Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Side 85
83
iö úr b r i s s j ú k d ó m u m, t. d. pancreatitis acuta. Ef til vill kunn-
um vjer ekki svo vel aö greina þá trá ööru, en Norðmenn eru engu betrL
Ætla mætti, að fleiri dæu úr magasári en taldir eru, því algengt er
þaö. Páð lítur ekki út fyrir, að Norðmenn sjeu þar betur á vegi staddir.
j. Sjúkdómár í þvagfærum.
1 þessum' flokki er mikill munur á löndunum og oss í hag (27.6:40.6),
og eru þö sjúkdómar í prostata taldir með, en þá teþa Norðmenn
ekki sjerstaklega, þó full ástæða sje til þess. Eigi að siður er nephri-
tis acuta nokkru tíðari hjá oss (5.5:34). Líklega er það vatasamt,
að svo sje i raun og veru. Mestur er munurinn á nephritis chron.
(16.5:24.3) og cystitis og pyelitis. Vera má, að stundum' fari
diagnosis á þessum kvillum í handaskolum hjá oss, svo munuurinn sje í
raun og veru ekki svo mikill. Hvernig sem á þetta er litið, má það mik-
ið vera, ef þvagfærasjúkdómar eru ekki mun sjaldgæfari hjer en í Nor-
egi. Nokkru kann það að valda, að lítið hefir kveðið hjer að lekanda
til skamms tíma, þó nú sje þetta að breytast.
K. Sjúkdómar í getnaðarfærum kvenna.
Þennan flokk telja Norðmenn ekki, en hafa í stað hans eina dánar-
orsök í flokknum: sjúkd. í þvag- og getnaðarfærum, með fyrirsögninni:
„Andre sygdomme i könsorganeme, som ikke höre under andre grapper“.
Þetta tvent er því tæpast sambærilegt.
L. Sjúkdómar, sem stafa af barnsþykt eða barnisburði.
I þessum flokki eru banamein talin á nokkuð mismunandi hátt, svo
samanburður er ekki svo auðveldur sem skyldi. Heildarútkoman er þó
svipuð (5.2:44), en nokkru verri hjá oss.
Utanlegsþykt. Mikið má það vera, ef engin kona hefir dáið af
þessum kvilla hjá oss í 15 ár, því hann mun engu fátíðari hjer en erlendis.
Fósturlát virðist jafntítt í báðum löndum, þó undarlegt sje, því
hjer kveður næsta lítið að syphilis, og abortus eriminalis er hjer nálega
óþektur — enn sem komiö er. Það er viðbúið, að skýrslugerðin sje hjer
í molum hjá öðrum hvorum eða báðum.
Blóðrás við fæðingu er svipuð hjá báðum (0.8:0.9). Þetta
er sjúkdómur, sem fer mjög eftir því, hversu góð læknishjálpin er. Senni-
lega tekst oss ofit miður en skyldi, að bjarga lífi sængurkvennanna, en
Norðmenn sýnast ekki standa oss framar.
B ar n s f a r ar k r amp ar. Hjer hallar á oss (2.3:14), en munur-
inn stafar að mestu af fyrstu 5 árunum. Þá voru lögin um dánarskýrslur
nýlega gengin í gildi, og má vera að einhverju skakki. Annars má mikið
gera til þess, að verjast þessum skaðræðiskvilla, ef læknar og ljósmæð-
ur standa vel í stöðu sinni.
6*