .. 1.6— 1.0—•
Scrophulosis . .. 0.5 — °-5 — cutis ... 0.01-
Tb. oss. & artic. 3-1—■ 1.9— — alior. org. .. 1.7— i-5—
Hjer ber töluvert á milli og' er mtmurinn aöallega sá, að lungnaberkl-
ar eru tiltölulega fátiöari hjá oss (65.2% : 78.9%), en meira um berkla
i öðrum líffærum: liðum og beinum (3.1%: 1.9%), heilahimnum, (19.3:
12.3), kviðarholi (5.9:24), svo og berklafár (24:1.4). Dálítið grun-
samíegt er það, að veikin skuli leggjast svona miisjafnt á líffæri hjá ná-
skyldum þjóðum, sem lifa við lík kjör. Vera'má að stjettarbræður í Nor-
egi sjeu æfðari í að finna berkla í lungum, ef þá ekki nckkuð af þeirra
lungnaberklum er suspicio cin. Hitt, er þó víst, að húðberklar eru fátíð-
ari á Islandi en víðast erlendis, hvernig sem á því stendur. Bersýnilega
er næmleikinn hjer fyrir berklum engu minni en erlendis, ef ekki meiri,
og því er þá húðin á oss tiltölulega ónæm? Er það máske af því, að
sólarljósið sje áhrifameira hjer eöa af því, að böð sjeu svo fátíð, því ólík-
leg't er, að húðin á íslendingum sje öðruvísi g'erð en á Norðmönnum?'
Hvers vegna er meningitis tub. svo tíð hjá oss? Líklegasta svarið er,
að vjer teljum flesta meningitis af berklauppruna, en oft valda aörir
sýklar þeim kvilla. Þó vantar sannanir fyrir þessu. — Aö telja t. d. tub.
laryngis banamein er sennilega óþarft, enda gera Ncrðmenn það ekki.
Sá kvilli er nálega ætíð afleiðing eða fylg'ikvilli við lungnaberkla.
Þó það sje freistandi, að líta á allan mismuninn á þvi, hver líffæri
sýkjast, sem afleiðing af mismunandi diagnosis og skýrslugerð, þá er
þetta engani veginn full skýring. Þannig ætti, auk húðberklanna, dia-
gnosis að vera sæmilega viss við berkla í beinum og liðamótum, en hjer
er þó talsverður rnunur, af hverju sem hann stafar.
S u 11 a v e i k i. Á skýrslunum norsku verður ekki sjeð, að neinn, hafi
dáið þar úr sullaveiki, en hjer hafa dáið 14.3 árl. á 100.000 íbúa. Þetta
er ekki lítið tjón fyrir ódugnað einani og handvömm, bæði hjá læknum
og ekki síður almenningi. Til allrar hamingju fer manndauði úr þess-
um kvilla hraðfara minkandi.
Actinomycösis verður nokkuð vart í Noregi. (0.2 dánir árl. á
too.ooo). Eflaust hafa og nokkrir dáið hjer, þó ekki sjáist það á skýrsl-
ttm, því við og við verður hjer vart við þennan sjúkdóm.
IV. Eitranir og áverkar.
Ef iitið er á flokk þennan, sjest aö manindauðinn er nálega þrefald-