Fjarðarfréttir - 01.12.1982, Blaðsíða 19
Fjarðarfréttir
19
bú. Fólk hefur það greinilega gott,
en lifir ekki við neinn lúxus. Við sjó-
inn var fólk fáklætt að baða sig í
sjónum, margir voru með veiði-
stöng. Fallegar byggingar víða.
Keyrt var um Havana og við sáum
gamla kastala, fallega garða, vegleg
mannvirki og alls staðar var fallegt
fólk, vel klætt á sunnudegi að spóka
sig í góða veðrinu. Farið var upp á
24. hæð í fínu hóteli. Þaðan var gott
útsýni yfir borgina. Hitamóða ligg-
ur yfir öllu. Síðdegis gengum við
gegnum skemmtigarð og horfðum
betur á fólkið, óþvingað og frjálst
í framkomu. Sáum krakka koma
fram á leiksviði. Þau dönsuðu og
fóru í leiki. Heitt var í veðri og bið-
raðir mynduðust við ísbúðirnar. Kl.
19.00 var keyrt heim til búðanna,
borðarður kvöldverður, sungið, og
endað með trumbuslætti og dansi í
mangólundi.“ Svona afgreiddi ég
daginn í dagbókinni, sjálfsagt
þreyttur eftir daginn eins og aðrir
gestir á staðnum. Það voru inn-
fæddir sem héldu uppi glaum og
gleði í mangólundi.
VINNAN Á KÚBU.
Við unnum í þrjár vikur við land-
búnaðarstörf og byggingar. í viku
hverri voru fjórir heilir vinnudagar.
Einn virkur dagur var tekin í heim-
sóknir til stofnana og fyrirtækja.
Unnið var fyrir hádegi á laugar-
dögum, en síðdegis á laugardögum
voru haldnir vinnufundir að kú-
bönskum sið. Á sunnudögum voru
skoðunar- og skemmtiferðir. Vinnu-
vikan hjá okkur samanstóð því af
fjórum og hálfum vinnudegi. Á
Kúbu er vinnuvikan almennt 5Vi
vinnudagur. Ég ætla nú að lýsa
venjulegum vinnudegi í stuttu máli.
Við vöknuðum kl. 6.00 við ljúfan
morgunsöng í hátalarakerfi búð-
anna, fórum í sturtu og klæddum
okkur í vinnufötin. I mötuneytinu
var borðaður morgunmatur og
síðan safnaðist fólkið saman við
gömlu „góðu“ strætisvagnana niðri
á bílaplani. Hver vinnuhópur fór í
sinn númeraða vagn, alls 10 hópar.
Vlð íslendingarnir höfðum ágætis
bílstjóra. Hann varð fljótt vinsæll
maður í hópnum. Hann hjálpaði
okkur við vinnuna þegar hann gat,
en oft þurfti hann að dytta að bíln-
um. Þegar við vöknuðum á morgn-
anna kl. 6.00 sást birta af nýjum
degi í austri. Kl. 6.50 var keyrt af
stað til vinnu, þá var sólin komin
upp í austri, stór og rauðleit. Þoku-
móða lá yfir landinu og allt renn-
blautt af dögg næturinnar. Það var
notalegt að hefja vinnu í morgun-
svalanum kl. 7.00, og fljótt komst
ég að því að besti vinnutími dagins
var á morgnana frá kl. 7.00 til 9.30
en þá hófst 20 min. hressingartími.
Við fengum þá samlokur, kex og
ávaxtasafa. Hitinn fór að kvelja
okkur upp úr kl. tíu og síðasti
vinnutíminn fyrir hádegi var góð
prófraun á úthald og þrek manna.
Kl. 11.30 var haldið heim til búð-
anna. Þá var mest um það hugsað
að komast sem fyrst í sturtu. Há-
degismatur var frá kl. 12 til 13 og
síðan kvíldartími til 13.45 þá var
farið í bílana og komið aftur til
vinnu kl. 14.00. Síðdegis var hitinn
oftast þolanlegri, því að þá kom
nokkur gola af og til sem stafaði af
ókyrrð í lofti. Skýjabólstrar stigu
upp á himininn með þrumum og
eldingum í fjarska. Kl. 15.00 var
síðdegishressing (20 mín) og síðan
var unnið til kl. rúmlega fimm ef
ekki kom rigining á okkur. Suma
dagana milli kl. 16 og 17 helltist yfir
okkur úrhellisrigning með ærandi
þrumugný. Þá var ekki um annað
að gera en hætta vinnu og fara
heim. íslenski vinnuhópurinn vann
mest við landbúnaðarstörf. Erfið-
asta vinnan var að höggva óæski-
legan gróður frá ungum appelsínu-
sítrónu- og greipaldintrjám, en
Kúbumenn leggja mikla áherslu á
að auka aldinrækt til útflutnings.
Við unnum einnig við að reita ill-
gresi úr jarðaberjaekrum, sá maís-
korni, bera tilbúinn áburð og hlúa
að kaffirunnum. Við unnum fyrir
Á götu í Havana. Krakkarnir voru að leika sér á götunni, en voru fús til
að stilla sér upp til myndatöku. Þau eru greinilega af spænsku bergi brotin.
Þessir vinir voru að gantast á götu í Havana. Það hvarflaði ekki að þeim
að gjörólíkt útlit þeirra vekti athygli útlendingsins.
samyrkjubú í grennd við búðirnar,
og þaðan komu verkstjórar okkar.
Við unnum tvo daga við að byggja
hús, og var það góð tilbreyting frá
landbúnaðarstörfunum. Síðdegis á
laugardögum voru haldnir vinnu-
fundir. í hverjum vinnuhópi var
rætt um vinnuafköst vikunnar,
hvernig hópurinn hafði staðið sig
miðað við áætlanir verkstjóranna,
vinnuhagræðingu, hvað betur mætti
gera o.s.frv. Þetta voru mjög gagn-
legir fundir, áhugavekjandi gagn-
vart vinnunni. Kúbanir eru flestir
drjúgir við vinnu, halda jafnt og
þétt áfram. Glaðværð er ríkjandi,
sleginn taktur af og til og sönglað.
Vinnan á Kúbu gaf tækifæri til að
kynnast hversdagslegu mannlífi þar,
og þekking á landi og þjóð varð
dýpri og betri.
FRÆÐSLUFUNDIR, SKEMMT-
ANIR, HEIMSÓKNIR í STOFN-
ANIR OG FYRIRTÆKI.
Flest kvöld var eitthvað á dag-
skrá. Við vorum f'rædd um hin
ýmsu þjóðfélagsm’’ skemmti-
flokkar komu í hcimsókn og léku
listir sínar, sérfr.cc.’rvar komu í
heimsókn, héldu fyrii’r tra og svör-
uðu fyrirspurnum, sýndar voru
kvikmyndir í útibíóum, en þar var
setið undir berum himni á trébekkj-
um. Tveir dagar í viku hverri voru
notaðir í heimsóknir svo og
skemmtiferðir til Havana og á bað-
strendur.
Hér verð ég að reyna að stikla á
stóru:
1. Menntamál.
Skólaskylda hefst við sex ára
aldur. Barnaskólinn er 6 ár og fram-
haldsskólinn 4 ár. Menntaskólanám
tekur 3 ár og háskólanám er mis-
jafnt eftir greinum. Menntun á
Kúbu er ókeypis fyrir alla og barna-
og framhaldsskólanám er skylda.
Fullorðinsfræðsla er í hávegum
höfð. Á bak við hina hröðu upp-
byggingu í menntamálum eru orð
Fidel Castro: „hamingjusöm er sú
þjóð, sem skólar börn sin best fag-
lega og tilFinningalega. Upplýst þjóð
er alltaf sterk og frjáls". Við heim-
sóttum kennaraháskóla og
unglingaskóla.
2. Atvinnumál.
Tekist hefur að útrúma atvinnu-
leysi á Kúbu, og víða um sveitir
landsins er jafnvel skortur á vinnu-
afli. Mikil áhersla er lögð á að gera
atvinnulífið fjölþætt og í þeim til-
gangi eru alls konar verksmiðjur
byggðar vítt og breitt um landið.
Kúbubúar eru að verða sjálfir sér
nógir um flesta hluti. Það sem þeir
þurfa aðallega að flytja inn eru oliu-
vörur, vélar og tæknibúnaður. Aðal
útflutningsvörur þeirra eru sykur,
nikkel, kopar, sement, tóbak og nú
á seinni árum ýmsar aðrar landbún-
aðarafurðir en þegar hafa verið
nefndar eins og t.d. ávextir. Land-
búnaðurinn ásamt vinnslu landbún-
aðarafurða er kjölfestan í atvinnu-
lífi og efnahagskerfi landsins. Helst
er að nefna að úr sykurreyrnum eru
nú unnar ýmsar aðrar verðmætar
f 0IlEÐIILE0 oKDIl
Þökkum viðskiptin á árinu sem
er að líða
Bílastöð Ha
*
*
*
*
*
*
#
*
*
*
*
*
Reykjavíkurvegi 58
Símar 51666 — 51667
50888 — 50889
Opið allan sólarhringinn.
Hafnarfjöróur — nagrenni
Verzlunin Ösp
Strandgötu 11 er i hjarta bæjarins
Leiðin liggur í Ösp:
Þar er að fá hressingu við allra hæfi i rúmgóðu
húsnæði.
Okkar vinsæla heita súkkulaði vermir í kuldanum.
Erum ávallt í fararbroddi með mikið vöruval:
Konfektkassar — kveikjarar ■— hreinlætisvörur —
sælgæti— gosdrykkir — ís allar gerðir — shake —
heitar pylsur — heitar samlokur — kaldar samlokur
og langlokur — heitir hamborgarar, pizzurog m.m.fl.
Mjólk, brauð, rjómi, kökur, kex, ístertur og
veizlutertur.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
Líttu við næst þegar þú ferð í bæinn, við erum í
alfara leið.
**********