Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 4

Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 4
4 Fjarðarfréttir STOFNUN SKIPASMÍÐASTÖÐVAR f fjölda ára hefur Skipasmíðastöðin Dröfn verið samofin atvinnlífi Hafnfirðinga. Þar hefur verið unnið jöfnum hönd- um að skipasmiði og skipaviðgerðum ásamt og margþættri smíði annarri. Þá hefur verslunin veitt Hafnfirðingum góða þjónustu í marga áratugi. Fjarðarfréttir fengu Pál Daníelsson til þess að rekja nokuð sögu þessa merka fyrirtækis. Stofnendur DRAFNAR. Sitjandi, frá v.: Páll V. Daníelsson, Sigurbjartur Vilhjálmsson, Sigurjón Einarsson og Kristmundur Georgsson. Standandi frá v.: Ámi Sigurjónsson, Böðvar Sigurðsson, Haukur Jónsson, Sigurður Valdimarsson, Emil Jónsson, Gísli Guðjónsson, Bjarni Erlendsson og Vigús Sigurðsson. AÐDRAGANDINN Ég hefi stundum velt því fyrir mér hver það var, sem átti uppá- stunguna að því að Skipasmíða- stöðin Dröfn h.f., var stofnuð. Ég held næstum að þetta hafi komið upp úr daglegu rabbi á meðal sam- starfsmanna, þar til ákveðið var að hefjast handa. Flestir stofnendurnir höfðu unnið hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar, en eigandi hennar var Júlíus V. J. Nýborg Hann var skipasmiður að mennt og rak um langt árabil skipa- smíðastöð sína af fyrirhyggju og dugnaði. Það atvikaðist þannig að ég réðist skrifstofumaður til Skipasmíða- stöðvar Hafnarfjarðar í ársbyrjun 1941 og fluttist þá til Hafnar- fjarðar. Ég kynntist fljótt þeim ágætu mönnum, sem hjá Júlíusi unnu en mér virtist hann vera naskur á að hafa dugmikið fólk. Það var vitað á meðal starfs- manna að Júlíus hafði áhuga á að efla fyrirtæki sitt með því að byggja dráttarbraut við skipasmíðastöð sína, sem staðsett var framundan húsi Jóns Mathiesen, þar sem nú er hafnarskrifstofan o.fl. skrifstofur bæjarins. Man ég að Júlíus beið alleftirvæntingarfullur eftir því, hvort hann fengi jákvætt svar við umsókn sinni í þessu efni, sem var til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum. Og starfsmennirnir höfðu ekki síður áhuga á því að hann fengi jákvætt svar. Þegar svarið svo barst var erindi Júlíusar synjað, en jafnframt mun honum hafa verið bent á það að lóð væri fyrir hendi þar sem Dröfn er nú, þar væri samkvæmt skipulagi ætlaður staður fyrir skipasmíða- stöð. Júlíus taldi ekki mögulegt að byggja þar vegna mikils kostnaðar því djúpt væri á fast og jarðveg- skipti því erfið ennfremur væri lóðin ekki í vegasambandi og langt frá bryggju, en viðgerðir stærri skipa mundu fara þar fram. Þegar starfsmönnum Skipa- smíðastöðvar Hafnarfjarðar voru ljós þessi málalok kom upp sá ótti að atvinna við skipaviðgerðir gæti orðið ótrygg. Þeir þekktu mjög vel ástand nýliðinna kreppuára og vildu gjarnan geta tryggt sér öruggari vinnu, því atvinnuleysið var það böl, sem þeir vildu forðast. HUGMYNDIN VERÐUR AÐ VERULEIKA í þessum jarðvegi spruttu upp hugmyndirnar um að stofna hluta- félag til þess að koma upp skipa- smíðastöð. Voru miklar umræður og bollaleggingar varðandi málið og að því kom að farið var að ræða það í fullri alvöru og á þeim grund- velli að hluthafarnir yrðu flestir iðnaðarmenn og tilgangurinn að tryggja hluthöfum atvinnu við fyrir- tækið. Þegar hugir manna voru kannaðir kom í ljós að þeir tíu húsasmiðir, sem leitað var til voru reiðubúnir til þess að stofna félag og með mér voru við ellefu. Við vildum hafa hluthafana tólf og nauðsynlegt var að fá skipasmið í hópinn. Var þá leitað til Sigurjóns Einarssonar skipasmiðs, sem bú- settur var í Reykjavík og vann í Slippnum, en Hafnfirðingar þekktu Sigurjón, því hann hafði unnið með þeim við bátabyggingar hjá Skipa- smíðastöð Hafnarfjarðar. Það er ekki að orðlengja það, að Sigurjón var strax til í ævintýrið og þá vorum við orðnir 12. Síðan dróg einn sig til baka og var þá slegið upp á því við Emil Jónsson, sem þá var vitamálastjóri, að vera með og tók hann því fljótt og vel. Það var strax ákveðið okkar á milli að allir ættu jafnan hlut. Árið 1941, 25.október, sem bar upp á laugardaginn fyrstan í vetri var svo Skipasmíðastöðin Dröfn h.f., stofnuð í stofu iðnaðarmanna í Flensborgarskóla. Uppástungu að Drafnarnafninu átti Sigurður Valdimarsson. Fyrstu stjórn skipuðu: Haukur Jónsson formaður, Sigurjón Einarsson og Páll V. Daníelsson. Hlutaféð var ákveðið 48 þúsund krónur. Hver hlutur var kr. 4000.00,- LÓÐ FENGIN Misjafnlega var spáð fyrir þessu fyrirtæki. Sumir töldu að við værum að leggja út í hina mestu firru, enda voru hluthafarnir all- mennt ekki fjáðir menn má til marks um það geta þess að margir þeirra sameinuðust um það að taka víxillán til þess að geta greitt hluta- féð. Öðrum leist aftur á móti vel á fyrirtækið og þótti það ánægjulegt að menn legðu í það að glíma við ný viðfangsefni. Hins vegar kom það á daginn, þegar við leituðum til lánastofnana með víxla, þá urðum við að persónutryggja þá alla og stóð ekki á því. Ég átti þá ekki fast- eign og hafði því litlu að tapa ef illa færi, en oft hef ég síðar hugsað til annarra hluthafa og þá einkum stjórnarmanna, sem aldrei hikuðu við að lána nafnið sitt á víxla, hvað bjartsýni þeirra og ósérhlífni var óbilandi í sambandi við það að hætta öllu við að efla og stuðla að hag og velferð hins nýja fyrirtækis. En það var auðveldast að stofna hlutafélagið. Nú var að hefjast handa um uppbygginguna. Fyrsta verkið var að sækja um lóð undir starfsemina. Var fyrirtækinu strax gefinn kostur á þeirri lóð, sem það var byggt á en Júlíus taldi óhentuga á sínum tima. Ekki vorum við alls kostar ánægðir með þá lausn. Við höfðum hug á að vera sunnar í höfninni. Minnist ég þess að við Gísli Guðjónsson vorum að skoða landið sunnan Óseyrar og gengum þá fjöruna til baka. Lentum við þá fyrir framan hvert byssuhreiðrið á fætur öðru en þá hafði setuliðið aðsetur á Óseyrinni. Ekki urðu þó neinir árekstrar en þegar við komum fram hjá búðum hersins á Óseyrinni kom til okkar hermaður og sagði okkur að við hefðum farið um svæði, sem algerlega væri bannað. Ekki sóttum við fast á með að fá aðra lóð, bæði var það, að bæjar- yfirvöld sögðu að þessi ákveðna lóð væri ætluð fyrir skipasmíðastöð og svo var hitt að landið, sem við höfðum sumpart meiri áhuga á var bókstaflega í hers höndum og það gat því tafið mjög framkvæmdir að sækja þar um aðra lóð. FRAMKVÆMDIR HEFJAST Þegar lóðin var fengin var snúið sér að því að koma upp bráða- birgðahúsi fyrir starfsemina. Var það timburskúr og var i öðrum enda hans innréttað herbergi fyrir skrifstofu og annað fyrir lagerinn, en megin hluti hans var ætlaður fyrir verkstæði. í byrjun voru keyptar gamlar vélar og aðrar fengnar að láni en jafnframt voru pantaðar trésmíðavélar og annað, sem nauðsynlega þurfti á að halda. Vegur var enginn að lóðinni. Hamarinn að verstanverðu lá þá í sjó fram. Það var því gerður stígur upp á Suðurgötu á milli húsanna að Suðurgötu 60 og 62 og var hann rauðamelsfylling sett ofan á mýrar- jarðveg. Vegur þessi var bæði mjór og brattur og gat stundum verið ill- fær. En við hann varð að búa fyrstu árin eða þar til gatan var lögð framan við Hamarinn. Strax og Dröfn tók til starfa vorið 1942 voru verkefni næg og yfirleitt skortur á mannafla. Kom það sér vel fyrir fyrirtækið, hve margir iðnaðarmenn stóðu að því og sú fórnfýsi þeirra að vinna fyrir almennan launataxta í stað þess að vinna þar sem best bauðst hverju sinni eins og títt var á þeim tíma. Þeir iðnaðarmenn, sem að Dröfn stóðu voru þekktir dugnaðarmenn og vildu margir fá þá til starfa. Allt þetta varð til þess að nóg var að gera og starfsemi gekk vel. Fljótlega var hafist handa um það að byggja dráttarbraut enda var það einn höfuðtilgangur félagsins. Það kom strax í ljós, sem vitað var að nauðsynleg jarðvegsskipti voru erfið. Það voru 3-4 metrar niður á fast og jarðvegurinn það laus að hann hélt illa jarðýtu. Munaði einu sinni minnstu að ýta, sem festist við vinnu í flæðarmálinu næðist upp fyrir flóð. Þegar grafið var fyrir efsta hluta brautarinnar var ætlunin að hafa þar jarðvegsskipti áður en opnað væri til sjávar. Voru ýmsir erfiðleikar því samfara. Bakkar voru ótraustir og vatn seig inn í grunninn. Voru notaðar dælur til þess að halda því í skefjun. Var oft farið að næturlagi til að dæla úr Starfsfólk DRAFNAR 1961. Sitjandi (frá vinstri): Sigurður Þorláksson, Ingvar J. Björnsson, Sigurður Valdemarsson, Sigrún Sigurbjartsdóttir, Anna Erlendsdóttir, Ólöf Erla Þórarinsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Jón Brynjólfsson. Standandi fremsta röð (f.v.): Haukur Jónsson, Sveinn Guðmundsson, Páll Ámason, Borgþór B. Helgason, Öm Bergsson, Benedikt Ingólfsson, Hans Lindberg, Sigurjón Einarsson, Jón Vídalín Hinriksson, Jón Pálmason og Þórður Marteinsson. Standandi, næstfremst (f.v.): Vigfús Sigurðsson, Geir Þorsteinsson, Guðmundur Lárusson, Bjarni Erlendsson, Halldór Ámundason, Kristmundur Georgsson, Guðmundur Pálsson, Hannes Guðmundsson, Níels Þórarinsson, Guðmundur Guðmundsson, Árni Sigurjónsson, Þórir Eyjólfsson, Standandi, næstaftast (f.v.): Karl M. Jónsson, Ámundi Eyjóifsson, Valdemar Sigurðsson, Sigurður ísleifsson, Guðbergur Jóhannsson, Sveinn Guömundsson, Böðvar Sigurðsson, Konráð Sæmundsson, Björn Jónsson, Sverrir Magnússon og Hjörtur Halldórsson. Standandi, aftast (f.v.): Guömundur Jónsson, Sveinn H. Sveinsson, Snorri Jónsson, Hjalti'Auðunsson, Jón Þorbjörnsson, Sigurbjartur Viihjálmsson, Guðjón Jóhannsson, Sigmar Guðmundsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kári Steingrímsson, Guðmundur Þórir Egilsson og Gunnar Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.