Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1927, Qupperneq 86
84
VIII. Óþekt banamein.
Þetta er svarti bletturinn í skýrslugerð flestra landa: banameinin, sem
allar upplýsingar vanta um. Þessi 15 ár hafa heimtumar veriS illar hjá
Q6s og hálfu verri en hjá Norðmönnum (101:46), en sennilega statar
Banamein í s 1 a n d. Dánir samtals Dánir árlega á 100.000 ibúa 1911—25
£911 —1511916 —20 1921 —2C Uland Noregur
ISS- Orsök óþekt (causa ignota) 661 ) 351 411 101,"2 46,-2
þetta að nokkru af því, hve stutt er síðan skýrslum þessum var safnað,
og flestöll dauðsföll i þessum flokki koma á skýrslur presta. Fyrstu árin
eru verst, en síðan hefir óþektu banameinunum fækkað til mikilla muna.
H i c R o d u s. Hjer að framan hefir verið bent á hið helsta, sem höf.
hefir þótt eftirtektarvert við samanburð á banameinum í Noregi og á
Islandi. I mörgum atriðum erum vjer ver settir en skyldi. Mislingar,
kíghósti, taugaveiki, inflúensa 0. fl. farsóttir valda hjer meira tjóni en
vera þyrfti. Kynsjúkd. færast í vöxt, sjerstaklega lekandi, en ættu að
hverfa. Sullaveikina má gera landræka. Berklaveikin er hreinasta land-
plága og vera mætti að bólusetning Calmettes yrði oss að nokkru liði. •—
Slysin, ekki síst druknanir, hrópa til himins og allir þyrftu að leggjast
á eitt til þess, að draga úr þeim. Lungnabólgan hefir reynst óvinnandi
til þessa, en nú fara sögur af því, að blóðvatnslækning komi nú að betra
haldi en áður. — Garnakvefið á börnum og barnsfararkrampa á sængur-
konum ættum vjer að geta bætt, svo miklu munaði. Ekki vanta verkefn-
in fyrir oss lækna.
Tölu banameina hjer á landi hefi eg að sjálfsögðu tekið eftir Mann-
fjöldaskýrslum Hagstofunnar, það sem þær náðu. Hin hefir Hagstofan
gefið mjer góðfúslega upplýsingar um. Norsku banameinin eru tekin úr
15 árgöngum af „Sundhetstilstanden, og Medicinalforholdene“ í Noregi
(opgave over dödsfall med kendt dödsársak). Var tafsamt að smala þeim
saman í eitt og reikna hvað kæmi árlega á 100.000 íbúa. Má vei’a, að eitt-
hvað sje mistalið.